Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 13 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, MÆÐRASTYRKSNEFND, Hjálp- ræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar fengu á fimmtudag úthlutað samtals 5 milljónum úr Pokasjóði verslunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Pokasjóð- urinn styrkir önnur verkefni en þau sem lúta að umhverfismálum. Í úthlutuninni hlaut Mæðra- styrksnefnd 2 milljónir króna til að veita aðstoð á höfuðborg- arsvæðinu, Hjálparstarf kirkj- unnar hlaut einnig 2 milljónir til að veita aðstoð á landsbyggðinni og Hjálpræðisherinn hlaut eina milljón til sinnar jólahjálpar. Pokasjóður verslunarinnar, sem áður hét Umhverfissjóður, var stofnaður 1. október 1995 og hafa framlög í sjóðinn verið óbreytt frá upphafi, eða 3,50 krónur af hverjum seldum burð- arpoka. Nýlega var ákveðið að hækka framlög af hverjum poka upp í 7 krónur og munu úthlut- anir því hækka úr 30 milljónum í 70-80 milljónir árlega. Jafnframt hafa nýjar verslanir gengið til liðs við sjóðinn að undanförnu og má þar nefna Bónus, Fjarðarkaup og 10-11. Í stað einnar úthlutunar á ári verður framvegis úthlutað oftar auk þess sem fleiri mála- flokkar en umhverfismál verða styrktir hér eftir. Ekki er ljóst hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á út- söluverð burðarpoka en í frétta- tilkynningu frá Pokasjóði segir að hverri verslun sé í sjálfsvald sett á hvaða verði hún selur pok- ana. Hins vegar er á það bent að tæp 20 prósent af söluverði hvers poka er virðisaukaskattur. Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs verslunarinnar, afhendir styrkina. Við þeim taka Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, Knut Gamst hershöfðingi, yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi, og Karl Sigurbjörnsson biskup. Fimm milljónir króna úr Pokasjóði til líknarmála Á MORGUN, laugardag, hefst sala á Verndarenglinum sem Götusmiðjan stendur fyrir til styrktar meðferðar- heimili Götusmiðjunnar á Árvöllum á Kjalarnesi. Grunnskólanemar víða á landinu eru tilbúnir í sölumennsk- una, útbúnir nærri 20 þúsund engl- um sem koma á út um helgina. Verndarengillinn er lítið silfurlitað barmmerki, framleitt á Siglufirði af starfsfólki Götusmiðjunnar. Að sögn Marsibilar Sæmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Götusmiðjunnar og hönnuðar engilsins, tók átta daga að framleiða 20 þúsund engla úr 100 kg af málmblönduðu tini og kostar hver engill 1.000 krónur. Sala Vernd- arengilsins er fjármögnunarleið til að geta mætt aukinni aðsókn 18–20 ára ungmenna í meðferðarpláss á Árvöllum en þessi aldurshópur myndar nú langan biðlista, að sögn Marsibilar. Götusmiðjan hefur þjón- ustusamning við Barnaverndarstofu um 13 rými fyrir 15–18 ára ung- menni en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn fyrir eldri hópinn. Von- ast er til að sala engilsins skili tekjum sem nægi til að bæta við 5 rýmum fyrir 18–20 ára skjólstæð- inga Götusmiðjunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Götu- smiðjan stendur fyrir sölu Vernd- arengilsins. „Við ákváðum að búa til verndarengil því okkur langaði til að skapa eitthvað táknrænt í minningu þeirra sem hafa látist vegna vímu- efnaneyslu,“ segir Marsibil. „Ef sal- an gengur vel um helgina stendur ekki á okkur að endurtaka leikinn að ári og við vonumst svo sannarlega til að undirtektir verði góðar.“ Til styrktar með- ferðarheimili Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.