Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 3
um tveggja ára skeið starfi i banka- stjórn Alþjóðabankans i Washington, sem fulltrúi fyrir rikisstjórnir allra Norðurlanda og starfaði siðan i Alþjóðabankanum tvö ár til viðbótar. Siðustu árin daldist Vilhjálmur hér i Reykjavik og gengdi ýmsum störfum, m.a. var hann fulltrúi bandariska bankans Manufacturers Hannover Trust fyrir Norðurlönd. VI Hér aö framan hefur i stórum drátt- um verið rekinn starfsferill Vilhjálms Þórs. Eftir er að minnast þess, sem skipti meira máli en flest annað um farsælt og hamingjurikt lif Vilhjálms. A yngri árum tók hann þátt i ung- mennafélagsskapnum á Akureyri. 1 þeim ágæta og mannbætandi félags- skap kynntist hann glæsilegri og myndarlegri konu, Rannveigu Elisa- bet, dóttur Jóns Finnbogasonar kaup- manns á Reyðarfirði og kpnu hans Bjargar Isaksdóttur, ishússtjóra á Seyðisfirði. Þau Vilhjálmur og Rann- veig voru gefin saman i hjónaband 30. júli 1926. Rannveig Þór var hinn styrki lifs- förunautur Vilhjálms. Það var mikið lán fyrir hann að eiga slikan kvenkost, þar sem saman for glæsimennska, myndarskapur og jákvæð afstaða til hinna miklu starfa húsbóndans. Rann- veig bjó Vilhjálmi fagurt heimili og skapaði það friðarvé.sem gaf athafna- manninum gott tækifæri til hvildar eft- ir önn dagsins. Þau Vilhjálmur og Rannveig eign- uðust þrjú börn: Borghildi. gift Hilm- ari Fenger stórkaupmanni, örn, hæstaréttarmálaflutningsmann, giftur Hrund Hansdóttur og Hjördísi, gift McCrary og búa þau i Bandarikjunum. Víi Þegar iitið er yfir æviferil Vilhjáims Þór. kemur glögglega i ljós, hve mikiil afreksmaöur hann var i atvinnumál- um þjóðarinnar. Athafnaþrá hans var ótrúlega mikil og hún entist honum fram til siðustu lifdaga. Hann var vinnusamur með afbrigðum, ósérhlif- inn og gerði miklar kröfur til sam- verkamanna sinna. trulega enn meiri fyrir þá sök, að mestar kröfurnar gerði hann til sjálfs sin. Maðurinn Vilhjáimur Þór var myndarlegur á vallarsýn, vasklegur og snöggur i hreyfingum, og svipmótið bar merki um starfsgleöi. En hann var fremur dulur að eðlisfari og litt gefinn fyrir að ganga á torg og afla sér vin- fengis. Hann gat verið snöggur upp á lagið við fyrstu kynni en undir niðri bjó hlýtt hjarta og ljúfmennska. Tómstundaiðju hafði Vilhjálmur ekki mikið um hönd enda sistarfandi og lengst af var litið um tómstundir að ræða. Réttt er þó að minnast á eitt hugðarefni, sem stóð Vilhjálmi mjög nærri, en það var Frimúrarareglan. 1 þeim félagsskap var hann mjög virkur og ein aðaldriffjöðrin, þegar unnið var að framkvæmdum. Félögum hans i Frimúrarareglunni verður minnis- stætt, hvernig hann dreif áfram hús- byggingu reglunnar i Reykjavik á sið- asta og yfirstandandi ári, enda þótt hann gengi með banvænan sjúkdóm og þyrfti oft að vera undir læknishendi. Störf hans að húsbyggingarmálum reglunnar voru siðasta afrek hans i þessu lifi. VIII lslenzkt þjóðfélag er örlitið á mæli- kvarða annarra landa. i litlum þjóð- félögum eru ýmsar takmarkanir til framkvæmda og uppbyggingar stórra fyrirtækja. Enda þótt afrekaskrá Vil- hjálms Þór sé mikil i atvinnumálum á tslandi, hefði athafnaþrá hans trúlega notið sin enn betur i stærra þjóðfélagi. í smáum þjóðfélögum skortir það hins vegar ekki, að gustur og kaldur næðingur leikur gjarnan um þá, sem skara fram úr og standa upp úr almúganum. öfundin og persónu- árekstrarnir láta ekki standa á sér i slikum tilfellum og nokkuð mun það hafa legið i landi á tslandi. að hver sitji um annars mannorð, þótt slikt hafi sem betur fer breytzt til hins betra á siðari árum. Vilhjálmur Þór fór ekki varhluta af kuldagustinum. Hann mátti oft þola árásir á opinberum vettvangi, þegar hann stóð i hinum fjölmörgu fram- kvæmdum. Eflaust hefur það hjálpað Vilhjálmi að klæða af sér kuldanepj- una, að hann var mjög trúhneigður maður. Trúin á guð gaf honum styrk i andófi, og þangað mun hann einnig hafa sótt kjarkinn og aflið til nýrra átaka i framkvæmdum og félagsupp- byggingu. Þegar Vilhjálmur Þór er nú kvaddur hinztu kveðju vil ég i nafni samvinnu- hreyfingarinnar flytja þakkir fyrir djúpu sporin, sem hann markaði i upp- byggingu samvinnufélaganna. Per- sónulega er mér þakklæti efst i huga fyrir að hafa fengið að starfa með Vil- hjálmi Þór. Ég votta Rönnu, eftirlifandi konu hans, svo og öðrum ættingjum, inni- lega samúð mina og konu minnar. Erlendur Einarsson. t Einhverju sinni var sagt, að menn- irnir, sem sköpuðu söguna hefðu ekki tima til að skrifa hana. Með lifsstarfi sinu ritaði Vilhjálmur Þór ævisögu sina með þeim hætti, að næstum er einsdæmi. Svo samofin er hún sjálfri sögu þjóðarinnar á þessari öld. Og þegar hin persónulega saga verður skráð, mun koma i ljós eitt litrikasta æviskeið islenzkrar framfarasögu. Með nokkurri sögulegri einföldun má segja, að þingeyskir bændur hafi skapað hinn hugsjónalega grundvöll samvinnuhreyfingarinnar, en Eýfirð- ingar fyrstir gert þær hugsjónir að veruleika. Þar var Vilhjálmur Þór fremstur i flokki. Með starfi sinu fyrir eyfirzka samvinnumenn og siðar heildarsamtök samvinnumanna hefur Vilhjálmur Þór byggt þann grunn, sem á var reist. Sú saga verður rakin af þeim, sem betur þekkja til, en við fráfall hans er rétt að rifja upp, að með þvi að láta verkin tala varð að veru- leika sú hugsjón frumherjanna að skapa öflug samtök starfandi fólks til sjávar og sveita. Samtök, sem urðu styrk stoð hinnar nýju sjálfstæðis- baráttu — baráttu fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Gjörbreyting verzlunar- hátta, atvinnubylting, tækniþróun, landnám i erlendum mörkuðum, nýr skipafloti, ný tryggingastarfsemi — og aukin samvinna fólksins i landinu. Allt voru þetta þættir i hinni miklu fram- farasögu. Og Vilhjálmur Þór skildi það betur en flestir aðrir, að innlend og alþjóðleg samvinna voru greinar á sama stofni. t timans rás hlaut það að verða hlutverk Islendinga að taka virkan þátt i þeirri alþjóðlegu sam- vinnu, er hófst eftir hildarleik striðs- ins. Ekkert annað gat komið i veg fyrir stöðnun og einangrun og fátt liklegra til að tryggja velmegun og framfarir. Ég held, að þessir tveir meginþættir hinnar þjóðlegu og alþjóðlegu sam- vinnu hafi mjög markað skaphöfn Vilhjálms Þór allt til æviloka. Hann sat i mörgum virðingar- og áhrifastöðum um ævina. Mörg stór- málin hafa þvi farið um hans hendur og viðmælendur margir heima og erlendis. En hvort sem það var banka- stjórinn, forstjórinn eða ráðherrann Vilhjálmur Þór, sem talaði, held ég að innst inni hafi eyfirzki samvinnumað- urinn verið honum kærastur og átt hug hans rikar og lengur en marga hefur grunað. Vilhjálmur var maður verka frekar en orða, en þegar þau voru mælt voru þau fá og hnitmiðuð. t störfum sinum gerði hann þá kröfu til sjálfs sin og íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.