Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 5
þakka hann. hvarflar hugurinn jafn- framt að glæsilegri og göfugri konu hans. frú Rannveigu Þór og börnum þeirra. Þótt hann væri einstaklega góður og umhyggjusamur heimilis- faðir, fer varla hjá þvi, að svo sem hann tók hlutverk lifs sins alvarlega, og mér liggur við að segja miskunnar- laust gagnvart sjálfum sér, hafi hans nánustu þráfaldlega hlotið að verða fyrir barðinu á stórhug hans og logandi athafna þrá, sem áttu sér vart takmörk — en allur var sá áhugi borinn uppi af vilja og getu til þess aö drýgja dáðir og láta sem mest gott af sér leiða. Þvi skal nú fjölskyldu Vilhjálms Þórs sendur hlýhugur og samúð með djúpri þökk fyrir rika hlut- deild i dáðriku lifi hans og starfi. Ég kveð svo að lokum með ást og virðingu þennan eftirminnilega hús- bónda minn um margra ára skeið, og þakka minningarnar mörgu i sam- bandi við hann. Vilhjálmi Þór mun heimkoman góð til austursins eilifa — afhafnamanninum mikla og snjalla, sem sagði og meinti: ,,Ég lit svo á, að allt það, sem tekst að áorka, sé fyrir náð þess almættis, sem öllu stjórnar. fcg trúi þvi, að i f.vlgd ineð einum og sérhverjum sé góð vera eða góðar verur. sem fyigi honum frá vöggu til grafar.” Baldvin Þ. Kristjánsson. t Washington D.C. er alþjóðleg borg og hér er allstór og samheldinn Islend- ingahópur. Arið 1965 bættust í hópinn Rannveig og Vilhjálmur Þór, en hann varð þá fulltrúi hjá Alþjóðabankanum. Okkur leyndist ekki, að hér voru komnir höfðingjar. Bæði voru þau hjón glæsileg, há, grönn, teinrétt með silfr- að hár og framkoma þeirra var róleg, hlý og vingjarnleg við hvern, sem var. Bezt naut Vilhjálmur sin i litlum hópi. Þar lifnaði kimnigáfa hans, og hans skarpa skynsemi var heillandi. Hann var fróður um alla hluti og þvi bráðskemmtilegur. En það, sem ég dáði mest i fari hans var karlmennsk- an og dugnaðurinn. Þegar hann, 65 ára, kom hingað hafði hann hvorki fullkomna sjón né heyraSamt ók hann bil öll árin i afleitu umferðarþvögunni hér, ekki eingöngu innan borga heldur og borga i milli. Og mér þótti athyglis- vert að heyra hann leiðbeina Ameri- könum, hvernig þeir ættu auðveldleg- ast að komast leiðar sinnar. Að sjálf- sögðu hafði hann vitsmuni og lifs- reynslu til þess að visa til vegar á flestum sviðum. Við hjónin erum þakklát fyrir kynni okkar við Rannveigu og Vilhjálm, og við sendum henni, sem alltaf var hans elskaða og sterka stoð—, og f jölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Hallfriður G. Schneider. t Snemma á árinu 1971 Huttu nokkrir þjóðkunnir menn og konur erindi i Rikisútvarpið i erindaflokk- inum Lifsviðhorf mitt. Einn þeirra var Vilhjálmur Þór, fyrrverandi utanrikisráð- herra. Erindi sitt nefndi hann: Að skapa betri heim. Birtist það hér á eftir. Að skapa betri heim Þegar við í dag heyrum fréttir eða sjáum þær, er oft mestum hryðjuverk, mannrán, morð og blóðsúthellingar, fréttir um þjófnaði, uppreisnir og hvers konar siðspillingu. Yfirleitt fréttir um allt það illa, sem er að ske i heiminum. Fréttir um góðverk eða fallegar framkvæmdir heyrast sjaldn- ar eða hverfa i myrkur hins illa. Svip- ur fréttanna er sá, að mannvonzkan sé viðast að verki, að spillingin sé miklu ráðandi i þessum jarðneska heimi okkar. Þessi tilfinning gengur oft svo langt, að menn spyrja hver annan: Er þetta ástand byrjunin á þvi Ragna rökkri, sem eyða skal heiminum? Er þetta fyrirboði þess heimsendis, er einhvern tima er sagt, að skuli koma? Ég held ekki, að svo sé. Ef við litum til baka yfir sögu þessarar heims- byggðar, þá sjáum við, að oft áður hef- ur syrt að, syrt svo, að menn hafa skelfzt og óttazt. Oft áður hefur virzt sem myrkrið og mannvonzkan væri komin að þvi að kæfa allt ljós og heil- brigt lif. Hingað til hefur verið séð fyr- ir þvi, að svo varð ekki. Alltaf hefur farið svo, að sortinn hefur orðið að vikja fyrir bjarma þess ljóss, sem streymir út frá þvi almætti, sem ég trúi, aðsé bak við allt lif og allar góðar athafnir mannanna. Það er lögmál, sem allir þekkja, að þegar alda hefur risið svo sem hún mest má, þá brotnar hún, hrynur og verður að lokum að engu. — Svo mun einnig fara með þessa öldu myrkurs, illra verka og spillingar, sem yfir heiminn gengur. Hennar timi kemur til að brotna og deyja. — Og þá mun aftur birta. Nú má vera, að menn spyrji, hvers vegna þetta almætti, sem ég áður nefndi, leyfir, að allar þessar skelfing- ar gerist. Sá einn, sem er alvitur, get- ur gefið svar við þeirri spurningu, en mættum við ekki hafa i huga gamla máltækið, að ,,á misjöfnu þrifast börn- in bezt”. Gæti ekki verið, að þessi ósköp séu nauðsynleg til þess að opna augu okkar fyrir þvi, aö ofurkapp eftir þvi að eignast öll heimsins gæði getur leitt af sér, að maðurinn týni sál sinni. Annað máltæki okkar segir: ,,Með illu skal illt úr drifa.” Mestur hluti þessara óróandi og ógn- andi frétta er ekkert sérkenni fyrir okkar land, þær koma frá hinum stóru fréttastofum úti i heimi. Það er þvi hægt að segja, að þetta sé heimstizka i fréttaflutningi, að telja helzt frétt- næmt það, sem ógnar og skapar i huga manna angist yfir ástandi okkar ver- aldar. Ef til vill gætu fréttamenn hér heima bætt eitthvað úr þessu með þvi að leit- ast við að flytja eins mikið og framast er unnt af fréttum af þvi góða, sem gert er, og með þvi að segja fréttir þannig, að eftir sé i huganum meiri blær góðs en ills. Til skyringar þvi, sem ég á við, vil ég nefna fréttaflutn- ing fyrir 59 árum siðan. Ógnarslys varð, — stærsta skip og veglegasta, sem þá var til, fórst á Atlantshafi i fyrstu ferð sinni. Skipið Titanic. Slysið var átakanlegt. Mörg hundruð manns fórust. Fréttin var i litlu blaði á Akur- eyri, og hún var þannig sögð, að fyrir mig, þá 12 ára, greyptist i huga minn ekki skelfing og ógn, líéldur hetjudáð þeirra mörg hundruð karlmanna, sem höfðu látið eftir skipsbátana handa konum og börnum, en sjálfir valið af fúsum og frjálsum vilja að fylgja skip- inu i hafiö. Og þegar skipiö seig i djúp- ið og dauðann, þá stóðu þeir á háþilj- um skipsins og sungu einum rómi: „Hærra, minn Guð, til þin, hærra til þin.” Yfir þessu skeflilega slysi hefur alltaf vegna frásagnarinnar verið i huga mfnum ljómi karlmennsku og hreysti og bjarmi trúarvissu þessara manna um, að almættið sæi fyrir þvi, að enginn dauði væri til, án þess að annað lif tæki við. Væri ekki athugandi fyrir erlendar fréttastofur og innlend- ar að leita meira eftir fréttum af þvi góða, sem er gert og alltaf er að ger- ast, og hvetja með þvi til meiri góðra og heilbrigðra gjörða? Og svo með atburðina sjálfa, sem er aöalatriðiö. Hvernig má hafa áhrif til þess að illvirkjum fækki, svo aö sam- búö manna verði betri, áhrif til þess að ýta burt öfund, sem er undirrót þess illa, en skapa i hennar stað vináttu manna á milli, svo að mennirnir læri að umgangast sem bræður og i einlægu 5 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.