Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 13

Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 13 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, MÆÐRASTYRKSNEFND, Hjálp- ræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar fengu á fimmtudag úthlutað samtals 5 milljónum úr Pokasjóði verslunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Pokasjóð- urinn styrkir önnur verkefni en þau sem lúta að umhverfismálum. Í úthlutuninni hlaut Mæðra- styrksnefnd 2 milljónir króna til að veita aðstoð á höfuðborg- arsvæðinu, Hjálparstarf kirkj- unnar hlaut einnig 2 milljónir til að veita aðstoð á landsbyggðinni og Hjálpræðisherinn hlaut eina milljón til sinnar jólahjálpar. Pokasjóður verslunarinnar, sem áður hét Umhverfissjóður, var stofnaður 1. október 1995 og hafa framlög í sjóðinn verið óbreytt frá upphafi, eða 3,50 krónur af hverjum seldum burð- arpoka. Nýlega var ákveðið að hækka framlög af hverjum poka upp í 7 krónur og munu úthlut- anir því hækka úr 30 milljónum í 70-80 milljónir árlega. Jafnframt hafa nýjar verslanir gengið til liðs við sjóðinn að undanförnu og má þar nefna Bónus, Fjarðarkaup og 10-11. Í stað einnar úthlutunar á ári verður framvegis úthlutað oftar auk þess sem fleiri mála- flokkar en umhverfismál verða styrktir hér eftir. Ekki er ljóst hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á út- söluverð burðarpoka en í frétta- tilkynningu frá Pokasjóði segir að hverri verslun sé í sjálfsvald sett á hvaða verði hún selur pok- ana. Hins vegar er á það bent að tæp 20 prósent af söluverði hvers poka er virðisaukaskattur. Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs verslunarinnar, afhendir styrkina. Við þeim taka Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, Knut Gamst hershöfðingi, yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi, og Karl Sigurbjörnsson biskup. Fimm milljónir króna úr Pokasjóði til líknarmála Á MORGUN, laugardag, hefst sala á Verndarenglinum sem Götusmiðjan stendur fyrir til styrktar meðferðar- heimili Götusmiðjunnar á Árvöllum á Kjalarnesi. Grunnskólanemar víða á landinu eru tilbúnir í sölumennsk- una, útbúnir nærri 20 þúsund engl- um sem koma á út um helgina. Verndarengillinn er lítið silfurlitað barmmerki, framleitt á Siglufirði af starfsfólki Götusmiðjunnar. Að sögn Marsibilar Sæmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Götusmiðjunnar og hönnuðar engilsins, tók átta daga að framleiða 20 þúsund engla úr 100 kg af málmblönduðu tini og kostar hver engill 1.000 krónur. Sala Vernd- arengilsins er fjármögnunarleið til að geta mætt aukinni aðsókn 18–20 ára ungmenna í meðferðarpláss á Árvöllum en þessi aldurshópur myndar nú langan biðlista, að sögn Marsibilar. Götusmiðjan hefur þjón- ustusamning við Barnaverndarstofu um 13 rými fyrir 15–18 ára ung- menni en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn fyrir eldri hópinn. Von- ast er til að sala engilsins skili tekjum sem nægi til að bæta við 5 rýmum fyrir 18–20 ára skjólstæð- inga Götusmiðjunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Götu- smiðjan stendur fyrir sölu Vernd- arengilsins. „Við ákváðum að búa til verndarengil því okkur langaði til að skapa eitthvað táknrænt í minningu þeirra sem hafa látist vegna vímu- efnaneyslu,“ segir Marsibil. „Ef sal- an gengur vel um helgina stendur ekki á okkur að endurtaka leikinn að ári og við vonumst svo sannarlega til að undirtektir verði góðar.“ Til styrktar með- ferðarheimili Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.