Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 03.08.1972, Blaðsíða 19
hjálpsamur, röskur og starfsamur, en fremur heilsuveill i æsku og raunar alla ævi. — Var næstum með ólik- indum hverju hann afkastaði fram eftir árum með sina heilsu, en lundin var með fágætum létt og skapið hressilegt; hefur það eflaust létt störfin að mun, og þeim einkennum hélt hann til þess siðasta. — Snæbjörn lauk prófi frá Eiðaskóla vorið 1923 eftir tveggja vetra nám. En þangað hafa sótt margir efnismenn þessa héraðs og viðar að haldgott veganesti i margþætt lifsstarf fyrir sjálfa sig og samtið sina. Árið 1925 giftist Björg systir hans séra Sigurði Þórðarsyni. — Vorið eftir brugðu foreldrarhans búi á Vaði og fluttu að Vallanesi ásamt þeim Ár- manni og Snæbirni sem gerðist ráðs- maður á búi presthjónanna. Séra Sigurður átti við langvarandi vanheilsu að striða svo hlutur Snæ- björns varð mikill þar um langt árabil, en hann leysti þessi störf af hendi af einstakri samvizkusemi og dugnaði, að dómi þeirra sem bezt til þekktu. Árið 1939 kvæntist Snæbjörn Gróu Jónsdóttur. hinni mestu myndarkonu. — Hún var dóttir merkishjónanna Jóns Runólfssonar. bónda og oddvita i Litla Sandfelli, er á sinum tima var mikill framámaður i Skriðdalshreppi og konu hans Kristbjargar Kristjáns- dóttur, atgervis og friðleikskonu, er lézt i hárri elli vorið 1962 á sjúkra- húsinu i Neskaupsstað, en hafði siðustu árin dvalið hjá þeim Geitdals- hjónum. Vorið 1941 losnaði úr ábúð Geitdalur i Skriðdalshreppi. er Einar Jónsson og Amalia Björnsdóttir. hálfsystir Snæ- björns létu af búskap, en þar höfðu þau búið viö velgengni og vinsældir frá 1923. Jörðin var þá eign hreppsins og hafði verið svo um alllangt skeið. Nú sótti Snæbjörn um ábúðina og fékk hana og keypti stuttu siðar. — Á þessum árum átti Snæbjörn ýmissa kosta v.öl i Vallahreppi. sem frá náttúrunnar hendi er vafalaust að mörgu ..betri" sveit en Skriðdalurinn. En á Snæbirni sannaðist að ..römm er sú taug. sem rekka dregur fööur túna til". — Enda Skriðdalurinn að margra dómi fallegur. þó hann sé að jafnaði harðbýll. — ,.Ég held hann sé fallegasti dalur a landinu" skrapp einu sinni fram úr Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra. Eftir að Snæbjörn var orðinn bóndi i Skriðdal varð hann fljótlega þátttak- andi i hini'm félagslegu störfum sveitarinnar. — Má með sanni segja að lengst ai hafi hann verið viðriðinn flest þau störf. sem sérhvert sveitar íslendingaþættir félaghefurmeð höndum. — má þar til nefna, að lengst af hefur hann átt sæti i hreppsnefnd, forðagæzlu- og virðingamaður lengi, og nú á siðari árum gjaidkeri sjúkrasamlagsins og ýmislegt fleira innan sveitarinnar , þó hér sé ekki talið. Þá átti hann sæti i stjórn Ræktunarsambands Austur- Héraðs um mörg ár og var þar gjald- keri. — Þetta sýnir að lifsstarf Snæ- björns var slungið mörgum þráðum, og ekki einskorðað við hans eigin rekstur en þó engan veginn var kastað höndum að. 011 störf fórust Snæbirni vel og myndarlega úr hendi, röskleiki hans og heiðarleiki komu alls staðar fram, enda naut hann hvarvetna trausts. — Hann var greindur og fljótur að átta sig á málum og hiklaus i framkvæmd, hvort heldur var fyrir sjálfan sig eða aðra. Um svipað leyti og Snæbjörn gerðist bóndi í Geitdal hélt vélamenningin innreið sina fyrir alvöru i islenzkan landbúnað. Stórvirkar jarðvinnslu- vélar komu til sögunnar og gerbreyttu öllum ræktunarmöguleikum, enda tók Snæbjörn fljótt til óspilltra málanna, með margþættar framkvæmdir i ræktun, jafnvel kornrækt hafði hann um mörg ár hér ,,inn á milli fjallanna" með sæmilegum árangri. Þau Geitdalshjónin eignuðust þrjá syni. Elzti sonurinn Jón, kennari á Hvanneyri. kvæntur Sigriði Einars- dóttur frá Mýnesi, Bjarni og Einar báðir heima og ókvæntir. Þá ólu þau upp að mestu frænda sinn Kjartan Runólfsson, nú bónda á Þorvalds- stöðum. Nokkur hin siöari ár hefur verið félagsbú i Geitdal með þessum feðgum, er ræktun og áhöfn lika með þvi stærsta sem gerist hér á Héraði, og er svo búið að vera iengi. — En stór- virki i landbúnaöi koma ekki fyrir- hafnarlaust, með þrotlausu erfiði og umhyggju fjölskyldunnar allrar hefur sá árangur náðst sem þar blasir við. Snæbjörn var vel á sig kominn, meðalmaður á hæð og sivaivaxinn, en svo lotinn i heröum á siöari árum, augun blágrá og brúnir miklar, ennið hátt og svipurinn festulegur og hreyfingar allar fjörlegar. — Hann var nágranni góður. ekki einungis hér, heldur fékk hann það orö allsstaðar. Greiðamaður mikill og höfðingi i lund ef honum þótti mikið við liggja. Kannski sýnir fátt betur manninn sjálfan en góður vitnisburður þeirra, sem bezt til þekkja. 1 Geitdal hafði Snæbjörn búið i full 30 ár. Brotizt i margvislegum fram kvæmduin og gegnl ýmsum hliðar- störfum við góðan orðstir. — Það er þvi ..skarð fyrir skildi” við fráfall hans og margt að þakka. Hann var að mörgu eftirminnilegur persónuleiki, ekki hvað sizt fyrir hina léttu lund og gáskafullu, sem eins og mettaöi andrúmsloftið i kringum hann. Gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja eins og að likum lætur með þannig lagaða skapgerð og veitingar ekki skornar við nögl hjá húsfreyjunni. enda Geitdalur orðlagt gestrisnisheimili. Eftirlifandi eiginkonu hans og sonum vottum við hjónin innilega samúð. Þau hafa mikið misst, þvi af nánum kynnum get ég vart hugsað mér nærgætnari eiginmann né um- hyggjusamari heimilisföður en Snæ- björn. Hlýjar minningar og góðhugur sam- ferðamannanna fylgir honum héðan inn i morgunroöa hins nýja dags. Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum. HARALDUR RAGNARSSON húsasmiður Búðardal Fæddur 13/6 1!)2S Dáinn 30/5 1972 Kveðja frá eiginkonu og börnum. Ég legg i hljóði lftinn sveig á lága beðinn þinn, og hjartans kveðju um hulinn stig þú höndlar vinur minn. í þinni návist áttum við svo alltof skamma stund, en minning þin ljómar, mild og skær mér fram að hinzta blund. Með söknuð i hjarta, sorg á brá við sitjum lifs á strönd Þar aldan reis, er burt þig bar i björt og ókunn lönd. Og stirínuð er þin haga hönd, er heimilið prýddi og bjó sú hönd er mörgum lagði lið unz lifiö burtu fló. Nú þakka vilja börnin blið þér bjarta föðurást, og harma hlýjan föðurfaðm þann faðm, er aldrei brást. En miskunn Guðs ei gleymum við hann gæti þin, vinur minn, svo légg ég i hljóði litinn sveig á lága beðinn þinn. K.G. 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.