Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 18
f?lli. Hann er nú bóndi á Þorvaldsstöð- úin i Skriðdal, kvæntur Vilborgu, dótt- ur Friðriks Jónssonar bónda þar, eins helzta gáfu-og framámanns Skriðdæl- inga i áratugi og konu hans Sigriðar Benediktsdóttur, Ijósmóður. Með atorku sinni og elju gerði Snæ- björn Geitdal að stórbýli, svo ekki sé meira sagt, en auk búrekstursins hlóð- ust á hann margvisleg trúnaðarstörf sakir trúmennsku hans, gáfna og óbil- andi heiðarleika. Meðal annars má nefna, að hann sat lengst af i hrepps- nefnd, var gjaldkeri sjúkrasamlags- ins, átti sæti i stjórn Ræktunarsam- bands Austur-Héraös um árabil og er enn margt ótalið. Eins og þegar hefur verið látið liggja að þá gekk Snæbjörn i Geitdal ekki heill til skó^ar og raunar var það svo frá þvi er ég man fyrst eftir honum. Að vonum varð maðurinn slitinn fyrir ald ur fram sakir ósérhlifni og erfiðis, enda þjáðist hann af gigt og vafalaust meir en nokkrir vissu þvi honum var litt um það gefið ,,að vorkenna skrokknum á sjálfum sér". Hitt er þó alvarlegra. að hjartað var bilað, en einnig þá veilu harkaði hann af sér og iét engan bilbug á sér finna. — Maður- inn með ljáinn, sá sem sjaldnast gerir boð á undan sér né fer i manngreinar- álit, hreif Snæbjörn vin okkar úr heimi hinna lifandi laugardaginn 13. mai sið- astliðinn. Hann varð bráðkvaddur að heimili sinu meðan siðustu geislar sið- degissólarinnar kysstu Norðurdalinn þann dag. Einn deyðir, annar lifgar; siðasta verk Snæbjörns i þeim heimi sem við köllum hinn raunverulega var að gróðursetja trjáplöntur i garði sin- um. Snæbjörn Jónsson er nú allur og enda þótt Skriðdalurinn fagri sé hinn sami og áður að ytra útliti, þá verður hann samt aldrei hinn sami hið innra. Það hefur myndazt tómarúm sem ekki verður útfyllt. Með Snæbirni er horfinn einn af beztu persónuleikum þessa lands. Hann er horfinn yfir i móðuna miklu sem enginn þekkir, en ef til vill er það hin mesta tign mannlegrar til- veru að við höfum ekki minnsta mögu- leika til þess að ráöa i hvað i vændum sé. Laun alls lifs er dauðinn, efnið snýr aftur til upphafs sins, sameinazt aftur frumeindum þess alheims sem við er- um byggö úr. Hvað tekur við veit eng- inn með vissu, en eitt er vist, lif og verk mannanna munu ekki gleymast svo lengi sem vitsmunaverur hafast við á þvi rykkorni i vetrarbrautarkerf- unum sem við nefnum Móður Jörð. Eftirlifandi eiginkonu og sonum vottum við undirritaður, bróðir hans og móðir okkar innilegustu samúð. Þér sjálfum, Snæbjörn.þökkum við af 18 öllu hjarta vináttu þina og hjálp. Það, að hafa boriö gæfu til þess að kynnast þér einn af þeim sárafáu gimsteinum sem sem hægt er að hreppa i lifsins straumi. Far þú i friði góði, elskulegi vinur og megi alheimsandinn vaka yfir þér og gæta þin um alla eilifð. Reynir Eyjólfsson, lyfjafr., lic. pharm. t „Fagurt er á fjöllunum” er haft eftir Fjalla-Eyvindi, en hann var um það manna fróðastur, svo sem kunnugt er. — Fagurt og friðsælt er einnig ,,inn á milli fjallanna" i mörgum hinum islenzku dölum — Fljótsdalshérað er rómað fyrir náttúrufegurð. —- Dalir þess: Jökuldalur, Fljótsdalur og Skriðdalur eiga þar sinn bróðurpart. Innst i Norðurdal i Skriðdal vestan Geitdalsár er stórbýlið Geitdalur, þar sem Geitdalsbunga á Hraungarði heldur vörð að vestan, en Hábaula á Múlaafrétti að austan. Geitdalur hefur frá fyrstu tið verið mikil landrýmis- jörð og heyskaparmikil á gamla visu, og þar hefur sjálfsagt oftast verið vel búið á hverjum tima, en ,,stærð” sina hefur hann þó mesta hlotið i höndum þess ábúanda, sem þar hefur setið siðustu áratugina. Margur góöur dagurinn, broshýr og mildur hefur gengið yfir á þessu vori og það sem sjaldan er, að allir lands- hlutar hafa i þvi efni verið likir hlut- hafar. Einn af þessum góðu dögum ,,er sveitin bjóst i sumarskart" var laugardagurinn 13. mai s.l. — Þann dag var Snæbjörn Jónsson bóndi i Geitdal að hlúa að ungum trjágróðri i myndarlegri skógargirðingu, stutt frá heimili sinu. og er siðdegissolin seig á bak við Geitdalsbunguna þótti honum mál að drekka eftirmiðdagskaffiö og gekk til bæjar. — Hress og glaður settist hann aö borði með fjöldskyldu sinni, en að stundu liöinni var hann allur. Já, svona fljótt er fótmál dauðans stundum stigið. Otför hans var gerð laugardaginn fyrir hvitasunnu 20-mai við viðstöddu fjölmenni. —■ Hófst hún kl. 14 á heimili hans með þvi að sóknarpresturinn, séra Gunnar Kristjánsson flutti bæn og undirritaður kveðjuorð. Söng annaöist hluti af karlakór Fljótsdals- héraðs. með undirleik frk. Helgu Þór- hallsdóttur. — 1 þingmúlakirkju hélt svo presturinn sina aðalræðu og Björn Pálsson söng einsöng. Að athöfn lokinni var svo öllum viðstöddum boðið til rausnarlegrar kaffidrykkju i Félagsheimili sveitarinnar að Arn- hólsstöðum. Snæbjörn var fæddur 16. sept. 1920 að Vaði i Skriðdal. — Foreldrar hans voru hjónin: Ingibjörg Bjarnadóttir bónda i Viðfirði Sveinssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Fannardal, og seinni maður hennar Jón Jónsson frá Hallbjarnarstöðum, sem var elztur hinna mörgu Hallbjarnarstaðasystkina, eins og fram kemur hjá mér, i afmælisgrein um Einar bróður hans á Höfða i S.t.bl. tslendingaþátta 23. marz s.l. Snæbjörn ólst upp á Vaði með for- eldrum sinum og systkinum. Börn Ingibjargar og fyrri manns hennar Björns bónda fvarssonar á Vaði, sem til aldurs komust voru fimm systur og tveir bræður. Guðrún giftist Ólafi Hallssyni, þau fóru til Ameriku og komust þar i efni og álit. Jónina giftist Árna Jónssyni frá Vallaneshjáleigu og Amalia Einari bróður hans. Þórhildur giftist Stefáni Guðmunds- syni á Eskifirði og Guðrún yngri örn- ólfi Sveinssyni á Norðfirði. Sigurður kvæntist Magneu Hafborgu Jónsdóttur frá Viðilæk, bjó lengst i Sauðhaga og við hann kenndur, en Bjarni átti Kristinu Arnadóttur frá Hnaukum i Alftafirði og bjó á Borg og við hana kenndur. öll eru þessi systkini nú látin nema Amalia, sem varð áttræð á s.l. vetri, en heldur sér með ágætum, bæði and- lega og likamlega, enda hafði hún af miklu að má. — Aðalsystkini Snæbjörns voru: Frú Björg kona Magnúsar Jónssonar frá Tunghaga, nú búsett á Egilsstöðum (áður gift séra Sigurði Þórðarsyni i Vallanesi). Vilborg, gift Runólfi Jónssyni frá Litla Sandfelli, búsett á Akureyri, og Armann bóndi á Vaði, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur frá Freys- hólum. Milli þessa fólks rikti alla tiö einlæg vinátta og ræktarsemi en af eðlilegum ástæðum hurfu eldri systkinin fyrr að heiman og festu ráð sitt viðsvegar, eins og að framan greinir. — Heimili þeirra Ingibjargar og Jóns var lengst af mannmargt og efnahagur frekar þröngur. en gestrisið og myndarlegt i bezta lagi. — Bæði voru þau hjónin frjálslega sinnuð og hvetjandi til fé- lagslegra samtaka og samstöðu i sveitinni. — Þær voru ófáar vetrar- samkomurnar sem haldnar voru á Vaði i þeirri tið, þó húsrými væri ekki um of þá leið þar öllum vel, þvi „hjartarúm” húsbændanna var nægi- legt. Snæbjörn vandist eins og aðrir sveitapiltar á þeim árum við hvers- konar bústörf. — Hann var að upplagi Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.