Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 14
einbeittan, prúðan æskumann, sem myndi fús til dáða. Vinátta óx svo með vaxandi kynnum og þvi meira mat ég Pál,sem ég kynntist honum betur. Páll var dulur við fyrstu kynni og gat verið hrjúfur i tilsvörum ef svo bar við, en bjó yfir djúpum tilfinning- um og hlýju hjarta. Hann var stórbrot- inn i skaphöfn. 1 honum var ekkert smátt. Hann var drengur góður, hjálp- fús og óeigingjarn. Til hans var gott að leita og þeim reyndist hann bezt, sem áttu um sárt að binda. Páll Sveinsson er öllum harmdauði, er hann þekktu. Hann vann fósturjörð- inni allt. Það er skarð fyrir skildi i hópi þeirra, sem vinna að aukinni ræktun og gróðurvernd landi og þjóð til heilla. En merkið verður ekki látið falla. Bróðursonur Páls, Sveinn Runólfsson, búfræðikandidat, sem hefur verið að miklu leyti uppalinn i Gunnarsholti hjá föðurbróður sinum og verið náinn samverkamaður hans, hefur þegar verið settur landgræðslustjóri. Að lokum votta ég konu Páls, börn- um hans og öðrum ástvinum innilega samúð. Halldór Pálsson t Þvi er oft haldið fram, að umhverfið skapi fólkinu sameinkenni, að heilar þjóöir dragi dám af löndum sinum, og ibúar einstakra héraöa öðlist sérkenni, sem rekja megi til náttúrufars þeirra og ytri aðstæðna. Mörgum finnst. að Skaftfellingar hafi slik sérkenni. Þeir búa við mikla og sérstæða náttúrufegurð, en jafn- framt i meira nábýli við stórfengleg- ustu náttúruöfl landsins en ibúar ann- arra héraða. Þeir hafa kynnzt oftar og nánar hamförum eldgosa og jökul- hlaupa-----orðið að glima lengur við óbrúaöar jökulár og brimgarð á hafn- lausri strönd en aðrir landsmenn. I þeim glimum hafa þeir um aldaraðir öðlazt þau einkenni, sem menn þykjast greina hjá þeim öðrum fremur: Þeir eru þekktir fyrir áræðni, útsjónarsemi og þrautseigju, eru óvilsamir og treysta á eigin úrræði, enda margir þekktir fyrir hagleik og hugvitssemi. Ég þekki það marga Skaftfellinga, að ég trúi þessu. Páll Sveinsson, landgræðslustjóri, var Skaftfellingur að allri ætt og upp- runa og bar i mörgu glöggt svipmót sins mikilfenglega héraðs. Hljómmikil röddin og sterkt málfar hans eitt nægði til að minna á það. Ég minnist mjög glöggt fyrstu kynna minna af Páli fyrir réttum 19 árum. Hólasveinar i verknámsferð komu að Gunnarsholti vorið 1953. Runólfur 14 Sveinsson, sandgræðslustjóri, var ekki heima, en Páll, yngri bróðir hans og aðstoðarmaður, tók á móti okkur. Hann syndi okkur staðinn og lýsti þvi, hvað þeir bræður væru að gera. Hann var þá nýkominn frá námi i Ameriku, þar sem hann hafði lært þau fræði, sem að mestu gagni gátu komið við landgræðslustörf. Það leyndi sér held- ur ekki. að hann var staðráðinni að nota þá þekkingu til að koma hlutun- um i framkvæmd. Páll gekk um staðinn, röskur og djarflegur i fasi, ljós yfirlitum, og lýsti af honum eldmóðurinn, er hann skýrði frá nýjum aðferöum i baráttunni við eyðingaröflin. Hann lýsti þvi, hvernig þeir bræður væru að snúa vörn i sókn með ræktun sandanna, og þeim búskaparháttum, sem þeir tóku upp i sambandi viö hana. Stórfelld túnrækt á örfoka söndum var nýmæli, sem hreif hugi okkar. Svörtum sandinum var breytt i eggsléttan töðuvöll, sem ekki sá út yfir. Páll sjálfur hreif okkur ekki siður með glæsileik sinum og rösklegri framkomu. Sú hrifning dvinaði ekki hjá mér við nánari kynni, þvert á móti. Meö þeim óx jafnframt viröing min fyrir manninum. Ýmsum fannst lund- in hörö, allir vissu. að hraust var mundin, en þeir. sem vel þekktu hann, vissu einnig. hvað hjartað var gott, sem undir sló. Þeir bræður. Runólfur og Páll. hófu ótvirætt nýja sókn i sandgræðslu- málunum um 1950, með þvi að taka áburð og grasfræ i þjónustu upp- græðslunnar. Þetta var upphafið að þeirri stórkostlegu túnrækt á eyði- söndum. sem siöan hefur gjörbreytt búskap og öllum lifsskilyrðum i heil- um héruðum. Runólfs naut. sem kunnugt er, allt of stutt við, og störfin og ábyrgðin lentu snögglega á herðum Páls eins. En merkið var ekki látið siga. og enn var brotiö blað i sögu sandgræðslunnar með tilkomu áburöarflugvélar, árið 1958. Margir töldu hann þá tefla of djarft. eins og þeir bræður þóttu af sumum gera i upphafi. en reynslan hefur sýnt annað. Á árunum um og eftir 1960 var enn stigið nytt skref. Þá syndi Páll með áþreifanlegum og mjög athyglisverð- um hætti fram á það. að hægt var að láta fara saman græðslu örfoka lands með fræ- og áburðardreifingu úr flug- vél og sauöfjárbeit á landið. Stórbrot- inn sauðfjárbúskapur, er hann rak um árabil með góðum árangri á nýgræddu og ábornu láglendi. kenndi okkur mik- ið um möguleika lágsveita I þeim efnum. Páll var mjög snjall og hagsýnn bú- maður. Hann þurfti beinlinis að hafa búskapinn i Gunnarsholti með land- græðslustjórastörfunum, þó að mörg- um öðrum hefði verið annað starfið meira en nóg. Hann tók oft til starfa eigin hendi við bústörf og gekk þá undan sem munaði, hverju sem unnið var að. Ég hygg, að þarna hafi um hvorttveggja verið að að ræða, að hann þurfti að fá útrás fyrir fram- kvæmda og athafnaþrá sina i beinum átökum við verkefni eins og búskap, og svo hitt, að hann unni starfi sinu ekki hvað sizt vegna þess, að það var i beinni þágu islenzks landbúnaðar. Hann vildi umfram allt sýna fram á, að landgræðsla og búskapur i landinu gætu farið saman, ef rétt væri að staðið og ættu að gera það. Páll var jafnan djarfmæltur og ein- beittur, hvarsem hann fór, og hvenær sem hann kom þvi við, talaði hann máli landgræðslu og gróðurverndar. Þó að hann ætti drýgstan þátt i að taka upp nýja tækni og ryðja nýjar brautir, vitnaði hann jafnan til starfa frum- herjanna. svo sem Gunnlaugs Krist- mundssonar og Runólfs. Hann lýsti þvi oft eftirminnilega, hvað var við að berjast, þegar Gunnlaugur villtist i sandbyljum uppi á Gáranum og bráð- eyðingarhætta vofði yfir heilum byggðarlögum. Hann minnti á hvaða tækjum og framkvæmdaafli menn höfðu þá yfir að ráða. Hann minnti á það, hvernig komið var, t.d. i Gunnarsholti. þegar allt túnið lá undir sandi og heyskapurinn eitt sumarið var ekki nema i kýrmeis. eins og hann orðaöi það. Gestir. sem heimsóttu Pál og hlýddu á slika ræðu. fundu á eftir- minnilegan hátt. hvað þegar hefði áunnizt i Gunnarsholti. þar sem nú: ..Hiógu við hagar og i hundraða flokk- um skipuðu sauðir sólbjarta grund." Páll vildi með þessu minna á. hve barátta mannshandarinnar við eyðingaröflin hefði. þrátt fyrir það hve ójafn leikur hún var i fyrstu. borið góð- an árangur. og jafnframt á það, hve möguleikar okkar eru nú miklir til að ná fullum sigri i baráttunni. Nú höfum við meiri þekkingu, meiri tækni, og ættum að hafa meiri ráð á að verja verulegum fjármunum til hennar. Nú höfum við enga afsökun lengur fyrir þvi að láta landið blása frá fótum okk- ar. Páll Sveinsson var alltaf reiöubúinn til nýrra átaka. þó að mörg stórverk- efni væru i framkvæmd. var hann manna mest hvetjandi þess. að ráðizt yrði i enn meiri framkvæmdir. I vetur sem leið var verið að undirbúa að taka i notkun stóra flugvél til áburðardreif- ingar. Þeir. sem að þvi unnu með Páli. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.