Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 11
MINNINC Rannveig Guðmundsdóttir Dáin 26. mai 1972. Hér skrifa ég nokkur orö, til að minnast fóstursystur minnar, Bjarn- ýar, Guðriðar, Rannveigar Guö- mundsdóttur. Fædd 10/1 1893 á Leirá i Grunnavikurhreppi, þar sem foreldrar hennar bjuggu i 37 ár. bar ólst hún upp, og vann þeim, þar til hún giftist 1919, Hagalin Jakobssyni, i sömu sveit. bá hefja þau búskap á parti af Leirá, og búa þar fram til ársins 1926, er þau flytja að Steinhólum i sömu sveit. bar búa þau i fimmtán ár. bá flytja þau aö Sætúni i Grunnavik. bar missir hún mann sinn, árið 1959. Eftir þar var hún hjá syni sinum, Rakúel, og tengdadótt- ur, er fluttust árið 1962 að Brautarholti við Isafjörð. bau hjónin Rannveig og Hagalin áttu fimm börn: Matthias, sem fórst 1946, Jakob, búsettur á Isa- firði, kvæntur Sigriði Tómasdóttur, þau ólu upp tvo fóstursyni. Margrét , gift séra Sigurði Kristjánssyni, prófasti á Isafirði, og eiga þau fjögur börn. Rakúel, kvæntur Helgu Stlgs- dóttur, og eiga þau hjón fimm börn. Rebekka, gift i Vestmannaeyjum, og eiga þau hjón fjögur börn. Auk sinna barna ólu þau upp Karl Pálsson, sem er kvæntur, og búsettur i Hafnarfiröi. Einnig dótturson sinn til 10 ára aldurs, auk fjölda barna, er þar dvöldu lengri eða skemmri tima. bau undu þar vel, enda hlúði að þeim hlýr hugur og hönd. Rannveig, eöa Veiga eins og hún var kölluð i daglegu tali, var yngst, af fjór- um systkinum. Eftir lifa: Guörún 88 ára, og Tómas 84 ára. Ég sem þessar linur rita. kom aö Leirá, aöeins átta vikna gamall, en fer þaöan 18 ára. Ragnhildur fóstra min, reyndist mér sem bezta móðir, og hún Veiga min bezta systir. bað má vera, aö ég hafi verið erfiður i æsku, og óþjáll, en fyrir Veigu vildi ég allt gera. Enda kom þaö i hennar hlut, meðan ég var yngri, að hafa mig með sér, þegar gengiö var aö kindum eða öðrum útiverkum. baö mun vera svo, hjá fleirum en mér, að þeir telji sig einhvers hafa að sakna, sem ekkert hafa af sinum eigin for- eldrum haft að segja. Eða var ég kannske einn um það. A þeim tima var fleira, sem fylgdi munaðarleysi. bó átti ég góðar gleðistundir með þér og siðar ykkur hjónum, sem ég nú þakka af hrærðum hug. Ekki læröi Rannveig neitt, utan saum á algengum flikum, íslendingaþættir um tveggja mánaöa skeið. En henni var svo margt til lista lagt. Hún hefði ekki átt bágt meö að læra söng, hún söng svo vel. Haldiö var uppi húslestri og sálmasöng á Leira, eins og viðar. öll lög við sálma, sem sungnir voru, kunni hún, og ætiö var hún forsöngv- ari. A hennar söng var unun á aö hlýða. bau Rannveig og Hagalin voru lengi framan af árum sárfátæk. En ekki varö neinn var viö það. Bæöi voru ætiö glöö og góð heim aö sækja. Og svo var örlæti þeirra mikiö, aö oft var deiit með gesti og gangandi siöasta máls- veröi. bau hjón voru samhuga meö það sem fleira. Veiga var vön að segja, að Almættiö sæi þeim borgiö og svo held ég að hafi veriö. Rnnveig var hag- mælt, þótt hún flikaöi þvi litt. Hana mun hafa grunað, aö styttast færi hér- vistin, eins og þessi visa ber meö sér, hún fannst eftir aö hún var öll. Sezt er bráðum sólin min, senn er lif á enda. Góði faðir, gæzkan þin: gef mér hjá þér lenda. Kæra Veiga min. Ég sendi þér beztu bróöurkveðju, og þakka þina systur- legu hlýju, sem þú mér veittir, þegnr ég þurfti þess mest meö, og umgekkst mig, sem þinn bróöir, svo betra varö ekki á kosið. Guö launi þér. Eg vona aö viö hittumst handan móöunnar miklu. bá réttir þú mér hönd, sem foröum. Fyrr en svifur sálin heim, sætzt, og beöiö griöa. bar sem engin angra mein, en andi er ljóss og friðar. Börnum þinum, systkinum, Kristni fóstbróöur þinum, öörum ættingjum og vinum, sendi ég samúöarkveðjur. Vertu svo Guöi falin i landi ljóss og friöar. Ritaö á Hrafnistu 19/6 1972. Sumariiöi Eyjólfsson. MINNING JÓNA HARALDSDÓTTIR , , , Kveöégþigihinztasinni, kæra systir min, fra wyienail komiöeraöævilokumþlnum. f. 20 febrúar 1893 Sólu fegri minning um samveruna skin, d. u. júnf 1972. aem mun ætiö geymd ihuga minum. Kveöja frá systur. Byj-öí ltfsins saman viö bárum margan dag. Bezt mér reyndist þegar þyngdust sporin, þess ég vildi minnast. Viö lifs þins sólarlag ljóma slær á æskudaga vorin. bó leiöir okkar skilji á lifsins göngu hér, Lausnarans viö oröum megum trúa. „Ég lifi”,sagöi Jesús, „lifa munuöþér”. Langa eilifö saman megum búa. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.