Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 17
félaga og vini. Vorum við enda alltaf velkomnir á heimili Geitdalshjónanna og á ég þaðan margar og ógleyman- legar endurminningar. Sakir aldurs- munar getum við Snæbjörn tæpazt talizt samferðamenn i venjulegum skilningi og enn bætizt við verulegur munur á áhugamálum og lifsstarfi. Engu að siður er Snæbjörn einn af þeim fáu mönnum sem gnæfir eins og risi upp úr ölium þeim fjölda manna sem ég hefFerinTýrirhitt á lifsleiðinni bæði hér og erlendis. Af framan- greindu er og ljóst, að min fátæklegu orð munu fremur endurspegla per- sónuleg kynni min af Snæbirni fremur en lifsstarf hans i heild. Það siðar- nefnda veit ég að er eða verður að gert af öðrum og mér færari mönnum. Snæbjörn var vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn og litið eitt lotinn i herðum. Andlitið var karlmannlegt og einbeitt og man ég þar bezt eftir háu enni. glettnislegum munnsvip og sikvikum bláum augum undir miklum augnabrúnum. Hann var með ein- dæmum snöggur og hvatlegur i hreyf- ingum og likamsburður hans allur gerði það að verkum, að hann var glæsimenni i bezta skilningi þess orðs. Gilti það einu hvort hann var i vinnu- eða sparifötum sinum: engum duldizt að það var maður á ferli,sem sópaði af svo af bar. Lund hans var silétt hvernig sem að- stæður annars voru, ég held ég muni ekki eftir þvi að hafa séð Snæbjörn i illu skapi nokkru sinni. Hann henti jafnan góðlátlegt grin að sjálfum sér sem öðrum og var einstaklega vel máli farinn. Kannski hætti honum stundum of mikið til þess að krydda tungutak sitt með allkröftugum orðum. Þetta varð einstaka sinnum til þess, að ókunnugum varð á að halda, að maðurinn væri ef til vill grófgerðari en fólk er flest eða öllu heldur vill vera láta. Svo var þó ekki,þeir sem þekktu tilvissu.að Snæbjörn var ekki grófur i lund heldur mesta góðmenni, sem ekkert aumt mátti sjá. Hann var afar 'viðkvæmur maður og það að ytra borð hans gat virtzt hrjúft það var ekkert annað en brynja gagnvart umhverf- inu. Hiáturmildur var hann i meira lagi og ég er viss um,að enginn sem heyrði Snæbjörn hlæja gat varizt hlátri lika. svo var hlátur hans smit- andi. Þessari léttu lund fylgdi einstök kappsemi. harðfylgi og skapfesta. Hann var maður, sem kunni ekki né vildi hlifa sér og mátti það einu gilda hvort gigtin eða hjartaveilan hrjáði hann. Fékkst hann litt við vélavinnu: þótti það vist löðurmannleg atvinna aðhúka á bossanum ofan á dráttarvél eða öðru þvi um liku! Handverkfærin voru honum þvi meir að skapi, það voru jú alltaf einhverjir geirar i túninu þar sem ekki var hægt að koma ,,véla- draslinu” við. Eg hefi aldri séð neinn handleikahrifu á sama hátt og hann. Hann mátti alls ekki vera að þvi að draga hrifuna að sér i mörgum togum eins og venja er, nei, i einu togi skyldi þaö vera. Sama var mað handslátt, það var eins og mörg orf væru á lofti i einu og hann mátti varla vera að þvi að brýna. Svona var allt eftir þessu, ósérhlifnin og vinnugleðin sátu i há- sæti. Hann átti það til að segja eittvað i þá átt að „ungdómurinn i dag, það eru nú ljótu dauðýflin”, en ef einhver ann- ar fullorðinn tók undir i sama streng þá var andsvarið: ,,Og þeir eru nú ungir og óharðnaðir, greyin”, og svo skellihló hann. Þannig var Snæbjörn. Snæbjörn var geysilegur göngu- garpur, enda hafði hann margra ára- tuga þjálfun i þeirri iþrótt sem fjár- bóndi. Það var þvi ekki heiglum hent að fylgja honum eftir i smölunum eða þvi um liku. Man ég vel eftir smala- mennsku einni,sem við vorum saman i, en ég var þá 16 eða 17 ára „strák- hvolpur”. Þóttist ég þó vera sæmi- legur göngumaður eftir aldri, enda á eilifu rjúpna- og fuglaskytterii á þeim árum. Lentum við þá i þvi að missa kindur út i klif i sjálfheldu sem kallað er, þannig að við þoröum ekki að senda hunda á þær af ótta við að skjáturnar ..hálsbrytu sig fram af klettum”. Skepnurnar voru auövitað langt uppi i fjalli og bauðst ég til þess i oflátungs- hætti minum að fara upp og ná i þær. Langaði mig raunar litt til þess af þvi að við höfðum verið á rölti allan daginn og vorum þvi, hélt ég, báðir orðnir latir og slæptir. Snæbjörn kvað það ekkert mundu þýða að senda mig einan. þvi þetta væru verstu fjalla- gálur. sem ég myndi bara missa út úr lúkunum á mér. ef ég þá nokkurn tima kæmizt upp. Varð það þvi úr, aö við fórum báðir og tókst förin giftusam- lega en ég var orðinn lafmóður og upp- gefinn eins og hundur að þvi loknu. Sá Snæbjörn vist hvernig ástandið var og lagði hann til að við fengjum okkur smáhvild. Var sú tillaga samþykkt með feginsamleik og hafði ég þá orð á þvi.að hann væri nú meiri hroða- hlaupagikkurinn. Setti þá að honum feikna hlátur. en gat að lokum stunið þvi upp milli hviðanna ,,aö þú nýtur þess. stráktetur. að önnur afturlöppin á mér er hálfónyt úr gigt”! I annaö sinn var þaö, að við fórum i göngur inn á Geitdalsafrétt ásamt öðr- um bændum og búaliði úr Skriðdal. Var fariö i gangnakofa seinni hluta dags i bliðskaparveðri og legið þar við um nóttina. Morguninn eftir var svo farið ,,inn fyrir”, en þá hafði veður skipazt heldur betur i lofti; komin norðan rigning og þoka. Hvort sem það var nú að kenna fyrirhyggjuleysi minu eða skorti á þessa heims gæðum þá var og regnverjulaus og varð þvi fljót lega gegndrepa. Ekki bætti það heldur úr skák, aö við vorum riðandi og þvi litlir möguleikar á þvi að halda á sér hita. Varð mér þvi hrollkalt og enn versnaði ástandið þegar ,,inn fyrir” var komið og menn skyldu skipta sér til smölunar ,,út eftir”. Þá var nefni- lega komin norðvestan uppstytta en hitastig um og undir frostmarki. Z' •'lf ég þá svo tennurnar glömruðu i skolt- unum. Sumir félagarnir höfðu þá orð á þvi, að það væri þokkalegt eða hitt þó heldur að senda slikan grip i göngur, sem nú væri að geispa golunni i blið- skaparveðri. Likaði mér það hjal stór- illa, en fékk litt að gert nema að reyna að bita geiflunum sem bezt saman til þess að draga sem mest úr skram- landanum. Snæbjörn var fjallakóngur eins og venja var til og var það borið undir hann hvað gera ætti við „drusl- una”. Leit hann á mig, sagði fátt, en fór siðan i hnakktösku sina og náði i væna glerkrukku fulla af smjöri. Vék hann sér siðan að mér og mælti æði stuttur i spuna: ,,Héra, strákskratti, nú étur þú þetta niður i miðja krukku, annars steindrepstu úr lungnabólgu”. Þetta hreif, ég fann ekki til kulda framan þann daginn. Um kvöldið, þeg- ar við vorum komnir út i gangnakof- ann aftur kallaði Snæbjörn mig út fyrir vegg og sagði: „Heyrðu, ég meinti þetta nú ekkert illa við þig sem ég sagði i dag, en það var aðalatriðið að ná úr þér skjálftanum”. Þannig var hann, ekkert nema vinsemdin og manngæzkan. Snæbjörn var fæddur 16. september 1902 að Vaði i Skriðdal, sonur hjónanna Jóns Jónsonar, og Ingibjargar Bjarna- dóttur. Hann ólst upp við almenn sveitastörf, var við nám tvo vetur i Eiðaskóla og lauk þaðan prófi vorið 1923. Siðan var hann ráðsmaður i Vallanesi, unz hann gerðizt bóndi i Geitdal 1941 og bjó þar siðan til dauða- dags. Snæbjörn kvæntist Cróu Jónsdóttur frá Litla-Sandfelli i Skriðdal árið 1939. Þau eignuðust þrjá syni. Elzti sonur- inn, Jón Sigurður, búfræðikandidat, er kennari á Hvanneyri, hann er kvæntur Sigriði Einarsdóttur frá Mýnesi i Eiðaþinghá. Hinir synirnir, Bjarni og Einar Arnþór eru ábúendur i Geitdal; þeireru ókvæntir. Þau hjónin ólu einn- ig "pp að mestu leyti frænda sinn, Kjartan Runólfsson frá Litla-Sand- Islendingaþættir, 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.