Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 14

Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIN athugasemd hafði borist um- hverfisdeild Akureyrar vegna deili- skipulags svifbrautar sem fyrirhugað er að reisa í Hlíðarfjalli þegar frestur rann út í vikunni. Athugasemdin var frá Norðurorku sem gerði þær kröfur að öll mannvirki og framkvæmdir á skipulagssvæðinu verði háð þeim tak- mörkunum sem gilda um fjarsvæði vatnsverndarsvæða. Með athuga- semdinni fylgir minnisblað sem Hall- dór G. Pétursson á Náttúrufræði- stofnun Íslands, Akureyrarsetri, vann fyrir Norðurorku. Hugsanlegt er að fleiri athugasemdir hafi verið póstlagðar innan tilskilins frests. Tvö vatnsverndarsvæði eru í hlíð- um Hlíðarfjalls, Hesjuvallalindir og Glerárdalsból. Verndun þeirra nær til brunn-, grann- og fjarsvæða vatns- bólanna og er hluti þeirra afgirtur. Umferð gangandi fólks er heimil utan girðinganna en umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð á verndarsvæð- unum öllum. Meginhluti væntanlegrar kláfferju er í landi Akureyrar en endastöðin uppi á Hlíðarfjalli er í landi Glæsibæj- arhrepps. Deiliskipulagið var sam- þykkt í umhverfisráði Akureyrarbæj- ar í lok nóvember og bæjarstjórn Akureyrar samþykkti það á fyrsta fundi sínum í desember síðastliðnum. Skipulagsnefnd og hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps samþykkti deili- skipulagið á fundum síðla í nóvember. Farið verður yfir athugasemd Norðurorku og að því loknu verður fjallað um málið í umhverfisráði og skipulagsnefndum sveitarfélaganna sem um ræðir og loks á fundum sveit- arstjórnanna. Nýtt deiliskipulag tek- ur svo endanlega gildi þegar sveitar- stjórnir hafa auglýst endanlega samþykkt þess í Stjórnartíðindum. Tillaga um að byggja svifbraut upp á topp Hlíðarfjalls kom fyrst fram á ferðamálaráðstefnu á Akureyri árið 1970 en fyrir nokkrum árum endur- vakti Sveinn Jónsson í Kálfsskinni þessa hugmynd og hefur unnið ötul- lega að framgangi hennar síðan. Fyr- irhugað er að ferjan verði nýtt til út- sýnisferða upp á fjallsbrún að sumarlagi en hæðin er um 1.200 metr- ar. Ferjan nýtist einnig þeim sem fara vilja gangandi um fjöll og jökla vestur af Hlíðarfjalli. Að vetrarlagi myndi svifbrautin einnig nýtast skíðamönn- um. Áætlað er að byggja upp aðstöðu á brúninni þar sem ferðamenn geta notið skjóls og veitinga. Mikil undirbúnings- vinna á síðustu árum Margs konar undirbúningsvinna hefur farið fram á síðustu árum, m.a. gerðar veðurmælingar, staðsetning kláfferjunnar valin og frumhönnun liggur fyrir svo og frumkostnaðar- áætlun. Þá hefur verið stofnað hluta- félagið Hlíðarfjall ehf. sem nú leitar eftir fjárfestum til þátttöku í verkefn- inu. Loks má nefna að unnið hefur verið bráðabirgðahættumat vegna snjóflóðahættu á framkvæmdasvæði kláfferjunnar. Niðurstöður þeirra eru að ekki sé snjóflóðahætta á fyrirhug- uðum endastöðum svifbrautarinnar og að flest möstrin verði á nægilega öruggum stöðum, ekki séu tæknileg vandkvæði á að styrkja þau möstur sem kunna að vera í snjóflóðahættu. Deiliskipulag vegna lagningar svifbrautar í Hlíðarfjalli Ein athugasemd hefur borist STÁLTAK hefur skrifað undir samn- ing við norska fyrirtækið Troms fiske- batrederi um umfangsmiklar breyting- ar á rækjutogaranum Longyear, sem liggur við slippkantinn á Akureyri. Togarinn hét áður Geiri Péturs ÞH en norska fyrirtækið keypti hann fyrir síðustu áramót og hyggst gera hann út til veiða á Flæmingjagrunni. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 50 milljónir króna og mun þetta verk- efni verða kjölfestan í starfseminni á Akureyri næstu vikurnar. Stáltak hef- ur auk þess önnur skipaverkefni, sem og ýmis landverkefni og er verkefna- staðan því mjög góð um þessar mundir, að sögn Antons Benjamínssonar, verk- efnisstjóra fyrirtækisins á Akureyri. Anton sagði að eftir erfiða verkefna- stöðu sl. haust og fram eftir vetri væri verkefnastaðan með allra besta móti næstu tvo mánuði í það minnsta. „Það er a.m.k. mjög gott hljóð í okkur í augnablikinu.“ Stáltak sagði upp 13 starfsmönnum um áramótin vegna lélegrar verkefna- stöðu en Anton sagði að með þessari breytingu til batnaðar gerðu menn sér vonir um að þær þyrftu ekki að koma til framkvæmda. Að auki þyrfti Stáltak að leita til undirverktaka á næstunni, þannig að önnur fyrirtæki á svæðinu ættu einnig eftir að njóta góðs af. Anton sagði að fyrirtækið væri með talsvert af svokölluðum landverkefn- um á sinni könnu, m.a. við álverið á Grundartanga og í tengslum við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Hjá Stál- taki á Akureyri vinna um 120 manns. Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn Stáltaks hafa í nógu að snúast næstu vikurnar eftir frekar erfiða verkefnastöðu undanfarið. Verkefnastaðan með besta móti Stáltak gerir samning um breytingar á norskum rækjutogara Grýtubakkahreppi - Um liðna helgi héldu íbúar Grýtubakkahrepps ásamt gestum sínum sitt ár- lega þorrablót í íþróttahúsinu á Grenivík. Mikið fjölmenni var á blótinu og skemmti fólk sér að mestu við heimagert skemmtiefni og nutu veit- inga frá Bautanum á Akureyri. Myndast hefur sú hefð á þorrablótum að veitt eru menningarverðlaun Lionsklúbbsins Þengils og eru þau nefnd Þengillinn. Í reglugerð um Þengilinn segir m.a. að hann sé heiðursvið- urkenning sem veitt sé einu sinni á ári ein- staklingi, hópi, félagi eða fyrirtæki í Grýtu- bakkahreppi, sem á einhvern hátt hefur unnið byggðarlagi sínu gagn með því að efla atvinnulíf þess eða menningarlíf eða með því að vekja at- hygli á því á jákvæðan hátt, t.d. með afrekum á sviði íþrótta eða lista. Í ár hlutu þau Stefán Kristjánsson og Juliane B. Kauertz, sem reka ferðaþjónustuna Pól- arhesta á Grýtubakka II, viðurkenninguna en þjónusta þeirra felst að mestu í hestaferðum með erlenda ferðamenn víða um Norðurland. Menningarverðlaunin hlutu þau fyrir frum- kvöðlastarf í ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi og kynningu á sveitarfélaginu á erlendri grundu eins og ritað var á innrammað skjal sem séra Pétur Þórarinsson í Laufási afhenti Stefáni og Juliane á samkomunni. Fjölmenni á árlegu þorrablóti Grýtubakkahrepps Eigendur Pólarhesta hlutu Þengilinn Morgunblaðið/Jónas Baldursson Stefán Kristjánsson og Juliane B. Kauertz hlutu Þengilinn að þessu sinni, en með þeim á myndinni er sonur þeirra Simon Birgir. ENDURHÆFINGARSTÖÐ hjarta- og lungnasjúklinga á Akureyri fagnaði tíu ára af- mæli á dögunum með afmæl- isfagnaði á Hótel KEA að við- stöddu fjölmenni. Formaður HL-stöðvarinnar, Þorsteinn Þorsteinsson, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna og Jón Þór Sverrisson yfirlæknir flutti erindi um upphaf og sögu stöðvarinnar. Fjármagna hjartagæslutæki Þá fluttu ávörp þeir Gísli Eyland, formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu, Vilhjálmur B. Vil- hjálmsson, formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga, og Haukur Þórðarson, formaður SÍBS, og færðu HL-stöðinni peningagjafir til kaupa á nýju hjartagæslutæki sem notað er við 1. stigs þjálfun hjartasjúklinga. Í tilefni þessara tímamóta var þeim Kristínu Sigfúsdótt- ur, fyrsta formanni HL- stöðvarinnar, og Jóni Þór Sverrissyni yfirækni veitt viðurkenningarskjal fyrir vel unnin störf frá upphafi. HL-stöðin á Akureyri tíu ára ÞAÐ getur oft tekið nokkuð langan tíma að koma sér heim eftir skóla enda margt að skoða á leiðinni. Þessar ungu dömur, sem voru á leið heim úr Glerárskóla á Akureyri í gær, eru þar engin undantekning. Stelpurnar fóru sér frekar hægt og voru einmitt að skoða holu sem þær gengu fram á neðst í Höfðahlíðinni, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Morgunblaðið/Kristján Á leið heim úr skólanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.