Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 12
PÁLL SVEINSSON LANDGRÆÐSLUSTJÓRI Kæddur 28. októbcr 1919. Dáinn 14. júli 1972. Afreksmaður er genginn. Páll Sveinsson, landgræðslustjóri, er lát- inn. Hann var skyndilega brott kallað- ur hinn 14. júli s.l. Páll fæddist 28. október 1919 að As- um i Skaftártungu, sonur merkisbónd- ans Sveins Sveinssonar i Asum og Fossi i Mýrdal og konu hans Jóhönnu Margrétar Siurðardóttur. Hann ólst upp með foreldrum sinum i stórum systkinahópi. Þar vandist hann öllum venjulegum landbúnaðarstörfum og mun ungur hafa lært að hlifa áe'r hvergi við erfiði og starfi. Eftir gagn- fræðanám gekk Páll i Hólaskóla og brautskráðist búfræðingur þaðan vor- ið 1941. Eftir það stundaði hann land- búnaðarnam við tvo háskóla i Banda- rikjunum, i Minnesota og Utáh. Lauk hann háskólanámi sinu með kandi- datsprófi i landgræðslu og gróðurrækt frá Utah háskóla 1948. Strax að loknu búfræðiprófi frá Hól- um réðst Páll til Sandgræðslu Islands sem aðstoðarmaður Gunniaugs Krist- mundssonar, sandgræðslustjóra, og vann hjá honum öilum stundum, sem hann var ekki við nám, unz Gunnlaug- ur lét af störfum fyrir aldurs sakir 1947. Runólfur Sveinsson, bróðir Páls, var þá skipaður sandgræðslustjóri. Páll réðst þegar aðstoðarmaður Run- ólfs og gegndi þvi starfi þar til Runólf- ur lézt af slysförum 1954. Eftir það var Páll skipaður sandgræðslustjóri og gengdi þvi starfi til dauðadags, um 18 ára skeið, en siðustu 7 árin undir starfsheitinu landgræðslustjóri. Páll Sveinsson var frábær embættismaður, enda skilaði hann þjóð sinni á skammri starfsævi ómetanlegu afreki með stöövun uppblásturs á viðáttu- miklum landflæmum, með þvi að breyta stórum svæðum grárra upp- blásinna mela og hrauna, gróður- lausra jökulaura og ægisanda i iðja- græn tún eða arðgæf beitilönd, og með þessum verkum sinum skapaði hann trú alþjóðar á möguleikum til að klæða landið nytjagróöri — grasi og öðrum beitargróðri — milli fjalls og fjöru. Páll Sveinsson var maður athafna fremur en orða. Ungur lærði hann margt af húsbónda sinum, hugsjóna- manninum Gunnlaugi Kristmunds- syni. Hann dáði Gunnlaug, trú- mennsku hans, viljaþrek og dugnað. Hann sá glöggt hviliku afreki Gunn- laugur hafði áorkað, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og litið fjármagn. Hann tók hann sér á margan hátt til fyrirmynd- ar, en tók auk þess i þjónustu sand- græðslunnar nýja tækni og nýja þekk- ingu, sem hann hafði aflað sér i banda- riskum háskólum, bæði i bóklegu og verklegu námi, og jÖK það æ siðan. Er Páll hafði lokið námi og starfaði sem aðstoðarmaður Runólfs bróður sins, var verkaskipting þeirra bræðra á þann veg, að Runólfur hafði veg og vanda af sandgræðslustjórastarfinu útávið, veitti Gunnarsholtsbúinu for- stöðu og kom fram á heimili sinu á staðnum með hinni mestu rausn og glæsibrag, en Páll notaði sérfræði- þekkingu sina i kyrrþey. Hann skipu- lagði verkefnin og gekk ótrauður á undan flokksstjórum og verkamönn- um, og lagði sjálfur hönd að hvaða verki, sem vinna þurfti, enda kunni hann hvarvetna vel til verka. Með þessu móti náði Páll vináttu og virð- ingu allra, sem með honum eða fyrir hann unnu, og kyrintist af eigin raun hæfni hvers þess manns, sem vann lengur eða skemur hjá Sandgræðsl- unni. Á þessum árum var Páll sjaldan prúðbúinn við skrifborð sitt eða á mannfundum, en oftast i verkamanna- klæðum við girðingarvinnu og ræktun- arstörf. Ýmsir undruðust þessa starfs- tilhögun i ræðu og riti. En Páll vildi láta verkin tala og honum tókst það. Samstarf þeirra bræðra, Runólfs og Páls, var með ágætum og þeim tókst að sýna grænt á gráu, að auðvelt væri að breyta eyðisöndum i tún með þvi að bera fosfatáburð og köfnunarefni á sandana og sá að auki grasfræi, þar sem gróðurlaust var með öllu, en viða leyndist nóg af innlendum gróðri i melum, sem strax kom i ljós, þegar jurtirnar fengu næringu. Er Páll tók við sandgræðslustjóra- embættinu, að Runólfi látnum, kom sér vel að hann var öllum hnútum sandgræðslunnar kunnugur. Hann hélt nú hátt merki fyrirrennara sinna og herti enn sóknina, sannfærður um möguleikana á uppgræðslu landsins, ekki aðeins vegna fræðilegra kenninga um slik efni, heldur miklu fremur vegna eigin árangurs. Fjármagnið til sandgræðslu og varnar uppblæstri var litið miðað við þarfir. En hagsýni Páls, stórhugur og óvenjuleg skipulags- og verkstjórnarhæfni jók mjög gildi þessa fjármagns. Skyldurækni hans bauð honum að gera sem mest úr litlu. Hann réði ekki i kringum sig fjölmennt fulltrúa- og skrifstofulið, heldur aðeins það fólk, sem brýn nauðsyn var að ráða til landgræðslustarfa og búverka i Gunnarsholti, og heldur lét hann vanta vinnuafl en hafa það öþarflega mikið. Starfsfólkið, sem vann fyrir landgræðsluna, var flest lausráðið, að- eins þegar þaðþurfti til starfa. Páll gekk sem fyrr á undan starfsfólki sinu og skipaði hverjum til þess verks, sem hann var hæfastur til. Sjálfur var hann frábær atorkumaður. Með þessu móti tókst Páli að verja ótrúlega miklum hluta af fjárveitingunum tril sjálfrar landgræðslunnar. Stærsta framfarasporið til aukinna átaka i landgræðslumálum var stigið, er Páll tók flugvélina i þjónustu land- græðslunnar til þess að dreifa áburði og fræi á hin örfoka lönd eða þar sem stöðva þurfti uppblástur. Dráttarvélin og áburðardreifarinn eru of smávirk tæki til þeirra verka og auk þess ekki hægt að kom þeim við nema á stöku stað. Mikilvægur þáttur i starfi land- græðslunnar hefur verið samstarf og samvinna við bændur. Páll Sveinsson var manna fúsastur til hverskonar samvinnu, sem hann taldi til ávinnings landbúnaðinum. Hann leit svo á, aö græða þyrfti upp landið til að skapa betri skilyrði til búskapar, en ekki til að láta gróðurinn falla ónotaðan til jarðarinnar aftur. Þetta viðhorf og margt fleira i fari Páls varð til þess, að bændur báru traust til hans og áttu auðvelt með samstarf við hann. Hin mikla ræktun á Skógasandi, Sólheima- sandi og á söndunum i Austur-Skafta- fellssýslu og viðar, sem gerbreytt hef- ur búskaparskilyrðum i viðkomandi sveitum, er árangur farsæls samstarfs landgræðslunnar og bænda. Einnig áburðardreifing allviða á beitilönd. islendingaþættir 12

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.