Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR 12. TBL. — 5. ARG. — FIMMTUDAGUR 3. AGÚST NR. 77. TIMANS VILHJÁLMUR ÞÓR FYRRVERANDI UTANRÍKISRÁÐHERRA F. 1. sept. 1899 D. 12. júli 1972. Vilhjálmur Þór, fyrrv. utanrikisráð- herra, lézt á Landsspitalanum 12. júli s.l. á 73. aldursári. Vilhjálmur var fæddur 1. september 1899 að Æsustöðum i Eyjafirði sonur hjónanna Þórarins Jónasar Jónasson- ar bónda þar frá Sigluvik, og konu hans Ólafar Margrétar borsteinsdótt- ur Thorlacius, Einarssonar prests i Saurbæ. Var Vilhjálmur yngstur 10 systkina, en af systkinahópnum eru nU aðeins tvær systur á lifi: Margrét og Rannveig, báðar giftar á Akureyri. Árið 1904 fluttist Vilhjálmur með foreldrum sinum til Akureyrar og þar ólst hann upp. Hann stundaði nám i Barnaskóla Akureyrar fjóra vetur og var það öll hans skólaganga. Sjálfur lét hann eitt sinn þau orð falla, að hann hefði gjarnan viljað eiga þess kost að verða langskólagenginn og myndi hugur hans þá hafa stefnt til náms i læknisfræði. En forlögin gáfu Vilhjálmi Þór ekki tækifæri til langskólanáms. Hann byrjaði að starfa 12 ára gamall sem sendisveinn hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. bar hófst hinn langi og glæsilegi starfsferili hans, sem óslitið stóð i rUm 60 ár. Þótt skólaganga Vilhjálms væri ekki löng. átti hann eftir að vinna óvenju mikil afrek i atvinnu og framfaramál- um þjóðarinnar. Hann sagði sjálfur svo frá, þegar hann var kominn á efri ár, að hann hefði reyndar alltaf verið i skóla, þeim æðsta skóla, er lifið leggur hverjum manni á herðar, enda væri lifið sjálft bezti kennarinn. bannig óx Vilhjálmi kjarkur með hverju nýju starfi og störfin uxu einnig með hon- Um. Vilhiálmur var mikill námsmaður i skóla lifsins. Hafa þar eflaust komið til óvenjulegir eiginleikar. Hann vitnaði stundum til móður sinnar og

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.