Heimilistíminn - 08.03.1979, Page 22

Heimilistíminn - 08.03.1979, Page 22
Ég las tvær siðustu setningarri'ar aftur og aftur, og fann aó augun fylltust af tárum. — 6, Jason, mikið ert þú heimskur! sagði ég hátt milli þess sem ég grét og hló. Það var vika þangað til Kestrel átti að leggja af stað. Siðan myndi það taka okkur tvær vikur að komast heim til Sag Harbor. Þrjár vikur — áður en ég fengi tækifæri til þess að segja Jason hversu heimskur hann væri, og að hann hefði á réttu að standa. Þrjár vikur þar til ég gæti sagt hon- um, hversu mikið ég elskaði hann! Kannski Purcell lægi enn i höfninni, ef ég væri heppin, hefði skipinu ef til vill seinkað... Ég þaut á fætur og klæddi mig og hafði ekki tima til þess að huga að útliti minu, heldur stökk af stað um leið og ég var tilbúin niður að litlu höfninni. Jason, hrópaði rödd innra með mér Jason, þú mátt ekki vera farinn. Með aug- un full af tárum stóð ég niðri á bryggjunni og skyggndist um eftir skipunum. Þarna var Kestrel og við hlið hennar lá Purcell, guði sé lof! Ég tók eftir honum uppi á þilfarinu. Hann stóð og horfði út yfir sjóinn, en sneri baki að verið róleg og yfirveguð lengur, og mér var sama þótt við værum ekki ein. Ég kastaði mér i faðm hans og muldraði: — Mikið ertu vitlaus Jason, ó hvað þú ert mikill kjáni: Hann skildi mig. En hann tók samt ekki utan um mig strax, hreyfði sig ekki úr stað, og sagði ekki eitt einasta orð i nokkrar sekúndur. Þögn- in nægði mér til þess að vita, að hann hafði skilið, við hvað ég átti. Að lokum tók hann i mig og hélt mér svolitið frá sér, og ég sá vantrúnað- inn blandast gleðinni i augnaráði hans. Hás og utan við sig sagði hann: — Farðu aftur upp á hótelið, Irene! Ætlarðu þá að vera kyrr, Jason? —Já, ég verð kyrr, og ég kem og tala við þig i herberginu þinu eftir svo sem eina klukku- stund. Þá getum við talað nánar um það, hversu mikill kjáni ég hef verið.. Ég leit á sjálfa mig i speglinum, þegar ég kom til baka til hótelsins og gat ekki annað en brosað. Hárið var allt úfið, augun dökk af æs- ingi. Nokkru siðar, þegar ég sat og borðaði morgunmat með Lizu, kom Paul. Ég heilsaði, þegar ég kom auga á hann. Rifrildi hans og | FRAMHALDSSAGAN | © Fonsell -hússins eyjunni. Ég tók saman pilsið mitt og flýtti mér um borð. Einn af áhöfninni visaði mér leiðina eftir þilfarinu, og þegar ég kom móð og más- andi upp brattan stigann, kom ég auga á Jason úti við borðstokkinn. Ég kallaði til hans, og hann kom hægt i áttina til min. — Góðan daginn, Irene. Röddin var þvinguð og svo varð augnabliks þögn. — Hefurðu ekki fengið bréfið frá mér? — Jú, sagði ég og náði varla andanum! — Þess vegna er ég hingað komin. Nú gat ég ekki 22 Jasons virtist svo fjarlægt. Hann leit rannsak- andi á mig og svo sagði hann rólegur: — Ég kom til þess að segja þér, að við verð- um að fresta ferð okkar. Ég ætla að fara niður á sjúkrahúsið núna á eftir. —Það gerir ekkert til, sagði ég, og gætti þess að horfa ekki á hann. — Viltu ekki fá þér eitthvað, egg eða kaffi? — Nei, þakka þér fyrir. Ég er búinn að borða morgunmat. Hann tók ekki augun af mér. Veizt þú, að Jason hefur breytt um fyrirætlanir?

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.