Morgunblaðið - 19.02.2005, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 19.02.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 59 MENNING ÞAÐ hefur ekki borið ýkja mikið á Sigurði Örlygssyni í sýningarflóru Íslands undanfarin ár en hann var í framlínunni fyrir um 20 árum. Velti ég því fyrir mér hvort senan hér heima sé svo lömuð að menn missi áhugann með aldrinum, nenni ekki að byrja sýningatúrinn eina ferðina enn þegar stóra einkasýningin á Kjarvalsstöðum er búin. Sigurður Örlygsson er líka langt frá því að vera eini listamaðurinn sem blómstraði þegar Nýja málverkið var og hét sem hefur haft hægt um sig undanfarið. Hafa sumir hverjir horfið sporlaust. En Sigurður er nú sem betur fer kominn á skrið að nýju. Sýndi litla sýningu í Listhúsi Ófeigs í fyrra og nú í Galleríi Sævars Karls undir yfirskriftinni „Ætt- armót“. Þetta er sjálfsævisöguleg sýning þar sem listamaðurinn af- hjúpar sig í draumkenndu myndmáli sem vísar til minninga sem sitja á sálu hans og maður skynjar tilfinn- ingar eins og einmanaleika, söknuð og eftirsjá. Ræðst sýningin gegn rótgrónu viðhorfi að tilfinningalegt líf listamanns komi engum við. Að list sé ekki þerapía. En það er nú svo með tilfinningar að þær eru sam- mannlegar og þótt myndefnið kunni að miðast við uppgjör Sigurðar á sínu lífi þá kann það vel að umturn- ast og varpa athygli áhorfandans á sína æsku og uppgjör. Að því leytinu er sýningin nokkuð áleitin og virkar sem ferskur blástur á „popúlisma“ nútímans þar sem persónulegum til- finningum er jafnan haldið fyrir ut- an listina. Sérstaklega ef þær ber- skjalda listamenn og opinbera breyskleika þeirra. Verkin á sýningunni eru misjöfn að gæðum og sýnist mér að áhugi Sigurðar á eðli málverksins og efni hafi rénað frá fyrri tíð og uppgjörið eða sjálfsskoðunin tekið yfirhöndina. Verkið „Ættarmót fyrir hálfri öld“, sem er uppsett sem altaristafla og sýnir listamanninn sem nakinn dreng umkringdan 70 portrett- myndum, er þó heilmikið framtak og verðugt lykilverk sýningarinnar. Það eitt og sér ætti að gefa listunn- endum næga ástæðu til að leggja leið sína í Gallerí Sævars Karls og skoða þessa ærlegu afhjúpun Sig- urðar. Morgunblaðið/Jim Smart „Verkin eru misjöfn að gæðum og sýnist mér að áhugi Sigurðar á eðli málverksins og efni hafi rénað frá fyrri tíð,“ segir m.a. í umsögn. Afhjúpun Sigurðar Örlygssonar MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 3. mars. Olíumálverk – Sigurður Örlygsson Jón B.K. Ransu Í dag, á nýja sviði Borgarleik-hússins, mun HildigunnurHalldórsdóttir leika einleik á fiðlu eða öllu heldur fiðlur. Á tón- leikunum, sem bera yfirskriftina Kynslóðabil fiðlunnar, verð- ur nefnilega farið í eins kon- ar samanburð á tveimur ólíkum fiðlutegundum, það er einni sem smíðuð er að hætti barokktímans og annarri sem kalla mætti nútíma- fiðlu.    Tildrög þessa má rekja til þess aðHildigunnur fór þess á leit við Hans Jóhannsson fiðlusmið að hann smíðaði handa henni barokkfiðlu. Hildigunnur er fastráðin við Sinfón- íuhljómsveit Íslands en hefur auk þess starfað með öðrum tónlist- arhópum og þar hefur hún m.a. lagt sig eftir barokktónlist og leikið þar á fiðlur og gömbur. Sögulegur bakgrunnur þessa er á þá leið að þegar tónleikar fóru að færast inn í stærri sali og eign- arrétti aðalsins á þeim þar með af- létt var hljóðfærum breytt svo hægt væri að mæta þessum nýja veru- leika. Á þriðja og fjórða áratug tutt- ugustu aldar hófst svo vakning gagnvart eldri útgáfu hljóðfæranna og tónlistarmenn tóku að spá og spekúlera í því hvernig tónlistin hefði hljómað fyrir áðurnefndar breytingar, en þá var hún flutt í stofum og herbergjum og atgangur við hljóðfæraleikinn því jafnan minni. Auk þess olli stærð herbergj- anna því að hljómurinn var öðruvísi. Tóku menn sig nú til og breyttu hljóðfærunum aftur – settu þau í upprunalegt form. Þessi háttsemi var umdeild og mönnum um- svifalaust skipt upp í tvo hópa, al- vörutónlistarmenn sem sinntu ný- sköpun og hins vegar vafasama gervitónlistarmenn sem voru að reyna að læða sér inn bakdyra- megin með tilgangslausu daðri við fortíðina. Samtíminn veitir fólki hins vegar blessunarlega svigrúm til að sinna þessu tvennu og gerir tónleika Hildigunnar þar með mögulega.    Hildigunnur á fiðlu sem varsmíðuð af Enrico Catenari ár- ið 1694 og stakk Hans upp á því að hann gerði eftirlíkingu af þeirri fiðlu, en með barokkstillingu. Fiðlan sem Hans smíðaði er því eins og fiðla Catenaris var upphaflega, en henni var hins vegar breytt um miðja 19. öld. Hans lék sér meira að segja að því að gera eftirlíkinguna sem allra nákvæmasta, setti rispur og annars konar slit inn í nýsmíðina. Á tónleikunum verður hljóm- munur fiðlanna svo skoðaður, þýsk barokktónlist verður leikin á barokkfiðluna en íslensk nútíma- tónlist á nútímafiðluna. Hans og Hildigunnur tóku blaða- mann með sér í stuttan spássitúr um heim barokkáhugamannsins og seg- ir Hans barokknálgunina hafa opn- að eyru nútímafólks fyrir öðrum möguleikum. Flutningurinn þar sé fínlegri og látlausari og tónninn meira dreginn úr hljóðfærinu en að honum sé ýtt út með offorsi, eins og stundum er tíðkað í stærri tónleika- sölum og í stórum hljómsveitum. „Smærri salir henta þá best fyrir barokkið, þar njóta hljóðfærin sín best, enda upprunalega handleikin í þannig plássum.“ Hann segist þá ekki í vafa um að tónskáld, stjórnendur og fleiri tón- listarmenn hafi lært af þessari end- urvakningu. „Bara það að koma með aðra nálgun inn kemur róti á hugann og getur þess vegna opnað fyrir ný- sköpun.“ Áhugi Hildigunnar á barokkinu kviknaði í Skálholti þar sem hún segir að barokktónlistin hljómi ein- staklega vel. „Ég heillaðist einfaldlega af hljóðheimi tónlistarinnar frá þess- um tíma. Þetta er allt önnur upp- lifun. Mér sem listamanni finnst gott að geta sinnt báðum þessum heim- um en þeir eru til sem gerast harðir barokksinnar og vilja ekkert ann- að.“ Hildigunnur segir mjög ólíkt að spila á þessi tvö hljóðfæri. „Barokkfiðlan er stillt hálftón neðar og allt er einhvern veginn mildara og afslappaðra. Hin fiðlan er þyngri, einhvern veginn tærari og hljómhærri. Þá þarf líka að beita boganum öðruvísi, stilla sér öðruvísi upp og þess háttar.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 15.15 og eru hluti af 15.15- tónleikaröð Caput-hópsins.Verkin sem flutt verða eru Fantasía nr.7 í Es-dúr TWV 40:20 eftir Georg Phil- ipp Telemann, Partíta II BWV 1004 eftir Johann Sebastian Bach, Offerto op. 13 eftir Hafliða Hall- grímsson og Rondo burlesco eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og verður um frumflutning á því verki að ræða. Tvær fiðlur, tveir heimar ’Hans lék sér meira aðsegja að því að gera eft- irlíkinguna sem allra ná- kvæmasta, setti rispur og annars konar slit inn í nýsmíðina.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hans Jóhannsson fiðlusmiður og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari með fiðlurnar góðu á verkstæði Hans. LEIKFÉLAG Fjölbrautaskóla Suð- urnesja hefur marga góða leikara og listamenn innan sinna raða. Nú hafa þau sett upp mannmarga sýningu og fengið Jón Marínó Sigurðsson til að leikstýra. Söngleikurinn Er til- gangur? var saminn fyrir Vox arena fyrir fimmtán árum en höfundurinn var þá í hljómsveitinni Pandóru sem samdi lögin og flutti og gaf út á geislaplötu. Hugmyndin að verkinu ágæt og sönglögin áheyrileg auk þess sem nokkrar skondnar persónur koma við sögu. Hins vegar er söguþráður allur og framvinda verksins laus í sér og ómarkviss til viðbótar við tilfinn- anlegan skort á ákveðnu sjónarhorni. Aðalpersónan, Skúli, verður þess vegna aldrei áhugaverð persóna, hann er jú skemmtilega saklaus en það vantar innistæðu fyrir einfeldn- ingshættinum. Það er ekki und- irbyggt hve einfaldur hann er og skilningssljór og þess vegna óskilj- anlegt og frekar óáhugavert að fylgj- ast með framvindunni. Aftur á móti eru þarna nokkrar áhugaverðar og lifandi persónur. Þar má nefna verk- stæðismanninn káta og eirðarlausa, Bigga frænda, og Tomma sem er besti vinur Skúla þó að því miður sé heldur sorglegt og fordómafullt að Skúli skuli útskúfa honum úr lífi sínu fyrir að vera hommi og algerlega á skjön við meint sakleysi og góð- mennsku aðalpersónunnar. Hér verð- ur einnig að nefna áberandi kynja- slagsíðu í verkinu. Karlmenn verksins eiga jú margir að vera for- dómafullar rembur og margt er fynd- ið í því en því miður eru konurnar ekki sannfærandi persónur sem vega upp á móti þessu viðhorfi auk þess sem nokkur atriði í leikstjórninni ýta undir það viðhorf að stelpur séu fínar til skrauts og hjásofelsis. Undantekn- ing frá þessu er kvennahljómsveitin sem var prýðilega leikin en heldur voru þær fráhrindandi og það sem átti að vera fyndið var of mikið bund- ið við groddalegt karlmannaútlit. Jón Marínó lengir verkið og breyt- ir með því að setja inn fjöldann allan af sirkusatriðum og dansatriðum og bætir inn tónlist héðan og þaðan. Margt í þessu var skemmtilega gert og líflegt auk þess sem sirkusförð- unin kom mjög vel út og augljóst að tilgangur leikstjóra var sá að ýta und- ir fáránleikann í samskiptum mann- anna. En til þess að sirkus- og fárán- leikatúlkunin verði sannfærandi þarf hún að vera hreyfiafl verksins og ná þannig inn í allar hreyfingar og gjörð- ir persónanna en ekki bara sumar. Önnur leið er að búa til þess háttar senur milli þátta og hafa þá leikstíl- ana tvo algerar andstæður. Hér var hins vegar ekki búið að ákveða nógu vel hvaða leið ætti að fara. Eins og sagði í upphafi eru margir góðir listamenn í Vox arena og hóp- urinn hafði mikið af óbeislaðri orku sem gaman væri að sjá í betur sömdu leikverki. Margir krakkanna sungu mjög vel og sumir gerðu hvort tveggja snilldarlega. Hér verður að nefna nokkra: Hjalti Steinar Guð- mundsson var fallega tilfinningaríkur sem Tommi; Davíð Örn Óskarsson var mjög fyndinn og þroskaður í leik sínum á Bigga frænda og Albert Halldórsson átti alltaf sviðið í litlu hlutverki Gúra, hann hefur mikla út- geislun og hefði átt að vera í miklu stærra hlutverki. Þá er ónefnd Alex- andra Ósk Sigurðardóttir í hlutverki Rúnu ræfils og Nínu, en hún hafði af- slappaða og sterka nærveru á sviðinu. Hópurinn á sviðinu taldi tuttugu og níu manns og auk þeirra lagði fjöld- inn allur af nemendum hönd á plóg. Þar er ekki síst vinnan við að búa til leikhús í 88-húsinu í Keflavík. Þó að finna megi að leikriti og leikstjórn þá var heimsóknin ánægjuleg, ekki síst vegna hins óbeislaða krafts sem streymdi frá hópnum. LEIKLIST Vox arena Höfundur: Júlíus Guðmundsson. Leikstjóri: Jón Marinó Sigurðsson. Lýsing: Jóhann Ingimar Hannesson. Leikmynd: Davíð Örn Óskarsson. Sönglög: Hljómsveitin Pandóra. Frumsýning í 88-húsinu, 11. febrúar 2005. Er tilgangur? Hrund Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.