Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 7
hafa eignazt, eins og þeir sjálfir hafi skapað heilabú sitt, sál sína og likama. Ég lit svo á, að allt það, sem heppn- ast, að það, sem tekst að áorka, se' fyr- ir náð þess almættis, sem öllu stjórn- ar. Ég trúi þvi, að i fylgd með einum og sérhverjum manni sé góð vera eða góðar verur, fylgi þeim frá vöggu til grafar. Þessar verur vilja hjálpa, leiðbeina og létta göngu okkar hér á jörð. Það, sem gildir fyrir okkur, er aðveraiopinn fyrir áhrifum þeirra, taka mark á þeim og fylgja þeim, en hleypa ekki öðru að, sem er óhollt, illt og hættu- legt. Á bernskuheimili minu og siðar á minu eigin heimili var litil mynd, sem hékk á vegg, þar sem börn sváfu. Þessi mynd var af sofandi barni, en til hliðar og ofan rúmsins sveif falleg, ung mey með vængi. Þetta var verndarengill, og af honum lýsti öryggi og vissa um vernd. Þetta var það, sem nú er stundum af litilsvirð- ingu kallað glansmynd. En blær myndarinnar og útstreymi frá henni var ljós, friður og blessun. Enn i dag lysir litla glansmyndin með englinum og barninu bjart i hugskoti minu, og áhrif hennar gelymast mér aldrei. Fyrir þá, sem ekki vilja trúa eða ekki þykjast trúa á neitt nema sinn eigin mátt og megin, ætla ég að nefna hér frásagnir af atburðum, sem hafa gerzt og vel má tengja trúnni um, að góðar verur eða englar séu i fylgd með mönnum, bjargi þeim, gefi þeim styrk og geri þeim göngu lifsins léttari og árangursrikari. Þegar ég var tólf ára, var þörf á að fá fyrir mig sumaratvinnu. Farið var til tveggja verzlana. Til kaupmanns- ins, sem rak stóra verzlun og um- fangsmikinn atvinnurekstur, og til kaupfélagsins, sem fór nú ekki sérlega mikið fyrir þá. Kaupfélagsstjórinn hafði ekki not fyrir mig, en kaup- maðurinn kvaðst láta vita eftir viku- tima. Svo skeði það af ástæðum, sem ekki verða greindar hér, að drengur- inn, sem var hjá kaupfélaginu, var lát- inn hætta fyrirvaralaust. Var þá sent til foreldra minna og sagt, að strákur- inn mætti koma til reynslu i einn mán- uð, — en hann yrði að koma strax. Og það varð svo. Þangað fór ég strax, — og þar vann ég siðan i rúm tuttugu og fimm ár. En frá kaupmanninum komu lika boð, en bara tveimur dögum seinna, og sagt, að þar væri atvinna til reiðu. Þegar honum var sagt, að nú væri þetta of seint, strákurinn væri farinn að vinna i kaupfélaginu þá varð kaupmanni. að orði: ,,Ö, aumingja barnið, að lenda þar!” — Svo fór, að þessari kaupmannsverzlun hrakaði mjög næstu árin og hætti með öllu. En kaupfélagið jókst og dafnaði. Þessi atvik, sem ég hef nú lýst, mörkuðu greinilega þá braut, sem ég gekk i lifinu. Sumir munu segja: Hér var aðeins um tilviljun að ræða. En hver réð þessari einkennilegu og ör- lagariku tilviljun? Ég hef trúað þvi og trúi þvi énn, að hér hafi verið að verki góðar vættir, sem vildu mér vel og höfðu góð áhrif á lifsgöngu mina. Það var i Suður-Sviþjóð fyrir mörg- um árum, að góður vinur minn ók bil sinum i gegnum þorp nokkurt. Tveggja ára drenghnokki hljóp skyndilega fyrir bilinn og lenti undir honum. ökumaðurinn fót út til þess að athuga, hvaða meiðslum hann hefði valdið. Hann var fullur af skelfingu og ugg. En fyrir atan bilinn var drengur- inn að skriða á fætur. Við athugun kom i ljós, að engin meiðsli hafði hann hlot- ið. Það var ekki einu sinni nokkra skrámu á honum að finna. ökumaður- inn leit til himins og sagði: „Detta var anglaskydd.” Þetta var englavernd. Þeir, sem ekki vilja trúa æðri vernd, segja: Þetta var aðeins tilviljun. Fyrir mig, eins og var fyrir vin minn, var þetta æðri vernd, ekkert minna gat ráðið þvi, að drengurinn lagöist þannig i götuna, að ekkert af 4 hjólum bflsins snerti svo mikið sem litlafingur hans. Haustmorgun nokkurn árið 1939 ók ég um eina af hraöbrautum Vestur- Kanada. 1 bilnum var kona min og börnin okkar þrjú. Snögglega kom bill- inn, þar sem háíka leyndist á veginum svolitilli brekku. Það skipti engum togum, að bilinn snerist þvert á veginn yfir tvær akreinar, sem voru fyrir bæði austur- og vestur-umferö. Varð það af einskærri tilviljun, haldið þiö, aö þann tima, sem ég þurfti til þess að rétta blilinn af og komast aftur á rétta akrein, kom enginn bill úr hvor- ugri áttinni? En augnablikum siðar kom úr báðum áttum óslitin röö hratt akandi farartækja, eins og haföi og verið, áður en á hálkuna kom. Ekki var ég i nokkrum efa um það þann morgun og alltaf siöan, aö þarna var guðleg vernd yfir okkur öllum, sem i bilnum vorum. Fyrir þrjátiu árum siöan vorum viö þrir Islendingar á heimleiö yfir At- lantshaf að vetri til.Þetta var á þeim tima, þegar öll skip sigldu ljóslaust, samflota undir herskipavernd, þegar hvað eftir annað heyrðust drunur af djúpsprengjum, sem kastað var i hafiö til eyðingar kafbátum. Viö hrepptum mikið óveöur og nokkru seinna bilaöi rafmótor við kaldavatnsdælur skips- ins, svo að ekki var unnt aö hreyfa aðalvél þess. Við uröum viðskila viö skipalestina, og skipið rak stjórnlaust i öskrandi stormi og ölduróti. Allir véla- menn skipsins, allir sem eitthvað gátu lagt til málanna, reyndu að lagfæra skaðann. En ekkert gekk. Þilfars- farmur skipsins var mikill og hár. Hann hafði farið úr skorðum. Að kvöldi annars dags gekk ég upp á þil- far til að sjá, hvernig útlits væri. Þá var komin svo mikil slagsiða á skipið, aö björgunarbátar á bakborða voru i sjó og sumir farnir, en bátar stjórnborðsmegin voru svo hátt uppi, að mér virtist vonlaust, að þeim yrði nokkru sinni komið óskemmdum á flot. Allt virtist þvi vera vonleysið eitt. Fyrir mig var það eitt að gera að fara i mina koju, hvaö ég geröi og sofnaði. Eftir nokkurra tima svefn vaknaði ég við þaö ánægju- lega hljóð, að stimplar aðalvélar skipsins voru aftur byrjaðir að fram- leiða þetta jafna og öryggisvekjandi nötur skipsins, sem allar eimvélar skapa, þegar i gang eru. Hvað hafði skeð? Ég fór i skyndi upp á þiljur og spurði frétta. Eftir allan þennan tima var skipið aftur þannig sett, að þvi mátti stýra upp i vind. — Það lét að stjórn. Hvernig atvikaðist þetta? — Þannig, að einn skipverja benti á litinn öryggissendi upp i brú skipsins. Þessi radiósendir var tengdur diseldrifnum rafmótor. Vélamennirnir sögðu þetta væri ekki til neins, rafmótorinn væri svo litill og auk þess með 110 volta speniiu, helmingi minni en dælur skipsins notuðu. Engu að siður fyrir- skipaði skipstjórinn, að þetta skyldi reynt. Lausum virum var komið fyrir niður i vélarrúm, — og það sýndi sig, að dælur skipsins hreyfðust, og þótt hægt væri, var það samt nóg til þess að ráöa för skipsins. Þvi var snúið til sama lands, og allir náðu þar heilir i höfn. Hvað var það, sem gerðist? Hver var sá kraftur, sem réði þvi, aö á siö- asta augnabliki datt ófræddum manni þaö i hug aö reyna það, sem lærðir fag- menn skipsins ekki reyndu? Sumir segja tilviljun ein. En hvað ræður slikri tilviljun? Ég trúöi þvi þá og trúi enn I dag, að þarna var guðlegur mátt- ur að verki, englavernd, sem bjargaöi skipi, farmi og fimmtiu manna áhöfn frá þvi aö hverfa i djúp hafsins. Hvaö veldur þvi, aö sumum mönn- um viröist heppnast svo til allt, sem þeir taka sér fyrir hendúr? An þess aö ég sé aö flokka sjálfan mig i hóp þessara manna, get ég samt fúslega sagt frá þvi, hvaö mig snertir, að ég hef oftsinnis, — já, svo skiptir hundruöum tilfella, veitt þvi eftirtekt, aö mér hefur verið bent til aö hafast að þetta eöa hitt, og það hefur blessazt. Ég hef lika veitt þvi eftirtekt, að þegar ég hef látið vera að sinna slikum ábendingum, hef ég siðar séð, að þar töpuðust góð tækifæri. Þeir, sem ekki islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.