Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 9
börnum sinum, hjón.sem fluttu strax þangað og nutu góða af handaverkum fyrirrennara sins og var það vel, þvi heilsuleysi bagaði mjög þessa að öðru leyti dugmiklu og ágætu fjölskyldu, sem enn er þar i framhaldi á staðnum og vonandi um langa framtið og far- sæla, bæöi fyrir sig og sveit sina. Halldór hafði farið til náms að Hvanneyri, er hugur hans stefndi að búskap. Um þær mundir var einnig svonefndur M jólkurskóli starfræktur á Hvitárvöllum, þvi að þá voru rjómabú til vinnslu smjörs, osta og skyrs úr ný- mjólk á nokkrum stöðum og ungum stúlkum kennd þau fræöi á slikum skólum. Þá kynntist hann ungri stúlku úr Skagafirði systur hins kunna söng- vara Sig. Skagfields og bundust þau tryggðaböndum, giftu sig og höfðu bú skap þar i sveit. En hugur hans stóð til Borgarfjarðar og æskustöðvanna, og hin unga kona hans fylgdi honum fús- lega þangað var mér sagt, og settist þá að á Fossum ásamt honum. En skyndilega dró fyrir sólu. Sorgin gekk i bæ þeirra og konan unga hvarf á braut, en eftir stóð hinn fastlyndi hug- prúði maöur með tvo unga syni þeirra sér við hlið. — Þá var það, að Ástriður Gisladóttir hafði stigið sin rólegu ihug- andi heilla og gæfuspor inn i bæinn hans og tekið i sinar góður hendur og traustu herðar húsmóðurstörf og skyldur, með slikum sóma sem fram- ast mátti vera, og eru þau mér eitt feg- ursta vitni um órofa tryggð og fagra sambúð og samstillingu i störfum og lifsskoðunum, og yfirlætisleysi bæði i háttum og tali, enda vinsæl af fólki, sem kynntist þeim, bæði i sambýli og umhverfi sinu. Þessir tveir synir Hall- dórs, sem heita Sigurður og Lárus, uxu upp og þroskuðust á þessu góða heimili við störf og aðbúð þess, en er fjölskyld- an flutti til Reykjavikur voru þeir orðnir fulltiða, og eru langan tima búnir að vera búsettir hér, farsælir heimilisfeður i öruggri atvinnu og vin- sælir og velmetnir. Virðast þeir bera glögg einkenni uppruna sins og heim- ilishátta. Lárus hefur, siðan hann kvæntist hinni ágætu konu sinni Ingi- björgu, búið að Garðastræti 19. Bæði af þeirra hálfu og Sigurðar. var frábær lega vel fylgzt með þvi, ef eitthvað var hægt að gera til gagns eða gleði, með- an heilsa þeirra var það góð, að þau kusu að búa á sinu rúmgóða og hent- uga heimili. Þvi jafnvel eftir að Ast- riður. þegar hún var um áttrætt, var búin að Iiða stórfelld og þjáningarfull veikindi. bæði heima og á hæli og stór- um tapa sjón, var Halldór ern, léttur á fæti og umhyggjurikur og jafnvigur á innanhúsverk, svo sem matreiðslu o.fl., svo þau voru enn um sinn útaf fyrir sig, unz hann fékk slag, sem rændi hann þreki sinu, svo hann aðeins kom stund og stund fram i stofu studd- ur af henni, sem áskildi sér þann rétt einan. að mega vera honum allt er hún megnaði til hinsta andartaks, sem var ekki löngu siðar, eða um jólin 1969. Þá var Halidór 91 árs gamall. — En tengdadóttirin færði sig strax, er hann veiktist og hjálpar þurfti með, i þeirra ibúð til að matreiða þar og annast allt., með hinni mestu prýði, gestrisni og glöðum hug. Ég var stödd á sjúkrahúsi er andlát og útför Astriðar heitinnar fór fram hér i borg i marzmánuði s.l. en er ég kom heim skömmu siðar, lét ég ekki dragast að tala við þau hjónin Lárus og konu hans, sem var heima við, en hann i vinnu sinni. Hún sagði mér að enn væri hér i bænum stödd fyrrverandi mótbýliskona þeirra frá Fossum, háöldruð og heilsubiluð, sú eina persóna, sem eftir er af eldri kyn- slóðinni er þarna var, er mig bar þar forðum að garði, og hún lét ekki undir höfuð leggjast að koma til hinztu kveðju hérna megin landamæranna. Það voru ekki langar ráðagerðir i smiðum. en skjótar framkvæmdir. Ég gekk i góðu veðri skamman spöl að Garðarstr. 19, en Guðfinna, en svo heitir konan, var sótt til systur sinnar og við sátum hlið við hlið á útsaumuð- um stofustólum þeirra hjóna með einnig stórar saumaðar myndir og tjöld á veggjum o.fl. fallegt fyrir aug'- um, en brátt niðursokknar i samræður bundnar sömu minningum og kær- leika, tvær gamlar konur, sem hlust- uðu á nið áranna. Já,sæl er sú kona sitt er á, ilmblóm ástar i annarra hjört um. — Aldrei hefur mér fundizt marz svo hlýr og sólheiður, sem þetta vor; er blóm ruku uppi görðum, og fiflar sprungu út i skjóli, löngu fyrr en venjulegt er-, og ég hugsaði með mér, hve fagurt væri að deyja svona inn i vorið, og brátt legði móðir jörð iðgrænt iifandi flosteppi yfir hana Ástriði okk- ar, hana sem svo sannarlega elskaði blóm og börn. Og fögur ilmandi blóm spruttu fram úr hverri minningu sem ég átti um hana og hennar umhverfi. Ástriður var dul að eðlisfari og fámál um lif sitt og hagi, en mér þótti mjög gaman að sitja hjá henni og tala við hana, þvi að þrátt fyrir þungan sjúk- dóm og slæma sjón á siðari árum, var heyrnin góð og minni og eftirtekt svo ótrúlega glögg og skýr, að mig stór- furðaði á þvi, svo háum aldri sem hún náði þannig, og stilling og þolgæði eftir þvi. Hún kvartaði aldrei, þrátt fyrir þjakandi sjúkdóm og sáralitla sjón mörg undanfarin ár. Ég held að henni hefðu verið að skapi erindi Sr. Sveins Vikings, sem ég sá að honum látnum og mér finnst aö komi heim við þá skoöun, er felst i þessum ljóðlinum úr vorsálmi Sr. M.J. t hverju foldarfræi byggir andi, sem fæddur var á ódauð- leikans landi. Hér er svo erindi Sr. S.V. óttast ei, sú hönd er mild og hlý, sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn. Þá nóttin dvinar dagur ris við ský og dauðinn. iifsins þjónn, er vinur þinn. Já, dauðinn hann er Drottins hinzta gjöf til dauðlegs manns, er ferðast hér á jörð Og fegra lif þin biður bak við gröf, þvi ber að kveöja hér meö þakkargjörð. Nú bið ég ykkur, sem hafið haft þol- gæöi til að lita yfir þessar linur minar, sem ég kalla minningarorð, og eru það i sannleika sagt, en ekki neitt heildar- yfirlit eftir látna vini, um lif og starf þeirra. Til þess skortir mig þekkingu og hæfni, en mig langaði einungis að hripa niður nokkrar minningar, er að mér sóttu við fráfall Ástriðar og til- einka henni á þessum afmælisdegi hennar, sem er 30. mai, en þá hefði hún orðjð 92ja ára, ef hún hefði beðið hans. Guð blessi henni daginn og ástvinum hennar. Ég ætlaði frá upphafi að tileinka henni þessar linur og láta þær koma út á þessum afmælisdegi hennar, á svip- aðan hátt eins og þegar bók er tileink- uð vini, bók, sem ekki þarf beint að snerta hann persónulega. Og nú tekur hugurinn langan sprett til baka, að minningu, þar sem ég, 25 ára að aldri, stend á sólbjörtum vordegi með hrifu i höndum og er að raka, ekki grasi samt, heldur það, sem við þar nyrðra köllum, að hreinsa tún. Bæir standa tveir hér i sama túni og stutt á milli, svo börnin frá þeim báðum eru að leika sér saman i nánd við mig, glöð og ánægð. Allstór á rennur örskammt frá og bæir til beggja handa og stundum er þar gott skautasvell á vetrum, sem léttir samgöngur, en einnig er allstór brú skammt frá. Einn er þó hængur hér á gæðum lif- sins, en hann er sá, að eitt barnanna hafði fengið lömunarveiki, sem stakk sér niður hér um slóðir og skildi stund- um eftir tilfinnanleg spor, og svo var hér. Þessi litli drengur fékk svo mik- inn hnekk likamlega, að vöxtur hans staðnaði mjög, og átti hann óhægt með að fylgja börnum i leik, eða ganga nokkuð að ráði. Aftur á móti hafði hann heilbrigt höfuð, breiðan fallegan hnakka, stórt enni og eðlilegan svip og hörundslit, hugsaði skýrt og þótti vænt um, ef talað var eðlilega við hann og var hýr og glaður ef spaugað var. islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.