Heimilistíminn - 08.03.1979, Síða 32

Heimilistíminn - 08.03.1979, Síða 32
aði bóndi hennar, „annars fáum við lifandi álegg. Dagsverki býflugnanna er enn ekki lok- ið”. Fjöldi býflugna var enn að störfum i kring- um þá. Þær söfnuðu hunangi af kappi, og fluttu jafnframt frjókorn ámilli blómanna, án þess að þær hefðu hugmynd um, hve mikilvægt starf þær unnu i riki náttúrunnar og fyrir mennina. „Það verður áreiðanlega mikil berjaspretta i sumar”, sagði húsfreyja brosandi. „Þú ættir að koma i haust Halli, og tina með okkur. Ég vona, að þú verðir þá ekki farinn”. Hugur Halla hvarflaði til sögunnar um pen- ingahvarfið. Hann leit með gætni og rannsak- andi augnaráði til hinna ágætu hjóna, sem hann sat nú hjá, með vel þeginn kaffibolla i hönd. Skyldu þau vera að hugsa um einhvern jakka og hundrað krónur? Nei, svo virtist alls ekki vera. Þau voru þegar byrjuð að neyta hinna ágætu veitinga og báðu Halla að láta ekki standa á sér. Ofurlitill vindsveipur feykti yfir þau nokkr- um eplablómum, svo að húsfreyja varð að veiða sum þeirra upp úr rjómakönnunni. „Þú ættir að koma oftar til okkar, Halli minn”, sagði hún bliðlega. „Það varð allt svo hljótt hérna, þegar hann Hans okkar fór til Ameriku”. Gluggar bændabýlanna niðri i sveitinni glóðu fagurlega i skini kvöldsólarinnar, sem nú var að hverfa á bak við ásana i vestri. Jafnframt sló hún gullnum bjarma á haf og hauður, svo að unun var á að horfa. Sumarkvöldin eru viða undursamlega fögur. Þegar þau höfðu neytt hinna gómsætu veit- inga, spennti Halli Brún fyrir kerruna, settist upp i hana og ók fimlega niður eftir, i áttina til uppeldisheimilisins. 32 Þegar hann var kominn töluvert áleiðis, varð visst atvik til þess, að kalla fram i huga hans ákveðna bernskuminningu. Hann átti raunar mjög fáar minningar um móður sina og æsku- heimili. Hún dó, þegar hann var aðeins fárra ára gamall, og um föður sinn vissi hann ekkert. En nú kom fram i hugann sú minning, sem alltaf var einna skýrust: Hann sá mömmu eins og i móðu, þegar hún gekk á undan honum, heim túngötuna i gróandanum, með klút á höfði og körfu á handleggnum. Andlitsdrætti hennar mundi hann harla óljóst. En það var svo skritið, að alltaf, þegar hann reyndi að kalla fram mynd hennar i huga sér, á heimilinu þeirra litla, var það sifellt Kata, kona Kristófers garðyrkjumanns, sem hann sá þar. Það var hún, sem kom frá grisnum með tóma matarfötu, það var hún, sem bakaði kartöflu- lummurnar góðu og var mjölug i framan. Og það var hún, sem batt um ljóta sárið, sem hann fékk, þegar hann datt niður þrepin. Hann flutti taumana yfir i hægri hönd sina og virti fyrir sér örið, sem hann hafði á þeirri vinstri. Það minnti hann jafnan á húsið þeirra litla og mömmu, sem hann hafði eitt sinn átt fyrir langa löngu. Liklega hefur það verið jarðarfar- ardagur mömmu, þegar stofan þeirra var full af fólki og stórt kökufat á borðinu. Við limgerð- ið voru margir hestar bundnir, og nösluðu hey, sem þeim hafði verið gefið. Þetta mundi hann býsna glöggt. Þessar óljósu en kæru bernskuminningar þokuðu nú fyrir öðru, þvi að þeir nálguðust óð- um uppeldisheimilið. Halli sá glitra á gula stráhatta og ljós sumarföt milli trjánna i garð- inum. Það voru vist allir, sem vettlingi gátu valdið, úti i góða veðrinu, bæði á sjó og landi. Villi hafði hagað sér óttalega heimskulega

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.