Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 8
Ástríður Gísladóttir K. :!(). m a i 1X80. I). 1(1. mai'7. 1072 Mig langar litillega að minnast, þessarar sæmdarkonu. sem nýlega er horfin sjónum okkar. Hún leiö á brott i örmum svefnsins undir morgun á þessum tilgreinda vordegi svo ljúflega og æðrulaust, sem lifað hafði hún Vinir úr Borgarfirði komu til aö kveðja. þvi að þaðan var hún að ætt og uppruna. Gisladóttir Böðvarssonar og konu hans Kristinar Sighvatsdóttur og einnig að sjálfsögðu ættingjar og vinir hér i borg, en hingað fluttist fjölskylda þessi frá Syðstu-Fossum i Andakil árið 1944, seldi jörðina og keyþti sér hús- eign við Garðarstræti 19 og settist þar að. er fjölskyldan af heilsufarsástæð- um varð að hverfa frá búskap á eignarjörð sinni, þar sem þá þegar var búið að byggja allt upp af svo miklum trúa eða ekki vilja trúa, segja: Þetta eru bara hugdettur, hugdettur, sem allir menn fá meira eða minna. — Já, en hvað er hugdetta? — Hvað veldur þvi, að þegar maður er upptekinn hugsun um lausn einhvers málefnis, gruflar um það og ætlar engu öðru að komast að, kemur skyndilega i hugann allt annað málefni, skýrt og greinilegt, og ryður hinu á brott? Slikir atburðir gefa mér vissu um, að góðar vættir eru alltaf að leitast við að hjálpa og leið- beina. Hvernig má gera sig opinn fyrir þessum áhrifum? Ég tel mig engan sérfræðing á þessu sviði, en mér virð- ist, að svarið sé auðfundið. Með þvi að kappkosta aZ> halda vakandi þvl góða, sem kennt var i barnæsku. Með þvi að kappkosta að halda opnum og vel vakandi þeim skynjunarfærum, sem einum og sérhverjum manni eru gefin til þess að veita viðtöku góðum áhrif- um, sem alltaf eru að leita hans. Með þvi að vilja hið góða, en ýta þvi illa á brott. Þessum orðum minum hér i kvöldvil ég ljúka með þvi að minna á ljóðlinur Steingrims Thorsteinssonar, þessar: „Trúðu á tvennt i heimi, tign sem æðsta ber: guð i alheims geimi, guð i sjálfum þér.” Flutt 30. janúar 1971. frá Syðstu Fossum stórhug og myndarbrag. að mér er mjög i minni. er ég af hendingu kom á bæ þennan nokkru áður en þau fluttu burtu og leit þar heim á vorgrónu túni. reisulegt ibúðarhús og einnig útihús. öll úr steinstevpu. járnþakin og máluð þökin og túnrækt og girðingar og um- gengni öll eftir þvi. er heim að bæ var komið. Bóndi kom frá vinnu sinni og gekk til móts við mig. með naglbit sinn og hamar i höndum. efalaust verið að lita eftir túngirðingu sinni. Ég greindi hon- um frá erindi minu. en ég var þá ný- lega komin frá fjarlægum slóöum og sezt að ásamt manni minum. sem var Borgf irðingur. i nágrenni við Fossa og var að svipast um eftir ungum hesti. sem mágur hans hafði sent honum fyr- ir skömmu og var frá Kolugili i Yiðidal og leitaði ákveðið i áttina til sinna heimahaga. Höfðu bændurnir orðið hans varir við tún sitt. en hugsað sem svo að hans yrði brátt saknað og sótt- ur. sáu að hann var ókunnugur. en enginn hafði stuggaö við honum, og hafði hann þá hvaríað á brott. Én eng- inn bæjarsimi var þá kominn og lýkur hér sögu hans. Halldór Jónsson. en svo hét þessi bóndi. bauð mér siðan til stofu og tók við hesti minum, en ég litaðist um og kunni strax svo undur vel við mig, allt var svo snoturt og finlegt, hvitir hand- saumaðir dúkar á borði með ljós- myndum á. ásamt dragkistu i sama stil. og i gluggunum velhirtar blóm- plöntur og veggir prýddir myndum. Sérstæð fegurð og friðsæld hvilir enn yfir þessum sólbjarta vordegi i huga minum. þvi ennþá er ótalið, að rétt strax gekk inn til min Ástriður Gisla- dóttir. frekar hávaxin, hárprúð og beinvaxin. kvrrlát og háttprúð kona. heilsaði mér, bauð mér sæti og góð- gerðir. sem komu skömmu siðar, með sama svipmóti og allt annað. er ég augum leit þarna. Mér geðjaðist strax mjög vel að henni og einhver ihugandi rósemi i fari og framkomu fannst mér bending um ákveöinn persónuleika. sem ég átti eftir að kynnast betur, er leiðin lá hingað til Heykjavikur, ára- tugum siðar og ég kom oft til þeirra hér. Alveg nýskeð sagði mér kunnugur maður að Halldór hefði keypt jörð sina af fráf. eig. hennar er hann seldi allt og hætti þar búskap á kr. 18.000.00. sem á þeim árum mátti teljast stórfé. en hinum unga bónda. sem þekkti vel jörðina. óx þetta ekki meira i augum en svo. að hann gekk glaður til móts við störf og stórhuga framkvæmdir. með þeim ummerkjum sem ég hefi nefnt. og enn eru til fullra afnota. án umbóta eða breytinga svo ég viti. nema hvað rafmagn kom til afnota og hagsbota,er fossinn i Andakilsánni var virkjaöur og aflstöðvarhúsið byggt á árbakkanum upp undir brekkunni við túniö á þessum samnefndu bæjum. Já. nu er fossinn nágranni þeirra, lika horfinn sjónum okkar. þar sem hann féll svo fagurlega fram af brekkubrún sinni — og á vorin með góða viðbót úr sprækum snaggaralegum fjallaám. sem hentust niður hliðar Skorradals- ins og bættu og juku hljómkviðu hans og himinhreina og tæra hvitfyssandi vatnið hans. En áin liður nú kyrrlát milli bæjanna. beygir sig undir brúna og hverfur svo i fjörðinn. — i hafið. En á bænum hans hafa búið siðan með 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.