Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 6
samstarfi og samvinnu keppi að þvi að hjálpa hverjir öðrum til betra lifs, vinna saman i frjálsu samfélagi til þess að skapa betri heim? Þeir, sem minnast göfjgrarog góðr- ar móður, muna, hvernig hún inn- prentaði einfalda og trausta siðalær- dóma og bað fyrir börnunum sinum. Þeir, sem muna góða eiginkonu, sem á sama hátt varði miklum tima i aö inn- prenta börnum sinum þetta sama, um- vefja þau ástriki og fyrirbænum, þeir vita, aö þessi undirstaða fyrir lifið er sú, sem varir bezt og hefur þess vegna mest gildi. Það er þessi fræðsla, þessi andlega og kærleiksrika umhyggja góðrar móður fyrir barni sinu, sem okkur er, — sem heiminum er mest þörf á að eignast i miklu stærri mæli en nú er. t bernsku minni var alls staðar i kringum mig fátækt. Allir þurftu að strita langan dag fyrir lifsafkomu sinni. Sámt voru tekjurnar litlar. Þetta gilti jafnt um sveit, i bæ og við sjávarsiðu. 1 einni af beztu og fallegustu sveitum þessa lands varð margur smábóndinn aö komast af með fjölskyldu sina á litl- um túnbletti, sem oft gaf varla af sér eitt kýrfóður og með þvi að skafa með ljá rýrar engjar, svo að næðist fóður handa nokkrum kindum. Fiskimið voru fengsæl, en bátar smáir og verzlun með fiskafurðir óhagstæð. i bænum voru flestir án at- vinnu allan veturinn, oft langan vetur. Sem dæmi um þetta skal nefnt hér. að fyrirtæki nokkurt ákvað að auka bygg- ingarlóðsina með þvi að höggva niður mel og flytja á brott. Þetta verk varð að vinna svo. aö höggva frosinn melinn með haka og moka til þvi sem losnaöi, með spaða. Fyrir þessa vinnu voru greiddir 25 aurar á timann eða tvær og hálf króna fyrir 10 tima vinnu. En svo miklu máii skiptu þessar tekj- ur, að þegar fækkað var i vinnunni, þótti það næstum iltvirki gagnvart þeim heimilum, sem vinnuna misstu. Siðan þetta var eru aðeins 60 ár. t bernsku minni fundum við, sem ung vorum. alveg eins og æska nútim- ans. að framtiðin var okkar. Við fund- um ólgandi orku i blóði og vöðvum. Við þráðum að vaxa og takast fangbrögð- um við að skapa betri heim. Vinna að þvi, að fram undan yrðu betri timar, bætt afkoma, bjartara lif fyrir alla. En i þá tíð var ekki til neins að heimta af öðrum. Við vissum, að það ,sem gera þurfti, urðum við að gera sjálf. Atvikin höguðu þvi svo, að ég barst ungur i fang félagsmálahreyfingar, sem átti fyrir sér að vaxa og verða 6 áhrifarik um bætt kjör almennings. Ég trúði þvi þá, að það, sem mest kallaði að , það, sem beita þyrfti allri orku og áhuga að, væri að bæta kjör þeirra, sem minnst báru úr býtum fyrir strit sitt. Að þessu vildi ég leggja krafta mina alla og fá aðra tiFað gera slikt hið sama.Draumar okkarvoruaðrækt un sveitarinnar okkar mætti stórauk- ast, að bóndinn fengi betri tæki til bú- starfa, að afurðir hans yrðu fjölbreytt- ari, afkoman betri. Að i bænum okkar yrði aukin atvinna, að störf væru til að vinna, einnig á veturna. Að við sjóinn mættu bátarnir verða stærri, öruggari og betri. Og að verzlunin almennt yrði hagkvæmari, betri og réttlátari. Fyrir samstarf margra góðra manna auðnaðist það að sjá bætt lifs- kjör verða að veruleika. Ræktunin jókst. Með henni sköpuðust möguleik- ar til aukinnar og nýrrar framleiðslu afurða, sem gáfu tekjur allt árið um kring og sköpuðu öryggi. 1 stað ljás og hrifu komu betri tæki, fyrst vélar, dregnar af hestum, siðar vélknúin tæki, fullkomnari og fullkomnari. Allt þetta bætti bóndans hag. Og kotbýlin og hjáleigurnar urðu smátt og smátt jafningjar og stundum meiri stórbýl- unum, sem áður voru. Atvinna i bænum jókst. og iðnaður sá fyrir vetrarvinnu fjölda fólks. Bátarnir stækkuðu veiðarfærin bötn- uðu. Verzlunin varð réttlátari og hag- kvæmari. Erfiðið varð minna, arður- inn af stritinu meiri. Vinnudagurinn varð styttri. Hagsældin jókst og varð almenningseign i sveitinni. bænum og við sjóinn. Að þetta heppnaðist og heppnaðist svo fljótt sem varð er að þakka skiln- ingi fólksins á þvi, að með þvi að starfa saman i samhjálp og samvinnu að vel- feröarmálum sinum nást stærstu sigrarnir. Þar sem þessi skilningur. þessi samhugur. var rikastur. þar varð árangur beztur og kom fyrst fram. — Nú eftir öll þessi ár er ég jafn- sannfærður eins og ég var i upphafi um. að aðeins fvrir trausta samstöðu fólksins sjálfs i kerfisbundnu sam- starfi samvinnufélaganna gátu þessar öru framfarir orðið veruleiki á þeim tima. Framfarir þessu likar eða svipaðar urðu smátt og smátt um landið allt. Siðar gafst mér kostur þess að vera þátttakandi i uppbyggingu og fram- farastarfi, sem snerti landið allt. Draumar ungmennanna frá byrjun þessarar aldar og vonir hinna mörgu. sem siðar komu og lögðu sig fram um að skapa aukna hagsæld þessari þjóð. hafa rætzt á mörgum sviðum langt fram yfir allar vonir. — Og brevt- ingarnar, sem ryðjast fram með si- auknum hraða. eru svo stórkostlegar. að við undrumst og fögnum að sjá lifs- kjarabatann verða að æ meiri veru- leika. Er þá ekki allt fengið? Liður ekki öllum vel? Eru ekki allir ánægðir? Mér virðist það sé nú siður en svo. Nýjar kröfur, nýjar óskir um meiri hraða i sköpun lifsþæginda, eru há- værar. Það skal viðurkennt, að til þess að framfarir haldi áfram, þarf maður- inn að óska sér meira, þrá annað meira og betra en það, sem hann á eða hefur eignazt. Þetta verður og er nauðsynlegt til þess að knýja hann áfram i leit að nýju og þvi sem er betra en það, sem hann þekkir. — Þetta er áskapað allri heilbrigðri æsku og er lofsvert. En vandinn er að vita og skilja rétt, hvað er fyrir mestu, hvað á að sitja i fyrirrúmi. Og svo, hvernig á að vinna. Það virðist vera um of tizka nú að kalla eftir þvi, að aðrir geri hlut- ina, heimta af hinum. Sjaldnar spurt: Hvað get ég gert? Hvernig má mér sjálfum takast að leggja til málanna, svo að góður árangur náist? Allir þeir, sem dreymdi stóra drauma og sáu marga þeirra verða að veruleika, fagna árangri og gleðjast, en jafnframt vaknar spurningin: Er þetta nóg? Hefur kannski eitthvað fat- azt i framkvæmdinni, sást yfir eitt- hvað, sem var mikilvægt? Ég óttast.að svo sé. Gleymdust ekki þau spöku orð, sem sögð voru fyrir nærri 2000 árum. orðin: ..Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði”? Þurfti ekki að gera meira fyrir uppbyggingu and- ans, svo að efnið og efnishyggjan yrði ekki of mikils ráðandi? Margir munu svara: Það hafa verið byggð mikii skólahús, skólamenntun er nú auðfengnari öllum. sem áður var aðeins fyrir fáa. En hvað kenna þessir skólar? Fyrst og fremst ýmiss konar hagfræði. Veita kunnáttu til að fara með stærri tölur. fara með alls konar vélar, kenna verkfræði. svo að byggja megi meira og stærra en áður. Læknisfræði til þess að lengja iif likamans. Alit er þetta ganlegt fyrir likamlega hagsæld. — En hvar eru skólar. sem vekja athygli barna og ungmenna á. hvað er hinn raunveru- legi tilgangur lifsins sjálfs? Hvar eru skólar, sem leggja áherzlu á að kenna einföld kristin fræði. sem kenna siða- lærdóm Krists. sem var. er og mun alltaf verða undirstaða alls heilbrigðs andlegs lifs. — Er ekki þörf á að gæta að. hvar við stöndum i þessum efnum? Þeir menn eru til. sem ofmetnast af þvi. sem þeir hafa komið i fram- kvæmd. hreykja sér af afrekum sin- um. miklast af gáfum. sem þeim hafa verið gefnar. af menntun. sem þeir íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.