Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 4
annara að komizt yrði að kjarna máls- ins á sem skemmstum tima i sem fæstum orðum. Og þegar einu verkefni var lokið, tók annað við. Þannig var allt hans lif. Þó aðilifsstarfi sinu ynni hann að málefnum hinna mörgu, var hann ekki allra. Þeir, sem nutu vináttu hans og samferðar. þakka hana að leiðarlok- um. Fyrir marga var hún mikil gæfa. Heimir Hannesson. t Með Viihjáimi Þór er horfinn af sjónarsviöi þessa heims einhver stór- brotnasti athafnamaöur Islendinga það sem af er þessari öld, og þar með frá upphafi islandsbyggðar. Aldrei hefir nokkur kynslóð upplifað svo stór- stigar. örar og áhrifarikar breytingar sem sú. er óx úr grasi um siðustu alda- mót, og þar stóð Vilhjálmur i fylkingar brjósti. Það væri nánast aö bera i bakka- fullan lækinn að fara að tina upp i ein- stökum atriðum forystuhlutverk Vilhjálms Þórs. Hann var búinn að vera þjóðkunnur maður mestan hluta ævi sinnar, að hann væri maður ekki einhamur. Hinir eldri Eyfirðingar kunna af honum frægöarsögur sem ungum manni i fararbroddi fyrir áhrifamestu félagsmálahreyfingu þeirra, og þar sýna verkin ennþá merkin. Fljotlega varsvo Vilhjálmur kallað- ur að heiman til vfðtækari starfa fyrir þjóðina alla á erlendum vettvangi, þar sem mikið lá við. að vel tækist tii. Þar brást hann ekki heldur frekar en annars staðar, en gat sér hiö mesta frægðarorð. Heim kominn gerðist hann þjóðbankastjóri i nokkur ár. unz hann varð ráðherra i utanþingsstjórn á sögulegum og víðsjárverðum tima. Féll það þá i hans hlut m.a. að leiða hið unga lýðveldi fyrstu sporin út i heim- inn. ef svo mætti að orði komast. Að loknum ráðherradómi hverfur Vilhjálmur svo til sama lands, á þann hátt, að hann tekur þá við forstjórn sambands þeirrar félagsmála- hreyfingar. er hann ungur hafði gengið á hönd og lengst af helgað dýrmæta krafta sina. Hefst þá gullöld sam- vinnusamtakanna bæði á einn og annan veg, með stærri framfara- skrefum að flestu leyti en áður þekkt- ust. Mun sjaldan eða aldrei hafa gætt hér á landi svo mikils og margþætts viðsýnis og framsýnis samfara eldleg- um áhuga og framfaraþrótti sem Vilhjálmur sýndi þann nálega áratug. er hann var forstjóri SIS með óvið- jafnanlegum glæsibrag. Munu sam- 4 vinnusamtökin búa að umsvifum þessa timabils á fjölmörgum sviðum um langan aldur. Þá voru stigin mörg spor, sem seint mun fenna i. Þá voru og talin ..kynslóðaskipti” innan for- ystusveitar samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Á ný tekur svo Vilhjálmur við bankastjórn — fannst m.a. sjálfum þá orðin meiri þörf fyrir starfskrafta sina þar með tilliti til þjóðarþarfa — og verður svo fyrsti aðalbankastjóri Seðlabankans, unz hann hættir fyrir aldurs sakir, en tekur eftir það setu i bankastjórn Alþjóðabankans um tveggja ára skeið sem fulltrúi rikis- stjórna allra Norðurlandanna. Sam- timis aðalstörfum sinum gegnir Vilhjálmur Þór þess utan fjölmörgum mikilvægum og vandasömum trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð innan lands og utan, sem of langt yrði upp aö telja. Að loknu þessu frjóa og rismikla at- hafnatimabili i ævi Vilhjálms Þórs sjást mun merki um langan aldur. settist hann siður en svo i helgan stein. Slikt lifsviðhorf var ekki likt skaplyndi hans og athafnaþrá. Á þeim stutta tima. sem hann átti eftir hér heima — við þó lamaða heilsu — auðnaðist hon- um á efri árum að bæta a.m.k. einu stórvirki enn á langa afreka skrá sina: djarfmannlegri forystu um byggingu hins mikla samkomuhúss Frimúrara hér i Reykjavik. E.t.v. leggur almenn- ingur ekki mikið upp úr þessu afreki, en það er þeim mun betur metið og munað af þeim fámenna hópi manna. sem á þessum litt kunna vettvangi átti Yilhjálm Þór að hugumstórum bróður og vini — minnisstæðan þaðan frá ógleymanlegum stundum. ekki sizt á s.l. vetri. Þessi einstæði og stórbrotni lifsferill að mestu sjálfmenntaðs manns, er orðið hafði að læra lexiu sina i ströng- um skóla sjálfs lifsins samtimis þvi að vinna afrek jöfnum höndum — endur- speglar áhrifamikla sögu. sem æsku- mönnum væri hollt að læra og muna. engu siður en frásagnir uni fyrri af- reksmenn. sem gnæft hafa hæst. Sú lærdómsrika saga segir þó ekki allt um Vilhjálm Þór. Eitt er það. sem blasir við hið ytra. Annað maðurinn sjálfur i sinni innri gerö og viðhorfum. Ég minnist þess. aö einhverju sinni á hátiðlegri stund vitnaöi Jón i Yztafelli i þessi visuorö i snjallri ræðu fyrir minni Vilhjálms Þórs: ..Stendur um stóra menn stormur i hverri átt.” Vil- hjálmur fór sem kunnugt er. ekki var- hluta af þeim gusti. sem vissulega varð nokkuð ..kaldur á köflum”. Hæst að honum gólu þó þeir að jafnaði. sem minnst þekktu hann. Vilhjálmur var af ýmsum talinn fráhrindandi og óaðgengilegur maður og sérstaklega ..popular” gat hann vist aldrei talizt, og gerði sér ekki heldur far um að vera það. Galt hann þess á ýmsan veg, þvi margir, sem sáu og fundu, hversu stórbrotinn persónu- leiki hann var i verkum sinum, óskuðu þess.aö hann væri dagsdaglega að sama skapi ljúfur og„alþýðlegur”. En slik alhliða yfirburðamennska er fá- um. ef nokkrum gefin. Framkvæmda- önn daganna var svo ströng hjá Vilhjálmi Þór. að hún gaf honum ekki tima til að rækja neitt gælusamhand viö einstaklinginn og gera hosur sinar grænar fyrir honum. Hann lagði áherzlu á hið félagslega forystuhlut- verk i þágu heildarinnar. Það var hans opinbera aðferö og framlag til þess að skapa betri heim. Ég held hann hafi snemma á ævinni taliðsig þurfaaðtaka þá stefnu manna að hafa aðeins tvennt að leiðarljósi i lifi og starfi, og hirða litt um annað: Guðog samvizkuna. Hitt er svo annað mál. að svo var um Vilhjálm Þór sem fleiri afreksmenn. að undir hinu stundum nokkuð hrjúfa og hryssingslega yfirborði, leyndist hlýr. litillátur og elskulegur persónu- leiki; auðmjúkur frammi fyrir stærstu undrum lifsins og lögmálum þeirra. Þetta vissu þeir áreiðanlega vel. sem þekktu Vilhjálm bezt. og sjálfur taldi ég mig oftsinnis reyna það. Jafnvel þeir. sem aöeins einu sinni hlustuðu á eða lásu athvglisvert útvarpserindi hans i flokknum .. Lifsviöhorf mitt.” máttu vel evgja þessa hlið innri manns X'ilhjálms Þórs. Þessum mikilláta. að sumra dómi. og stórbrotna athafna - manni fannst þaö m.a. ekkert fyrir neöan virðingu sina að hylla á hugnæman hátt litinn hlut eins og ..glansmynd”, sem svo margir ..menningarvitar” nútimans hafa lagt metnað sinn i að hella sér yfir sem ómerkilegheit. En þetta gerði Vilhjálmur Þór svo afdráttarlaust og eftirminnilega — og mér iiggur við að segja: i svo stórmannlegri einlægni. að hrifningu vakti — af þvi að heilagt tákn jafnvel slikrar myndar hafði orðið honum sem barni áhrifarikur og mótandi lærdómur fyrir lifið allt:.út streymi frá henni var ljós. friður og blessun. Enn i dag lýsir litla glans- myndin með englinum og barninu bjart i hugskoti minu. og áhrif hennar gleymast mér aldrei.” Fleiri eftirminnileg orð lét Vilhjálm- ur þarna falla. sem e.t.v. betur lýsa manninum sjálfum en jafnvel þau mörgu stórvirki sem hann vann um dagana. og svo margir njóta góðs af. En um leið og þjóðin ma minnast einstæðs æviferils Vilhjálms Þórs. og islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.