Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 22
Sextugur: Séra Björn Bj örnsson prófastur á Hólum í Hjaltadal Hann varð sextiu ára 7. dag mai- mánaðar sl. Þykir mér við eiga að senda honum kveöju Guðs og miria — og þarf raunar eigi slik timamót til. Sr. Björn er Austur-Barðstrendingur að ætterni og uppeldi, fæddur að Gufu- dal!fremra7. mai 1912. Kominn er hann af merkum ættum vestur þar, náskyld ur á aðra hlið Sveini Björnssyni for- seta, en á hina Asgeiri i Æðey og þeim systkinum (Arnardalsætt). Verða ættir prófasts eigi raktar hér, enda maðurinn mestur og beztur fyrir það, sem hann er af sjálfum sér. Að loknu stúdentsprófi 1936 og kandidatsprófi i guðfræði f jórum árum siðar vígðist sr. Björn til Viðvikur- prestakalls i Skagafirði 9. júni 1940. Sat á Vatnsleysu i Viðvikursveit til 1953, er prestssetriö var flutt að Hólum i Hjaltadal — og hefði að visu fyrr mátt vera: hafði þá verið prestlaust á hinu forna biskupssetri frá þvi er Benedikt prófastur Vigfússon lét af embætti laust eftir 1860. A Hólastað hefur séra Björn setið hartnær tvo áratugi og notiö óskoraðrar virðingar sóknarbarna sinna og héraðsbúa allra; prófastur frá 1950. Fer vel á þvi, að dómkirkjupresturinn og prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis sitji á Hólastað, þessu höfuðsetri Norður- lendingafjórðungs, og viðeigandi undirbúningur undir sjálfsagða endur- reisn biskupsdóms á staðnum. Veit ég vist, að væntanlegur biskupsstóll á Hólum verður Guðs kristni i landinu til eflingar og varanlegrar blessunar. Má og teljast við hæfi, að norðlenzkir menn ýti á eftir svo að um muni, þvi að naumast er ætlandi, aö þeir séu gæddir minni metnaði, andlegum, en áar þeirra voru um aldamótin 1100. Þröngsýnt er i Gufudal vestra, á æskuslóðum séra Björns. bótti mér sem þar sæi naumast annað en upp i heiðan himin, er ég fór þár um fyrir mörgum árum. En fagurt er þar á sinn hátt, hlýlegt og notalegt. Fara saman áhrif ættbyggöar og eðli sr. Björns. Ég held^að ekki geti hlýrri mann i viðmóti og viðkynningu allri — og gildir einu, hvort kynnin vara stutta stund eða standa i áratugi. En sjónhringur pró- fastsins er vfðari en augað nemur I Gufudal vestur. Hann er viðsýnn og frjálshuga, svo i trúarefnum sem öðr- um, umburðarlyndur og vægur i dóm- 22 um, enda gæddur miklum mannskiln- ingi. skyggn á alla fegurð og göfgi i lifi og starfi. Séra Björn á Hólum er vel gefinn maður um alla hluti. Hann er kenni- maður góður, kreddulaus, metur and- ann meir en ytra form. Honum er kær- leiksboðskapur Krists þúsund sinnum meira virði, en allar manngerðar játn- ingar og setningar samanlagðar. Kenning hans kemur frá hjartanu. Engan mann veit ég heillyndari, eng- an samvizkusamari, engan góðviljaðri né lausari við allan sérgæðingshátt. Hann er prestur i raun og veru — eins og raunar allir góðir menn eru. — Þetta er ekki afmælisskrum né innan- tóm mælgi. betta er sannleikur, sem ég veit að allir taka undir heilum huga, þeir sem þekkja prófastinn. Sr. Björn hefur um skeið átt við heilsubrest að búa; er það vinum hans öllum mikið áhyggjuefni. Preststörf- um öllum og prófasts gegnir hann eigi aðsiður og af þvilikri skyldurækni, að Þann 2. ágúst varð Sigurjón Sigurðs- son, bóndi að Traðarkoti á Vatnsleysu- strönd, 70 ára. Sigurjón er Strandar- ingur, afkomandi hinna kunnu Skjaid- arkotsmanna, og Sigurjón er trúr sinní fæðingarsveit. Um það ber vitni öll hans framkoma og allur hans dugn- aður til lands og sjávar. Hann er formaður, fiskimaður og ræktunarmaður. Þó að jörðin hans sé ekki stór, situr hann hana svo vel, að til fyrirmyndar er að allri umgengni og snyrtimennsku. Kona hans, Mar- grét Asgeirsdóttir, sem einnig er Strandaringur, og á 70 ára afmæli 20. ágúst, á sinn mikla þátt i þeim mynd- arbrag, sem þar rikir i búskaparhátt- um. Þau hjón eiga fimm börn, þrjá drengi — tveir þeirra eru skipstjórar og einn vélstjóri — og tvær dætur, önn- ur er gift skipsstjóra en hin hús- þar verður trauðla framar farið. Séra Björn er kvæntur Emmu Han- sen, dóttur Friðriks sál. Hansens skálds og kennara á Sauðárkróki og fyrri konu hans Jósefinu Erlendsdótt- ur, þeirra merku og mætu hjóna. Frú Emma er gáfuð kona, skáldmælt ágætlega og að öllu vel gerð. Gegnir hún stöðu og starfi prófastsfrúarinnar á Hólastað með þeirri reisn og tigin- mennsku, er hæfir slikri hefðarstöðu, og er að öllu samboðin prófastinum. Er það hverjum manni gott að dvelja með þeim prófastshjónum heima þar á Hólum, og hefur þess margur notið. — Fjögur eru börn þeirra hjóna, synir þrir og ein dóttir. Ætla ég, að þeim muni öllum kippa i kyn um manndóm og prúðmennsku. Kona min og ég, börn okkar og fjöl- skyldur, —■ öll árnum við sér Birni, frú Emmu og börnum þeirra blessunar Guðs nú og ævinlega. Gisli Magnússon. mæðraskólakennari. Oll eru þau mikið dugnaðarfólk sem foreldranir. Sigurjón hefur komið viða við. Hann hefur setið i hreppsnefnd og skóla- nefnd. Verið i stjórn Búnaðarfélags Vatnsleysustrandar og fulltrúi Mjólkurfélagsdeildar hreppsins i Mjólkurfélagi Reykjavikur og einnig verið fulltrúi Gullbringusýslu i Stéttarsambandi bænda. Þá er hann og umboðsmaður Brunabótafélags íslands. Oll verk sin innir Sigurjón af hendi með trúmennsku og dugnaði. Hann er maður áreiðanlegur i orði og verki, svo að ei verður betur ákosið. Við óskum Traðarkotshjónum til hamingju og biðjum þeim guðs bless- unar á ókomnum árum. Strandaringur. islendingaþættir 70 ára: Sigurjón Sigurðsson bóndi, Traðarkoti á Yatnsleysuströnd

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.