Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 23 NÓTASKIPIÐ Júpiter ÞH frá Þórshöfn fékk um 200 tonn af loðnu við Kolbeinsey í gær og er þetta fyrsta loðnan sem berst á land á vetrarvertíðinni. Jón Axelsson skip- stjóri segist bjartsýnn á góða veiði á næstu vikum. Loðnan veiddist um 35 sjómílur norð- austur af Kolbeinsey í svokölluðu „Viki“ en að sögn Jóns Axelssonar skipstjóra er það yfirleitt góðs viti þegar loðnan kemur þangað. Loðnan er þokkalega góð og fer líklega meiri hluti aflans beint í frystingu sem þá þýðir aukna vinnu í landi og mark- aðsútlit er gott fyrir afurðirnar. Júpíter ber um 1.200 tonn en rafall bilaði í þriðja kastinu svo skipstjórinn varð að sigla í land með þessi 200 tonn sem komin voru. „Loðn- an hefur oft gefið sig á þessum slóðum áð- ur og okkur þykir best að byrja vertíðina þarna. Við sáum töluvert af loðnu, í nokkuð þykkum torfum á 30 til 40 faðma dýpi. Ég held að fyrst að loðnan er komin á þessar slóðir sé það vísbending um góða veiði áfram. Við fórum ekki yfir stórt svæði en það er oft loðna nokkru vestar en þar sem við vorum. Það hefur verið mikið magn af loðnu allt frá Kolbeinsey og vestur fyrir Hala og hún er nú vonandi að ganga upp á Kolbeinseyjarhrygginn. Þar að auki er hita- stig sjávar á bilinu ein til tvær gráður með- fram öllum landgrunnskantinum, austur að Þistilfjarðargrunni. Það er kjörhitastig fyr- ir loðnuna sem enn frekar ætti að gefa fyr- irheit um góða veiði,“ sagði Jón skipstjóri. Fékk 200 tonn af loðnu við Kolbeinsey Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Jón Axelsson, skipstjóri á Júpiter, landaði um 200 tonnum af loðnu á Þórshöfn í gær. Nótaskipið Júpiter ÞH frá Þórshöfn með fyrsta afla vetrarvertíðarinnar ÍSLANDSSÍMI hefur gefið út útboðs- og skráningarlýsingu vegna forgangsréttarút- boðs félagsins sem fram fer dagana 10.-13. desember nk. Í útboðinu er til sölu nýtt hlutafé að nafnverði 410.090.648 kr. í sam- ræmi við samþykkt hluthafafundar félagsins 18. október 2001. Sölugengi er nafnverð hlutafjár eða 1,0. Hluthafar í Íslandssíma samkvæmt hlutaskrá félagsins í lok dags 10. október sl. eiga rétt á að taka þátt í útboð- inu. Stærstu hluthafar miðað við þessa dag- setningu eru Landsbankinn – Fjárfesting hf. með 16,71% hlut, Frumkvöðull ehf. með 16% hlut og 3p fjárhús ehf. með 10,87% hlut. Eignarhlutar þessara aðila voru þeir sömu 26. nóvember sl. en fjórði stærsti hluthafinn var orðinn Íslandsbanki með 7,49% miðað við 5% 10. október. MP Verðbréf hafa umsjón með útboðinu og milligöngu um skráningu hlutafjáraukn- ingarinnar á Aðallista Verðbréfaþings Ís- lands. Í maí sl. var haldið almennt útboð á bréfum Íslandssíma og bréf félagsins í kjöl- farið skráð á Aðallista VÞÍ. Þá var einnig gefin út útboðs- og skráningarlýsing og í lýs- ingunni sem gefin var út í gær, eru hluthafar hvattir til að kynna sér fyrri lýsinguna þar sem þar komi fram ítarlegri upplýsingar. Möguleiki á að jafna meðalkaupgengið Tilgangur hlutafjáraukningarinnar nú er að veita þeim hluthöfum Íslandssíma sem keyptu hlut í félaginu á árinu 2000 eða síðar möguleika á að jafna meðalkaupgengi eign- arhluta sinna í félaginu, að því er fram kem- ur í frétt frá Íslandssíma. Forgangsréttarhöfum gefst kostur á að falla formlega frá forgangsrétti en fá í stað- inn áskriftarréttindi að hlutum í félaginu á genginu 4,5 til 18 mánaða frá og með 18. október 2001 að sömu nafnverðsfjárhæð sem kann þó að skerðast. Nafnverð áður útgefinna hlutabréfa Ís- landssíma hf. er 587.995.000 kr. en verður allt að 998.085.648 kr. eftir útboðið sem er allt að 69,74% aukning. Fyrirhugað er að til framkvæmda komi á næstunni heimild stjórnar Íslandssíma til að hækka hlutafé fé- lagsins um allt að 28 milljónir til greiðslu fyr- ir hlutabréf í fjarskiptafélaginu Títan hf. Heildarhlutafé félagsins fer því eftir þá aukningu yfir einn milljarð, að því er fram kemur í útboðs- og skráningarlýsingunni. Eigin bréf keypt og seld Íslandssími greindi einnig frá því að nú ætti félagið engin eigin bréf. Hinn 8.október sl. hefði félagið keypt eigin bréf að nafnverði kr. 13.913.342 á verðinu kr. 3,40 og eftir kaupin hefði Íslandssími átt eigin bréf fyrir kr. 15.452.036 að nafnverði. Um var að ræða framvirkan samning með gjalddaga 28. des- ember nk. Samkvæmt tilkynningu félagsins til Verðbréfaþings Íslands var ekki hægt að greina frá viðskiptunum fyrr vegna við- kvæmrar samningsstöðu félagsins, en bréfin verða notuð til uppgjörs við Nýherja og Landsbankann – Framtak vegna kaupa á Fjarskiptafélaginu Títan. Íslandssími hefur einnig selt eigin bréf að sama nafnverði, þar sem um var að ræða skipti á hlutabréfum. Fyrir hvert bréf í Ís- landssíma kemur 1,57 bréf í Títan. Um er að ræða framvirkan samning með gjalddaga 28. desember 2001. Forgangsréttar- útboð Íslands- síma í næstu viku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.