Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 20
Þorsteinn Olafur Þorsteinsson Hlaðhanu*i K. IS!)1 I). 7.:t 1!)72. Þegar ég var aö vaxa úr grasi fyrir 6 áratugum norður i Bæjarhreppi, var þar margt góðra drengja og kvenna. Sá hópur er nú mjög tekinn að gisna, sem að likum Itur. Einn af þeim mönnum, sem mér er minnisstæður úr þeim hópi, er Ölafur Þorsteinsson bóndi að Hlaðhamri, sem nú er nýdá- inn. Ber margt til. Atorkan var frá bær, þrekið mikið, óserhlifni og greiðasemi einstök, ásamt hressilegri framkomu, sem orkaði vel á þá, sem með honum voru. t hugann koma margar minningar um ólaf sáluga. Þær liða fram, ekki allar jafn skýrar að visu, en þó nærri lagi ætla ég. Ég hefi verið 10—11 ára, við nám hjá Bjarna Þorsteinssyni, minum góða gamia kennara. Kennt var á Kjörseyri. Ég kom inn i stofu, þar sat hreppsnefndin á fundi og var að jafna niður útsvörum. Svo hittist á, er ég kom inn i stofuna, að hrepps- nefndin virtist vera að taka ákvörðun um útsvar Ölafs. Taldi hreppsnefndin útsvar Ólafs of hátt. saman borið við útsvar nágranna hans. Ólafur hélt nú ekki. Ef útsvar grannans væri sann- gjarnt, mætti sitt ekki vera lægra. Oddviti sagði, að Ólafur myndi'knnn- ugur kjörum beggja, en gat þess að sér þætti Ólafs útsvar allhátt. En Ólafur kvaðst vel þekkja hér til og hefur ef- laust ráðið úrslitum málsins. Þetta atvik varð mér minnissamt, ogfinnst mér það lýsa manninum vel. Sú varð min reynsla, við nánari kynni. Ég hefi liklega veriö um það bil 11 ára, er ég tók barnapróf að Kjörseyri hjá Bjarna kennara (bróður Ólafs), ásamt fleiri börnum á liku reki. Dag- inn eftir hélt ég sem leið littur út Hrútafjörð. Norðangarður var, og miöaöi mér vist heldur hægt á móti storminum. Milli Hlaðhamars og Bæjar mætti ég Bjarna kennara. Heilsuðumst við og þótti Bjarna miö- ur, að ég væri gangandi, en slikt var ekki óalgengt. Við kvöddumst og ég gekk á leið heim, en Bjarni hélt ferð sinni inn á bæi. En þegar ég kem út undir Ljótunnarstaði, þeysir Ólafur á Hlaðhamri fram á mig riðandi á Flugu, það var brún hryssa, er hann átti, bráð viljug og frá á fæti. Hann snaraðist af baki og bað mig setjast á bak. Flugu mætti sleppa og skila hnakkinum, er ferð félli. Mér varð orðavant. sennilega hefi ég stunið upp einhverju þakklæti. Sveitungar minir voru greiðviknir. þegar ég var að alast upp. en þó hygg ég. aðsvona hlutir hafi verið sjaídgæfir, ef ekki einsdæmi. Það, að bóndi hlvpi frá vinnu sinni. þvi að ekki s.at Ólafur bóndi iðjulaus á rúmi sinu, vorlangan daginn, og færi að elta strákpjakk tvær bæjarleiöir. til þess að lána honum uppáhalds reið- hross sitt, um 10 km. leið. En þetta gerði Ólafur, og ég hefi ekki gleymt þvi enn. Auðvitað hefur Bjarni vakið máls á þessu við bróður sinn. En við- brögöin hafa verið skjót. svo sem við mátti búast. Þegar heim kom að Litlu- Hvalsá, sagði ég mömmu og pabba frá þessu. Mamma blessaði þá bræður, en pabbi brosti. A árunum 1930—1943 átti ég heima á Borðeyri. Þar unnum við Ólafur tölu- vert saman. t.d. við afgreiðslu skipa. Haust eitt i sláturstið veiktist kona skyndilega. Simað var til læknis, sem þá var á Hvammstanga, kom han i bil að Gilsstöðum, sem er bær beint á móti Borðeyri. Sunnan stormur var, en þó vel sjófært. Við Ólafur og sonur hans, Sigurjón, fórum yfir fjörðinn og sóttum Iækninn. Skoðaði hann sjúkl- inginn og var næstum komið myrkur, er hann var tilbúinn að halda heim. Veður fór versnandi og töldu sumir ófært. Ekki taldi Ólafur það, væri vel slarkandi, enda lá lækninum á, svo sem oft vill vera. Ég er fús til farar innar, en mæltist til þess.að þriðji maður væri fenginn i stað Sigurjóns. Kom mér i hug,að ærinn skaði yrði, ef illa tækist til, þó að ekki færu þeir feðgar báðir i einu. Ekki þýddi mér að malda i móinn og hlaut ólafur að ráða. Ferðin gekk slysalaust, þrátt fyrir rok og myrkur. Réri Ólafur á tvær árar, en við Sigurjón á sina árina hvor. Á Ólaf hlóðust ungan trúnaðarstörf. Hann sat i hreppsnefndog lengi i stjórn Kaupf. Hrútfirðinga og um skeið for maður hennar. Hann hlaut litla eða enga skólamenntun, en hann var greindur og harðduglegur. Fátækur var hann, en bar fátæktina með reisn og lét ekki baslið smækka sig. Gott var að koma að Hlaðhamri. Konan, Jóna Jónsdóttir, var glaðleg og gestrisin, börnin kurteis og alúðleg. Þau eru nú öll orðin fullorðin, en Jóna lifir mann sinn öldruð i skjóli barna sinna. Börn þeirra eru 7, myndar- og dugn- aðarfólk. Þau eru: Sigurjón bóndi, Hlaðhamri. ókvæntur, Ingibjörg hús- frú, Rvik, maki Guðmundur Jónsson, Þorsteinn kennari, Rvik, kona Ólöf Pétursdóttir. Vilhjálmur bóndi. Kolls- á, kona Ólöf Björnsdóttir, Kjartan bóndi, Hlaðhamri, kona Ingibjörg Jó- hannesdóttir, Kristin húsfrú, Más- keldu, maki Óskar Guðbjörnsson, Jón vélamaður. Borgarnesi, kona Sólveig Sæmundsdóttir. Nú er Ólafur horfinn. Hressilegur hlátur hans og gamanyrði óma aðeins i hugum þeirra,er þekktu hann. Það er gott að hafa kynnzt slikum manni. Kjarki hans. dugnaði og drengskap. Kvaddur var hann siðustu kveðju að Prestbakka 18. marz. Konu hans. börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ilcrinann Búason. 20 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.