Morgunblaðið - 31.01.2001, Page 17

Morgunblaðið - 31.01.2001, Page 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 17 GENGIÐ hefur verið frá láns- fjármögnun upp á tæplega sex milljarða króna vegna fram- kvæmda Smáralindar ehf., sem reisir stærstu verslunarmiðstöð landsins í Smárahvammslandi í Kópavogi. Íslandsbanki–FBA og Landsbankinn höfðu yfirumsjón með fjármögnuninni en alls koma að henni nítján lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki, innlend og er- lend. Fulltrúar þeirra og Smára- lindar skrifuðu undir samninga á sérstökum kynningarfundi í gær. Fjármögnun Smáralindar er ein sú stærsta sem einkaaðili á Íslandi hefur staðið að og er einnig sú stærsta sem íslensk fjármálafyr- irtæki hafa haft umsjón með. Fjár- mögnunin er skipulögð sem verk- efnisfjármögnun, sem er aðferð sem oft er beitt við stærri fjárfest- ingarverkefni. Fjármögnunin er tvíþætt, annars vegar sambankalán og hins vegar skuldabréfaútgáfa. Sambankalánið er fjölmyntalán, að jafngildi 3,5 milljarða íslenskra króna, til fimm ára frá því fram- kvæmdum lýkur. Auk Íslands- banka–FBA og Landsbankans tóku fimm aðrir bankar þátt í lánveiting- unni. Hlutur umsjónarbankanna tveggja er stærstur en hlutur Nor- ræna fjárfestingarbankans (NIB) er einnig umtalsverður. Aðrir þátttak- endur í sambankaláninu eru Banca Monte dei Paschi í Lundúnum, Frjálsi fjárfestingarbankinn og Sparisjóður vélstjóra. Skuldabréfin eru í íslenskum krónum, samtals um 2,1 milljarður, og eru gefin út til 25 ára. Auk Ís- landsbanka–FBA og Landsbankans keyptu tólf íslenskir lífeyrissjóðir og Vátryggingafélag Íslands skuldabréfin. Lífeyrissjóður versl- unarmanna er umboðsaðili skulda- bréfafjárfestanna. Nær lokið við að steypa upp húsið Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, segir að fram eftir síðasta sumri hafi verkið gengið hægar en gert hafði verið ráð fyrir. „Ástæðan fyrir því var meðal annars sú að það var mjög mikil þensla á vinnumarkaði og það gekk ekki nógu vel að manna í verkið auk þess sem iðnaðarmenn voru að taka sér sumarfrí. Frá og með haustinu, þegar fór að slakna aðeins á þenslunni á vinnumark- aðnum, hefur verið mjög góður gangur í verkinu. Tíðin hefur auð- vitað verið okkur alveg sérlega hagstæð í vetur og það má heita að það hafi verið sumartíð frá því í nóvember. Það hefur aðeins verið einn eða einn og hálfur dagur í vet- ur sem hafa verið einhverjir smá- erfiðleikar við framkvæmdirnar og þá vegna vinds.“ Aðspurður segir Pálmi að búið sé að steypa upp um 85–90% af húsinu. Ístak hafi nú lok- ið við um 35–40% af heildarverkinu og mest eftir við framkvæmdir inni og við frágang á lóð og mannskap muni því fjölga verulega á næstu vikum. „Fyrir utan undirverktaka eru hér um 250 manns í vinnu en þeim mun fjölga í um eða yfir 400 innan skamms. Það er unnið hér alla daga vikunnar á vöktum og það má gera ráð fyrir að hér verði um 1.000 manns að störfum undir lok verksins en opna á verslunarmið- stöðina 10. október í haust.“ Fimm milljónir gesta á ári Smáralind ehf. var stofnað í árs- byrjun 1996. Stofnendur félagsins voru Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf., BYKO hf., Olíufélag- ið hf., Skeifan 15 sf. og Saxhóll ehf. Vorið 1999 bættust síðan Baugur hf. og Gaumur ehf. í hluthafahóp- inn. Nú er Smáralind ehf. að fullu í eigu Fasteignafélags Íslands hf. en stærstu hluthafar þess eru fram- angreind fyrirtæki. Á vormánuðum 1999 var gengið frá samningum við Baug hf. um leigu á 4.500 fermetra leigurými fyrir verslun Debenhams og um leið var samið við Baug hf. um leigu á rúmlega 10 þúsund fermetra rými undir stórmarkað Hagkaups. Því næst var frá því gengið að Norður- ljós starfræktu fimm fullkomna sýningarsali með sætum fyrir rúm- lega 1.200 manns. Í markaðsrann- sóknum er gert ráð fyrir að um fimm milljónir gesta heimsæki verslunarmiðstöðina á ári og að starfsmenn verslunarmiðstöðv- arinnar verði á bilinu 800–1.200 manns. Nærri eitt hundrað verslanir og þjónustufyrirtæki verða undir sama þaki í Smáralind Framkvæmdir á áætlun Morgunblaðið/Árni Sæberg Séð yfir miðskip verslunarmiðstöðvarinnar í Smáralind.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.