Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 13 UM 50 hafnfirskir listamenn mættu til fundar í Hafnar- borg í fyrrakvöld til þess að hlýða á Magnús Gunnarsson bæjarstjóra kynna hugmynd- ir um staðarval fyrir Listahá- skóla Íslands í Hafnarfirði. Í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús að mikilvægt væri fyrir bæinn að fá listaháskólann og að ef af því yrði myndi það virka sem vít- amínsprauta fyrir bæjar- félagið. „Það er langt síðan þessar hugmyndir komu fyrst fram og þær tengjast byggingará- formum á norðurbakkanum, þ.e.a.s. gamla hafnarbakkan- um,“ sagði Magnús. „Við höldum því fram að það sé einstakt tækifæri að byggja upp listaháskóla hér í Hafn- arfirði. Sterkur miðbæjarkjarni í Hafnarfirði Þá er hugmyndin sú að rífa þessar byggingar sem eru á norðurbakkanum. Bak við þær, handan götunnar, er gamli vesturbærinn, með stærstu samfelldu byggð gamalla húsa á Íslandi. Við erum að opna bókasafn í haust í hjarta bæjarins, þar sem verða m.a. 40 tölvur sem almenningur getur haft þar afnot af. Kvikmyndasafnið er hér og hefur aðgang að Bæj- arbíói, sem er hér rétt hjá og við höfum bankastofnanir og verslanir og allt er þetta í göngufæri. Menn þurfa því ekki einu sinni að setjast und- ir stýri, heldur geta rölt hér á milli og notið alls þess sem sterkur miðbæjarkjarni í Hafnarfirði hefur. Í annan stað segjum við, að það sé líka gott fyrir Hafn- arfjörð að fá hingað skóla á háskólastigi. Við sjáum hvað slíkt hefur t.d. gert fyrir Ak- ureyri. Þetta hefur komið þar inn með miklum krafti. Þá gæti staðsetning Listahá- skóla Íslands í Hafnarfirði verið afar gott innlegg í þær áherslur sem lagt er upp með fyrir svæðisskipulag á höfuð- borgarsvæðinu. Við eigum frábæra listamenn hérna í bæjarfélaginu; margir hverj- ir starfa í Reykjavík, en velja að búa hér. Við eigum mjög öfluga menningarstofnun, sem er Hafnarborg. Við eig- um tónlistarskóla, sem fyrir arkitektúr hefur verið til- greindur í erlendum fagtíma- ritum. Þar fer fram öflugt tónlistarstarf. Við erum hér með mjög öfluga kóramenn- ingu; höfum náð frábærum árangri varðandi uppbygg- ingu íþróttastarfsemi og er- um á hverjum degi á síðum dagblaðanna vegna árangurs íþróttafólks okkar. Við höfum líka afþreyingarmöguleika fyrir þá sem hér eru. Við er- um með varðskipið Thor á bryggjukantinum, sem er veitingahús í dag. Við erum með hvalaskoðun. Við tökum á móti fleiri hundruð erlend- um ferðamönnum í viku hverri sem nýta sér þjónustu Íshesta og við erum með Fjörukrána. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Við erum m.ö.o. með heild- ræna bæjarmynd, þar sem er stutt í alla þjónustu og að- drætti og að fá listaháskóla í Hafnarfjörð væri alveg ein- stakt, það yrði algjör vítamín- sprauta fyrir bæjarfélagið. Ég veit að Hafnarfjörður myndi blómstra sem bær menningar og lista, því til þess hefur hann alla burði,“ sagði Magnús að lokum. Samþykkt áskorun til viðeigandi yfirvalda Í þessum anda var á áður- nefndum fundi í Hafnarborg í fyrrakvöld samþykkt eftir- farandi áskorun til viðeigandi yfirvalda: „Við, undirritaðir lista- menn og listunnendur búsett- ir í Hafnarfirði, skorum á hlutaðeigandi félög og stjórn- völd Listaháskóla Íslands, að íhuga af kostgæfni þann möguleika að skólanum verði valinn staður í Hafnarfirði. Staðsetning hér er frábær kostur fyrir skólann, nem- endur hans og starfslið og Listaháskóli í Hafnarfirði myndi styrkja mjög ímynd höfuðborgarsvæðisins sem samstæðrar heildar ólíkra sveitarfélaga. Hafnarfjörður státar af öllum þáttum sam- félagsþjónustu, bæjaryfir- völd hafa boðið einstakan val- kost fyrir skólann í hjarta bæjarins, bærinn státar af kröftugu lista- og menningar- lífi og samgöngur eru traust- ar og góðar við miðborg Reykjavíkur og aðra kjarna nágrannasveitarfélaganna. Að okkar mati er hér er um raunverulegan valkost að ræða sem stenst fyllilega samanburð við aðrar stað- setningar sem nefndar hafa verið í umræðu um staðarval fyrir Listaháskóla Íslands. Við skorum á alla þá, sem taka munu ákvörðun um stað- setningu skólans, að velja honum stað í hjarta Hafnar- fjarðar.“ Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fundar með hafnfirskum listamönnum um staðsetningu Listaháskóla Hafnarfjörður Samsett mynd/Bernard Engle Hér sést hvernig menn hugsa sér norðurbakkann í Hafnarfirði í framtíðinni. Austast á norðurbakkanum (lengst til hægri á myndinni) er stefnt að því að einhvers konar menningarstarfsemi hafi aðsetur og þar með talinn Listaháskóli Íslands, ef til þess kæmi að ákveðið yrði að setja hann þar á fót. Yst eða vestast á hafnarbakkanum er fyrirhugað að rísi íbúðabyggð með um 70 íbúðum, en ekki er víst hvar skilin verða á milli hennar og menningarbygginganna. „Hafnarfjörður myndi blómstra sem bær menningar og lista“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.