Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 24
Sextugur: Steinþór Asgeirsson Fyrir skömmu komst ég að þvi fyrir hreina tilviljun að Steinþór yrði sex- tugur 19. júli. Hann fæddist þann dag árið 1912 að Hofi i Hofshreppi i Skaga- firði, og þar sem ég i um hálfs þriðja áratugs skeið hefi haft nokkur kynni af Steinþóri, lengst af óbein utan fáein siðustu árin, og þótt maðurinn for- vitnilegur og skera sig áberandi úr meðal manna, þá vildi ég nú geta hans að nokkru. Það er i sjálfu sér ekki hár aldur fyr- ir Steinþór að verða sextugur. Ég efast um, að hann i önn dagsins geri sér þess grein, hve árin liða, þvi hann er maður alhafna i orðsins fyllstu merkingu og litur ætið morgundaginn sem tækifæri til nýrra athafna. Slikir menn eldast ekki meö árunum, þeir þroskast. ForeldrarSteinþórs voru Hólmfriður Þorgilsdóttir Þórðarsonar óðalsbónda á Kambi og Ásgeir Jónsson Ásgeirs- sonar Einarssonar á Þingeyrum. Fyr- ir miður kunnuga vil ég geta þess, að Jón Ásgeirsson átti meðal annarra þrjá syni, er hann lét bera nafnið Ás- geir og mun það nokkuð óvenjulegt. Mig brestur kunnátta til að rekja ættir Steinþórs frekar, en veit þó, að i ætt hans eru margir merkir menn og kon- ur, mörg hver þjóðkunn. Kann Stein- þór sjálfur manna bezt að rekja ættir sinar og hefir þá gáfu að rækta með sér kosti feðra sinna en grafa hitt, er miður var. kalla sumir það mannrækt. Löngum hefir Steinþór fengizt við ræktun og þótt hann um árabil hafi stundað störf, sem ekki hafa beinlinis verið i sambandi við jarðrækt, hefir hugurinn ætið beint honum inn á braut ræktunar. Steinþór ólst upp á Kambi i skjóli móður sinnar til sextán ára aldurs, þar til árið 1928, að hann lagði land undir fót og fór i sild á Siglufirði til fjáröflun- ar. Þaðan lá leiðin veturinn eftir á unglingaskóla, sem þá var starfræktur á Hólum i Hjaltadal og veturna þar á eftir, 1928-30 var hann á Bændaskólan- um á Hólum. Steinþór hafði haft spurnir af hinum merka iþróttamanni og kennara, Sig- urði Greipssyni i Haukadal og réð Steinþór sig til hans i kaupavinnu al- þingishátiðarsumarið 1930 með skóla- vist i huga á komandi vetri og telur hann sig hafa haft ávinning i rikum mæli fyrr og siðar, að hafa notið upp- eldis og fræðslu Sigurðar. \ Löngum er það, að tilviljun ræður lifsbraut manna, en bæði var það, að heimskreppunnar tók að gæta og hug- urinn stefndi heim á æskuslóðir, en að lokinni skólavist i Haukadal hvarf Steinþór heim að Hofi i Skagafirði. Þar var þá i tamningu hjá Jóni bónda á Hofi gæðingur mikill, sem Steinþóii leizt all vel á og fór svo að Jón réð Steinþór i vinnumennsku til eiganda hestsins, Ásgeirs Jónssonar i Gottorp, föðurbróður Steinþórs, sem hann þá varla þekkti og dagaði hann þar uppi næstu tvö árin og þó öllu lengur, þvi Gottorp hefir verið ein kjölfestan i lifi hans fram á þennan dag. Sumarið 1933 gerist Steinþór lög- regluþjónn á Siglufirði og næstu sumur er hann þar i sild. en vetrarmaður á hinu rómaða hrossa- og sauðfjárbúi fööurbróður sins i Gottorp. En nú knýr á að leita fjár og frama og þrátt fyrir hina alræmdu kreppu og atvinnuleysi hverfur Steinþór suður til Reykjavikur haustið 1935, en þarer þá ekki að öðru að hverfa en atvinnubótavinnu austur i Flóa. sem kallað var að vera i Siberíu, við skurðgröft jafnt vetur sem sumar. Ræðst Steinþór þar atvinnuleysingi, verður brátt verkstjóri og er þar næsta sumar og fram á vetur. Þá bauðst hon- um föst lögregluþjónsstaða i Reykja- vik, sem þótti mikið happ á kreppuár- unum, enda gat Steinþór þá kvænzt heitmey sinni, Þorgerði Þórarinsdótt- ur, sem setið hafði i festum heima i Gottorp, uppeldisdóttur föðurbróður sins, Ásgeirs Jónssonar i Gottorp og konu hans Ingibjargar Björnsdóttur. Áttu þau hjón Þorgerður og Steinþór þrjár dætur og einn son, en misstu hann aðeins fjögurra ára gamlan. Árið 1947 hætti Steinþór lögreglu- þjónsstarfinu og gerðist verktaki, lagði m.a. mæðiveikisgirðingu frá Búðardal og upp á Holtavörðuheiði, hafði forystu um stofnun hins fyrsta landflutningafyrirtækis hérlendis, Bláa-Bandsins, sem flutti varning milli Reykjavikur og Akureyrar. En árið 1950 hefst eitt ánægjulegasta skeiðið i lifi Steinþórs, er hann gerist starfsmaður Landnáms rikisins, þar sem hann varð verkstjóri og umsjón- armaður nýbýlahverfa landnámsins. Var rómað hve allur frágangur býl- anna bar vott um góða útsjónarsemi og mikla snyrtimennsku, enda mun Steinþór þar einna bezt hafa notið verka sinna, ef frá eru taldar hinar miklu ræktunarframkvæmdir, sem hann hefir gert i Gottorp, en jörðina keyptu þau hjón Þorgerður og hann, er Ásgeir Jónsson hætti þar búskap árið 1942. I Gottorp gerir Steinþór mikla túnrækt, landþurrkun og girðingar, einnig byggir hann upp hús á staðnum. Við lát Ásgeirs reisir Steinþór tengda- föður sinum veglegt steinsteypt graf- hýsi i landi Gottorps á hæð þar sem vitt sér yfir. Þegar Steinþór hætti störfum hjá Landnámi rikisins árið 1961 hóf hann rekstur þungavinnuvéla og upp frá þvi gerist hann verktaki, tekur að sér gangstéttagerð fyrir Reykjavikur- borg, vatns- og skolpveitugerð fyrir Mosfellssveitarhrepp og gatnagerð i Arnarnesi i Garðahreppi. Allar þessar framkvæmdir bera vott snyrti- mennsku hans og kærleik ræktunar- mannsins til jarðarinnar, en grasrækt hefir viðast verið gerð við þessar framkvæmdir til að fegra og bæta spjöll. Þá má geta þess að Steinþór á gott safn bóka, skáldrit og fræðirit, sem hann i fristundum sinum hefir skráð og flokkað. Það er vel að skapi ræktunarmanns- ins. að nú hafa augu þjóðarinnar opn- azt. eftir skugga tækniþróunar, fyrir vernd láðs,lofts og lagar. Þorgerður og Steinþór dveljast nú að óðali sinu Gottorp i Vesturhópi. Við vinir og kunningjar óskum Steinþóri allra heilla á þessum merkisdegi og megi hann njóta margra góðra ára enn við hin jákvæðu hugöarefni sin. S.S. 24 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.