Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 10
Nú sem börnin eru komin þarna i nánd við mig, sat hann þar á stórri þúfu og ég var að smátala við hann á okkar visu, en er börnin sáu, að honum var borgið þá brugðu þau á leik i nánd, eftir geðþótta. Talið féll svo niður um stund, unz ég stanza hjá honum litast um i vorbliðunni og til að koma honum til að segja eitthvað segi ég formála- laust. ,,Hvað er sólin?, Bjössi minn”. ,,Hún er dagurinn,” segir hann þá að bragði. ,,Nei-ei, kæri minn, „segi ég og hlæ við ,,hún er ekki dagurinn,” og horfi striðnislega á hann. Þá hugsar hann sig um litla stund og segir svo alvarlega: „Nei. hún er ekki dagurinn, en hún er ljósið, sem gerir daginn”. — Afstaðan breyttist skyndilega. Ég varð litla vanþroska barnið, en hann, veikburða drengurinn, kennari minn. Hve oft og mörgum sinnum hafa þessi orð hljómað i huga mér, og með þau i hjarta leið hann burt nokkru siðar til ljóssins i daginn mikla. — Börnin komu skömmu siðar til okk- ar, og voru þá orðin að frisandi stóði og stærstur var drengur, sem virtist slægur hestur, en brölti þó niður i laut- ina á hentugum stað fyrir litla riddar- ann að koma sér á bak, og þrátt fyrir allt fjör og ótemjuhátt hvarf hann sigurglaður. veifandi sinu keyri og broshýr til sinna stöðva, — og dagur rann og skuggarnir teygðust frá tind um, eins og segir i þjóðvisunni. — Þetta minnti mig á Þorkel Mána, sonarson Ingólfs Arnarsonar, sem var svo mikill sóldýrkandi að hann lét bera sig á dauðastundinni út i sólskinið Ijósið og daginn, eins og barnið orðaði svo fagurlega, — ljósið, sem gerir dag- inn. Nú langar mig aðeins að bregða mér aftur að bænum, em fyrr var frá horfið Syðstu-Fossum og gera nán- ari grein þar á, hvi hann heitir svo, en hinn bærinn, sem samtimis var i ábúð og Guðfinna var húsmóöir, heitir Mið- Fossar og hennar eiginmaður hét Pét- ur Þorsteinsson, en þriðji bærinn hafði einnig verið þar i túni, en var nú rúst ein, er ég kom á bæinn, sem fyrr getur, en þó var ekki lengra siðan en svo, að um þá rúst mátti hafa visu Ólinu Jóns- dóttir: Rústin geymir gömul spor gengnar heima slóðir, áhrif geymast enn til vor, andar á sveimi hljóðir. Jón skáld Magnússon fæddist þar og ólst upp (f. 17.8. 1896), svo litil spor hans lágu þar við grassins rót og um „land mins föður” til Bláskóga, og vel væri nú, ef hans nyti við eins og næst siðast er stokkað var uppi sálmabókinni og hann einn óvigðra manna, sat þar með að störfum og, að ég hygg, ekki sá lak- asti, svo ekki sé meira sagt. Hinum megin árinnar teigir Skorradalurinn sig niður brekkuna og standa þar tveir samnefndir bæir, sem honum tilheyra Efri- og Neðri-Hreppur( og undir brekkunni hefur ungmennafél. sveitarinnar um langa hrið haft til afnota sundlaug, sem það byggði þar ásamt búningsklefum og nú er þar lika samkomúhús, hef ég heyrt. Einnig er snotur trjálundur i brekkunni, sem kvenfélag Andakilshrepps og næstu bæir komu i rækt fyrir mörgum árum, og er til prýði og sóma þeim er að þvi stóðu og annast vel um. Margir sögu- frægir staðir eru i Borgarfirði, eins og Já, farsæl var sú sveit, er margan æskuhuga ól, sem ei á sálu kól. en dáðrakkur með þrautseigju. þorði að trúa á sól og þar með kaus sins tækifæris biða. alkunna er, bæði frá landnámstið og gegnum ár og aldir, og óska ég að end- ingu, af alhug að „Landslag” sem Gr. Thomsen kvað um og við öll kunnum og syngjum, megi móta á ókomnum árum þá trú og staðfestu ættstofnsins, að vér megum sem lengst og viðast bera með sóma það tignar heiti að vera sannir tslendingar bæði karlar og konur. — „Innst i þinum eigin barmi, eins i gleði eins i harmi ymji Islandslag”. Ilalldóra Hjartardóttir frá Árdal. Margir eru kallaðir, menn og fljóð- Málmur er sleginn. i söngnum mýkra. Fossbúinn syngur sinn ástaróð, ortan til staða sagnarikra og mannsins, sem krafði um kjörin góð, en kröfurnar gerði til sjálfs sins lika. 1. 5. 1972. islendinga þættir Fossinn horfni í Andakilsá í Borgarfirði Eg sá hann bæði og heyrði og fann hans fyrirheit, i friðri, góðri sveit, og ástum hans, ég náði, áður skónum sleit — En augum minum hvarf hann i máttarins iðu. Við hans mikla unaðsyl allra hjörtu slá, sem eiga von og þrá. Sem stjörnur skinu augu hans, er dagsins birtu brá, meðan bros og tár um ævi, mina vættu hvarma. Hér við bergið fossbúinn hörpu forðum sló hugur viða fló. Geislaþræðir. glitófu, grund og döggvan mó, svo glatt varð hverju moldarbarni i hjarta. Þið þekkið eins og ég þessa grænu værðarvoð, hið varma sólarroð, sem dregur inn i drauminn, svodýrðleg heillaboð og drengjum frjálsum tækifæri býður. 10

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.