Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 13
Páll Sveinsson var óvenju stórhuga og kjarkmikill. Búskapurinn i Gunnarsholti bar þvi gleggst vitni. Meðan Runólfur Sveinsson var sand- græðslustjóri safnaði hann i Gunnarsholt þeim holdanauta- blendingum af Galloway kyni, sem til voru i landinu. Við þessu búi tók Páll, er hann varð sandgræðslustjóri. Hafði hann mjög annazt rekstur búsins frá upphafi, enda kunnugur holdanauta- búskap i Bandarikjunum. Páll fjölgaði gripum þessum ört og reyndi að bæta þá með úrvali eins og unnt var. Hefur nú árum saman verið á þriðja hundrað holdanautgripa á vetrarfóðri i Gunnarsholti. En er Páll fór að nota flugvél til að bera á hina uppblásnu hraunfláka i Gunnarsholtslandi, þá setti hann þar upp stærsta sauðfjárbú landsins, allt að 1500 fjár á vetrarfóðri. Sumir höfðu horn i siðu þessa búskap- ar, töldu hann ekki koma við land- græðslu, auk þess væri hann ekki að öllu leyti til fyrirmyndar, byggingar væru óvandaðar og prýddu ekki stað- inn og rikið ætti ekki að keppa við bændur um kjötframleiðslu. Þrátt fyr- ir þessa gagnrýni var Gunnarsholts- búið á tvennan hátt til fyrirmyndar. Þar var sýnt, að hægt var að framleiða mikið af búfjárafurðum án kostnaðar- samra bygginga og þar mun hafa ver- iðeytt minna vinnuafli til að framleiða hverja smálest af dilkakjöti en á nokkru öðru fjárbúi á landinu. Máltækið segir: „Glöggt er gests augað”. Þess varð ég oft var, er ég kom með erlenda búvisindamenn að Gunnarsholti. Sumarið 1960 var Dr. C.P. McMeekan frá Nýja-Sjálandi, einn af stórbrotnustu landbúnaðar- frömuðum heimsins, gestur Búnaðar- félags Islands hér á landi. Ég, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum land- búnaðarins, fórum með honum að Gunnarsholti. Ég gleymi aldrei hrifn- ingu þessa viðförla búvisindamanns, er hann sá hina stóru hjörð i Gunnars- holti úða i sig grængresinu, sem óx upp úr uppblásnum hraunum og svörtum sandi. Fjöldi ánna var með tvilemb- ingum, féð rigvænt og sællegir naut- gripir á við og dreif um hagana, en heima við slegin tún og hálfvaxnir grænfóðurakrar, sem ætlaðir voru til haustbeitar fyrir sláturfénað og til votheysgerðar. McMeekan taldi þetta glæsilegt afrek og eitt táknrænasta dæmi um mikilvægi samvirkra áhrifa jarðargróðurs og búfjárbeitar, sem hann hafði séð. Hann dáðist að þvi, hvernig búféð þétti hinn gljúpa jarð- veg með klaufum sinum og breytti grösunum i lifrænan áburð jarðvegi og gróðri til góðs. Eg minnist einnig skozk búnaðarráðunautar, sem var islendingaþættir hér á landi að kynna sér fjárhús og fjárhirðingu. Hafði hann viða séð vönduð hús og vel fóðrað fé, er hann kom að Gunnarsholti, en þar var hann hrifnastur af hinni stóru og vel öldu hjörð og ódýru fjárhúsunum. Hin stórfeilda ræktun i Gunnarsholti gerði auðvelt að reisa þar grasköggla- verksmiðju fyrirtækisins Fóður og fræ. Páll Sveinsson var i stjórn þess fyrirtækis frá stofnun. Páll Sveinsson var glæsimenni, ágætum gáfum gæddur og hið mesta karlmenni. Ég sá hann fyrst i hópi námssveina i Hólaskóla, er ég var þar á fundi. Hið bjarta yfirbragð hans og æskuljómi fer mér aldrei úr minni. Ég spjallaði þá við hann og fann þar fyrir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.