Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 15
munu seint gleyma áhugaeldinum og þeirri bjartsýni, sem birtist hjá honum i þeim umræðum. Áformað er nú, að þjóðin minnist 11 alda sambúðar sinnar við landið með myndarlegu átaki i landgræðslu og landverndarmálum. Páll vann með öðrum að undirbúningi þess máls með miklum stórhug og bjartsýni. Hann hafði þegar lýst hugmyndum sinum og gert sinar tillögur til nefndarinnar, sem að þessu vinnur. Vonandi komast þær sem flestar i framkvæmd. Páll Sveinsson verður þvi miður ekki til að stjórna liðinu i þeirri nýju sókn. En merkið stendur, þótt maðurinn falli. Áfram verður unnið að þvi að vernda, bæta og fegra landið okkar, við gerum það m.a. i minningu góðs drengs, sem unni starfi sinu af alhug og var i þvi heill og allur. Ég sendi ástvinum og aðstandend- um Páls minar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég mun ætið minnast hans með virðingu og þakklæti. Jónas Jónsson t Páll Sveinsson landgræðslustjóri fæddist að Asum i Skaftártungu, 28. október 1919, sonur merkishjónanna Sveins Sveinssonar og Jóhönnu Sig- urðardóttur frá Asum — siðar Fossi i Mýrdal. — Hann varð bráðkvaddur að heimili sinu, Gunnarsholti, 14. þ.m. 52 ára. Með Páli Sveinssyni landgræðslu- stjóra, i Gunnarsholti hverfur af athafnasviðinu sá maður, sem öðrum fremur hefir i tvo áratugi verið mörg- um tákn mikillar sóknar i land- græðslumálum og hafa verk hans speglað mikla breytingu i viðhorfum samfélagsins til landsins. Páll helgaði þessum málum allt lifsstarf sitt — á fjórða áratug. Páll naut ungur reynslu og leiðsagn- ar Gunnlaugs Kristmundssonar fyrsta sandgræðslustjórans, frumherjans við stöðvun landeyðingar og uppgræðslu, sem hófst samkvæmt lögum frá 1907. Siðan vann Páll hjá Runólfi Sveins- syni sandgræðslustjóra, bróður sin- um, en Runólfur var landskunnur hugsjóna- og athafnamaður i land- græðslumálum. Samstarf þeirra bræðra að þeim málum var með ágæt- um enda árangursrikt. Við sviplegt fráfall Runólfs 1954 tók Páll við starfi sandgræðslustjóra — og á árinu 1965 varð hann landgræðslu- stjóri. Með háskólanám i landgræðslufræð- um, snortinn af hugsjónum og áhuga brautryðjendanna — og löngu starfi að þeim málum — var Páll vel búinn und- ir starf landgræðslustjóra, enda var landgræðslan honum hugsjón. Hugur Páls var alla tið gagntekinn af áhuga fyrir uppgræðslu landsins — svo að önnur áhugamál viku. — Hann þráði að koma sem mestu i verk. Með þrotlausri elju náði hann miklum árangri i landgræðslustarfinu, sem stuðlaði að auknum skilningi ráða- manna á mikil-vægi landgræðslunnar og auknum fjárveitingum til hennar. Páll lagði jafnan mikla áherzlu á það að fjármagnið, sem veitt var til landgræðslunnar nýttist sem bezt og varð vel ágengt i þeim efnum. Páll átti gott samstarf við bændur viða á landinu og við áhugamenn um landgræðslumál, sem var honum hvatning. Trú Páls á tilgang starfsins var hon- um aflgjafi við að klæða landið gróðri og árangurinn sannfærandi fyrir sam- tið hans um að sigur landgræðslu yfir landeyðingu væri mögulegur. Árangursrik störf og hvatningar brautryðjendanna Gunnlaugs, Runólfs og Páls um áratugaskeið, kunna að hafa haft meiri áhrif en annað til að breyta áhugaleysi og tregðu i fyrstu áhugaöldu fyrir aukinni iandgræðslu, sem nú gengur yfir og knýr æ fleiri til athafna á þvi sviði. Sú breyting sýnir mikla viðurkenningu á gildi þeirra verkefna, sem Páll helgaði lifsstarf sitt. Eitt af áhugamálum Páls var áburðardreifing úr flugvélum til að auka afköst ræktunarstarfsins. bað hefir reynzt veigamikið framfara- skref. Auk aðalstarfs landgræðslustjóra rak Páll stærsta bú landsins — nauta- og fjárbú — og framleiddi grasið fyrir heyköggla-verksmiðjuna i Gunnars- holti. Sú tilraun til fóðuröflunar hefir gefið góða raun. Páll var starfssamur og hugmaður. — Hann vænti árangurs af starfi undirmanna sinna, sem jafnan virtu hann mikils. Hann var hledrægur — hugsaði meira um árangur starfsins en að kynna hann. Minni Páls var viðbrugðið. Hann var á vissum sviðum dulur en átti mikla hjartahlýju. Hann var að eðlisfari við- kvæmur, en gat, ef þvi var að skipta, sýnzt stórlyndur. — Umbrot i skaphöfn — i einu formi eða öðru — sýnast oft vera áberandi þáttur i mikilvirku sköpunarstarfi, sem einkenndi lif Páls. Hann naut þess að takast á við auðnir og sanda og breyta þeim i iðja- græn nytjalönd — eins og Skógasand, Þjórsárdal og mörg svæði önnur viða á landinu. —Slik skapandi frumverk tjá jafnan hinn innra mann,þau stækka sjónviddina og auka á trú manna, þau verða nýjar viðmiðanir og leiðarljós öðrum til að likja eftir og við mótun markmiða i framfarasókn. —Slik verk veita mikla lifsnautn, sem Páll naut i rikum mæli. Ég ætla, að Páll hafi verið þakklátur samfélaginu fyrir að gera honum mögulegt að vinna að hugsjónamáli sinu: uppgræðslu og ræktun landsins — og þess vegna talið sig gæfumann. — Einnig hitt^að bændur landsins — og samfélagið i heild — þakki honum mikið lifsstarf, sem mun koma óborn- um kynslóðum að notum. Þegar starfssaga Páls Sveinssonar verður skráð og metin að veröleikum verður hún merkur kafli i framfara- sögu landbúnaðarins og merk saga um lifræn samskipti mannsins og landsins á okkar tima. Um leið og fjölskylda min og ég kveðjum Pál Sveinsson landgræðslu- stjóra, með söknuði og þakklæti fyrir langa og trygga vináttu þá vottum við ástvinum hans, Guðmundu Daviðs- dóttur, börnum hans og ættingjum innilega samúð okkar. Jóhannes G. Ilelgason. t bessi mikli baráttumaður um uppgræðslu landsins er horfinn af sjónarsviöinu. Svo óvænt, svo skyndi- lega — en hvers vegna? Hvers vegna hann, sem átti svo miklu ólokið? Þvi er erfitt aö svara. Páll útskrifaðist sem búfræöingur frá Bændaskólanum að Hólum vorið 1941. En hugurinn stefndi að hærra markmiöi , svo aö hann fór til Banda- rikjanna til enn frekari náms. Hann lauk námi þaðan áriö 1948. Eftir það hóf hann starf hjá Sandgræöslunni undir stiórn bróður sins, Runólfs, sem þá var sandgræðslustjóri, en hann lézt af slysförum árið 1954. Þá var Páll settur i em- bættið og seinna skipaður sem slikur og enn siðar sem landgræöslustjóri, þegar það embætti var stofnaö. Gegndi hann þvi til dauðadags. Páll var stórhuga og mikilvirkur um eflingu gróðurs. Miklu kom hann I verk i þeim efnum, og átti miklu ólokiö. En þvi miöur entist honum ekki aldur til að koma öllu þvi i verk, sem hugurinn stóð til. Góöur drengur hefur gengið sin siöustu spor. En minningarnar' um mikilhæfan mann munu lifa áfram. Ég votta öllum vandamönnum hans mina dýpstu samúð. Höskuldur Egilsson Gljúfraborg, Breiðdal, S-Múl. íslendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.