Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 2
minntist þá meö mikilli hlýju til þeirra uppeldisáhrifa, sem hún gaf honum i móðurarf. Þar var skylduræknin og að duga vel i starfi hin gullvægu einkunn- arorð ásamt kristiiegu hugarfari. II Kkki varð Vilhjálmur lengi sendi- sveinn i Kaupfélagi Eyfirðinga. Fljót- lega voru honum falin vandasamari störf i kaupfélaginu. Vorið 1913 gerðist hann þar fastráðinn starfsmaður og starfaði þar sem buöar- og skrifstofu- maður. Árið 1916 höfðu störf hans færst inn á skrifstofu kaupfélagsins úr verzlun þess og jukust þau að ábyrgð með hverju ári. Haligrimur Kristinsson hafði verið hinn drifandi kraftur við uppbyggingu og skipulag Kaupfélags Eyfirðinga. en á þessum árum var hann allmikið fjarverandi. oftast erlendis við afurða- sölu. auk þess sem hann stofnaði skrif- stofu Sambands isl. samvinnufélaga i Kaupmannahöfn 1915 og tveim árum siðar aðalskrifstofu i Revkjavik. Árið 1918 tók Sigurður Kristinsson viö framkva>mdastjórn Kaupfélags Eyfirðinga af Hallgrimi,sem þá hafði verið raðinn forstjóri Sambandsins og gerðist Vilhjálmur þá fulltrúi kaup- félagsstjórans,18 ára að aidr/. Við lát Hallgrims Kristinssonar 1923 tók Sigurður við starfi hans sem forstj. Sambandsins, en Vilhjálfnur tók þá við kaupfélagsstjórastarfinu á Akureyri. aðeins 23ja ára gamall. Þá voru kreppu og eríiðleikatimar. sem fylgdu i kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Skildi \'ilhjálmur. aö þá þurfti við mikillar varfærni og festu og var ekki annað að gera en að halda fast utan um það, sem áunnizt hafði i kaup- félagsstarfinu. og biöa betri tima. Strax og betur áraði tók Viihjálmur svo að hugsa til hreyfings. Mjólkur- samlag kaupfélagsins tók til starfa 1928, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Frvstihús var keypt á Oddevr- artanga 1926 og stækkað árið 1928 og voru þessar framkvæmdir upphaf hins umfangsmikla frystihúsareksturs félagsins. sem átti eftir að veröa til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn; bæði vegna kjötfrystingar og til efling- ar sjávarútvegi við Eyjafj. Þá var á þessum árum komiö upp sláturhúsi. sem þá var hið stærsta og fullkomn- asta á .landinu. Á árinu 1930 var lokiö við byggingu hins mikla verzlunarhúss kaupfélagsins. sem enn þann dag i dag setur sérstakan svip á Akureyr- arkaupstaö. Nokkru siðar er hafinn iðnrekstur á vegum kaupfélagsins: smjörlikisgerð. brauðgerð. sápugerð. kaffibætisgerð og visir að efnagerð ár- ið 1935. Árið 1936 er svo Stjörnu apótek opnaö. Hér hefur verið minnzt á helztu framkvæmdir kaupfélagsins á ára- tugnum 1926-1936 en fjölmargar aörar framkvæmdir áttu sér stað á þessum árum. og ekki má gleyma fyrir- greiðslu kaupfélagsins við eflingu landbúnaðarins i Eyjafirði, en þar átti sér stað bylting á tiltölulega fáum ár- um. þannig að Eyfirðingar tóku al- gjöra forystu i landbúnaðarmálum hér á landi. Driffjöður þessara miklu fram- kvæmda var Vilhjálmur Þór. Þaö var gæfa hans að hafa marga góða sam- starfsmenn i kaupfélaginu til þess að sjá um rekstur nýrra starfsgreina og halda skipulagi i föstum skoröum. i þeim efnum má minnast á Jónas Kristjánsson. sem stýrði mjólkursam- laginu en siðast en ekki sizt nánasta samstarfsmann Vilhjálms og svila, Jakob Frimannsson, sem var hinn styrka stoð við hinn daglega rekstur. Góðra samstarfsmanna var enn frek ar þörf. þar sem margvisleg félags- störf hlóöust á Vilhjálm auk kaup- íelagsstjórastarfsins. Hann gerðist einn af forgöngumönnum um stofnun Flugfélags Akureyrar tsem siðar varð Fiugfélag islands) og varð fyrsti stjórnarformaöur þess. Þá var hann formaður undirbúnings- og fram- kvæmdanefndar Kristneshælisbygg- ingar og i stjórnarnefnd hæ.lisins 1930- 38 og á sama tima formaöur sjúkra- húsnefndar Akureyrar og átti sæti i Stjórn bæjarins frá 1934, þar til hann fluttist frá Akureyri. Þá sat hann i stjórn Sambands isl. samvinnufélaga árin 1936-45. III Arið 1938 verða þáttaskil i iifi og störfum Vilhjálms Þór. Trúlega hefur athafnaþrá hans krafizt nýrra verk- efna. þegar hér er komið sögu. I sep- tember 1938 fékk hann ieyfi frá störf- um hjá Kaupfél. Eyfiröinga og gerð- ist aðalframkvæmdastjóri fvrir þátt- töku Islands i heimssýningunni i New York 1939. Var þar við margvislega erfiðleika að etja. en þó tókst þaö starf með þeim ha>tti. aö þjóðinni varð hinn mesti sómi að. Þá varð hann fyrsti rikisstjórnarfulltrúi Islands i Vestur- heimi sem verzlunarerindreki i New York borg i sept. 1939 og aðalræðis- maður tslands fyrir öll Bandariki Ameriku i april 1940. Varð þetta tima- bil honum hið lærdómsrikasta. enda kynntist hann nýjum sjónarmiðum og viðhorfum þar vestra. Árið 1940 lét Vilhjálmur formlega af störfum hjá Kaupfelagi Eyfirðinga en viö starfi hans tók Jakob Frimanns- son. Hann var ráðinn bankastjóri Landsbanka Islands frá 1. okt. það ár. I ágúst 1941 fór hann aftur vestur um haf sem formaður i samninganefnd ts- lands við Bandarikin og var hann i þeirri ferð til ársloka 1941. Hinn 16. desember 1942 tók hann sið- an við utanrikis- og atvinnumálaráð- herraembætti i ráöuneyti dr. Björns Þórðarsonar, sem hann gengdi til 21. okt. 1944. er hann tók aftur við starfi bankastjóra i Landsbankanum. IV Leið Vilhjálms átti eftir að liggja aftur til samvinnuhreyfingarinnar. 1 ársbvrjun 1946 tók hann við starfi for- stjóra Sambands ísl. samvinnufélaga af Sigurði Kristinssyni. Siðari heims- styrjöldinni var þá lokið og þjóðin að mörgu leyti vel efnuö, en mikil tæki- færi til framkvæmda framundan. Slik- ar aðstæður hlutu að verða Vilhjálmi mjög að skapi. þvi að af engu hafði hann slikt yndi sem að byggja upp eitt- hvað nýtt i atvinnu- og á efnahags- málasviðinu. I forstjóratið hans hjá Sambandinu var ráöizt i margar nýjar starfsgrein- ar og haldið uppi alhliða uppbygging- arstarffTeldri greinum. Meðal annars var þá hafinn skiparekstur Sambands- ins. stofnsettar Samvinnutryggingar. Oliufélagið h.f. stofnað fyrir forgöngu Sambandsins og hófust þar með af- skipti þess af verzlun meö oliuvörur. Þá var og stofnuð Véladeild innan Sambandsins og á Akureyri var unnið mikið að uppbyggingu iðnaðar þess þar og siðar kom stofnun sérstakrar Iðnaðardeildar innan Sambandsins. Þá má nefna Dráttarvélar h.f.. Sam- vinnusparisjóðinn. sem siðar breyttist i Samvinnubanka Islands h.f. og stofn- un sölufélagsins Iceland Products Inc. i Bandarikjunum. A meðan Vilhjálmur gegndi for- stjórastörfum i Sambandinu átti hann sæti i stjórn Samvinnusambands Norðurlanda og i miðstjórn Alþjóða- samvinnusambandsins. Þá var hann formaður stjórnar Aburöarverksmiðj- unnar frá 1951-1963. \ Um áramótin 1954/55 lét Vilhjálmur af starfi forstjóra Sambandsins og tók að nýju við starfi bankastjóra Lands- banka íslands. Hann var siðan skipað- ur bankastjóri Seðlabanka Islands 1957 og gengdi þvi starfi til ársins 1964, að hann lét af störfum þar, samkvæmt reglum bankans um eftirlaun. Eftir það. eða frá 1. nóv. 1964. gengdi hann 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.