Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 16
SNÆBJÖRN JÓNSSON F. l(i. sept. 1902. I). 13. maí 1972. I)æm svo mildan dauða Drottimi |)fnu barni einsog léttu laufi lyfti blær frá hjarni einsog lílill lækur Ijúki sinu bjali þar sem lygn i leyni liggur inarinn svali. M.J. Þannig bað þjóðskáldið fyrir andláti sinu, og þér elsku bróðir var leyft að deyja á þennan hljóðláta hátt eins og þú hafðir óskað. Megum við þvi, sem eftir lifum, vel við una, og lofa guð fyrir, að þér var hlift við löngu dauðastriði. Þú gekkst þess ekki dulinn að stundin nálgaðist, enda lengi búinn að kenna banameins- ins. Þó að likamlegt þrek færi þverr- andi, entist þér'andlegt fjör til hinztu stundar. Það er bjart yfir æskuminningunum, er ég minnist elskulegra foreldra og systkina, sem öll vorum mjög samrýmd. I leik og starfi hafðir þú oftast for- ystuna og framkvæmdir þá ýmislegt, sem við hin höfðum ekki hugrekki til og tókst með karlmennsku afleiðing- unum, sem ekki þóttu alltaf heppileg- ar. Haustið 1921 ætluðum við bæði i Eiðaskóla, en á miðju sumri veiktist ég og var rúmföst um nær átta mánaða skeið. Þetta urðu okkur mikil vonbrigði, og vildir þú helzt hætta einnig við skólavist. Ég man gleði mina er þú, komst heim i jólafriinu, og færðir mér kvæðabækur góðskáld- anna, Jónasar Hallgrimssonar og Kristjáns Fjallaskálds. Að mér varð þessi reynsla,betri undirbúningur und- ir lifið en skólaganga, er önnur saga. Það er margs að minnast og margt að þakka, þegar kveðja skal góðan bróður. Engan mann hefi ég vitað eins óeigingjarnan, eins ólatan, eins hjálp- fúsan og gjafmildan við þá, sem hall- oka fóru i lifinu. Ég minnist lika samveru og sambúðar okkar i Valla- nesi, er þú studdir mitt heimili með ráðum og dáð, og mikilli fórnfýsi um mörg erfið ár, þakka einnig elskusemi þina við ungar dætur minar. Aldrei varstu svo þreyttur eða timabundinn bóndi, Geitdal að þú gætir ekki sinnt kvabbi þeirra og verið þeirra hjálparhella, ef með þurfti, til siðasta dags. Þær þakka þér af öllu hjarta munu ávallt minnast þin, er þær heyra góðs manns getið. Eftir að þú fluttir i Geitdal, voru það okkar sólskinsstundir er þú komst i heimsókn, jafnvel þó að sól væri af lofti. Þér fylgdi jafnan hressandi blær athafna, góðlyndis og glaðværðar. Þetta þökkum við allt og einnig fjöl- margar yndisstundir á heimili ykkar hjónanna, þar sem gestrisnin sat i öndvegi. Svo lofum við Drottin sem lausnina gaf fyrir dáðrikt lif. Krjúptu að fótum friðarboðans fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. B.J. t Upp af einum fegursta stórdal þessa lands, Fljótsdalshéraði, skerst dalur einn, sem nefnist Skriðdalur, en hann deilist aftur ofar i tvo smádali, Suður- dal og Norðurdal. Enda þótt siðar- nefndi dalurinn sé nefndur Norður- dalur i daglegu tali þar eystra þá heitir hann þó i raun réttri Geitdalur, en þá' nafngift má annars rekja allt aftur til Landnámu. Skiptingin milli þessára tveggja dala orsakast af hálendisrana er gengur hérumbil i rétt norður út frá hásléttunni milli Héraðsins og hinna syðri Austfjarða. Rani þessi endar i hamrahnjúk miklum,sem heitir Múla- kollur og bera Múlasýslurnar nafn af honum. Ekki er sérlega viðsýnt úr Norðurdal innanverðum af láglendi þar eð slakkar Hallormsstaðarhálss loka honum að vissu leyti til norðurs. Heldur er ekki hægt að segja, að Norðurdalur liggi, eða hafi legið, i þjóðbraut. heldur er hann þvert á móti einn af afskekktari dölum landsins. Engu að siður er hann fagur og friðsæll með silfurtærum fjallalækjum, grænum hliðum milli lagskiptra hamrabelta, grösugum grundum og mýraflákum að ógÍeymdrF Norður: dalsánni. sem getur verið allt frá meinlausum læk að kolmórauðu foraði, allt eftir þvi i hvaða skapi veðurvættirnir eru. Skriödalurinn er harðbýl sveit og þessi staðreynd hefur vafalaust sett merki sin á ibúa hans, sem einkum hefur birzt i fádæma dugnaði og þó kannske einkum seiglu þeirra. Má nefna það til marks, að Skriðdalurinn er tvimælalaust bezt hýstur allra byggöarlaga á Fljótsdalshéraði og að Skriödalsbændur hafa haft afkomu, sem þeir þurfa svo sannarlega ekki að skammast sin fyrir samanborið við aðra. sem búa i öðrum og mildari sveitum. Innst i Norðurdal stendur stórbýlið Geitdalur. vestan Norðurdalsárinnar, en beint andspænis bærinn Hátún, þar sem sá sem linur þessar ritar lifði sin unglingsár á timabilinu 1947 til um það bil 1957. Eins og nærri má geta var mikill samgangur milla bæjanna og það kom okkur Hátúnsstrákunum mjög til góða að eiga Geitdals- strákana. syni Snæbjörns, sem leik- íslendingaþættir 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.