Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 21
Sigurborg Guðlaug Þorgilsdóttir frá Kleifárvöllum Kveðja frá æskuvinkonu Við áttum margar unaðsstundir saman, og aldrei gleymast fögur bernskuár. Þá var lifið leikur mest og gaman, við litið þekktum sorg og beiskjutár. Svo breyttist margt er árin færðust yfir og ótal skuggum brá á okkar leið, en eitt er þó, sem ævinlega lifir, það er hin forna minning björt og heið. Ég kveð þig, Borga, bezta vinan góða nú brosir við þér framtiðin á ný Mig setti snöggvast hugdapra og hljóða, en harmur fyrnist, liður burt sem ský. Við hittumst aftur áður langt um liður og lausnarinn á ströndinni hann biður. Maria Óladóttir, frá Ingjaldshóli. Sigurborg Óskarsdóttir fædd l(>/2. lílfli dáin 2:i/5, 1072. Þessi fáu orð verða ekki nein æviminning. aðeins kveðja og þakkir til þin elsku frænka. Við eigum svo margs að minnast frá þessum þó stutta samveru-tima. sem ekki varð nema 26 ár. Það er erfitt að sætta sig við. að þú sért okkur horfin og við sjá- um þig ekki framar koma á móti okkur með brosið þitt bliða. sem alltaf var til staðar. og alltaf vorum við boðin jafn innilega velkomin á þitt heimili, hvernig sem á stóð. Við vissum. að þú gekkst ekki heil til skógar s.l. 3 ár og varst oft sárþjáð. þó aldrei væri kvartað. þvi þin stilling og þitt sálarþrek var með eindæmum. En nú er þrautin unnin. og þú sofn- aðir svefninum langa með bros á vör- um. þrátt fyrir miklar þjáningar. og er islendingaþættir það táknrænt fyrir þitt lif. Krakkarnir okkar biðja fyrir þakkir til þin fyrir ógleymanlegar ánægjustundir frá æskuárunum, er þið áttuð oft saman i Ási hjá afa og ömmu. Þá var æskan undur björt og allir skuggar fjarri. Við biðjum svo manni þinum og son- um. foreldrum, systur og öllum, sem þér vorur kærir, blessunar guðs. Við vitum.að þau eiga svo bjartar minn- ingar um þig, sem bera smyrsl á sárin þó sætið þitt sé autt. Fagur er faðmur foldar, sem fagnar þérhöndum tveim, og klukkur himnanna kalla, komdu velkomin heim í Guðs friði elsku Bogga min. Anna og Friðrik. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.