Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í Mainz í Þýskalandi er viðSchiller Platz látlaust hvíttskilti á húsvegg sem á stendurIris – hair art. Það hefur tekiðmig drjúga stund að finna um- ræddan stað, – en fleiri en ég hafa lagt á sig að leita þessa hárgreiðslustofu uppi, margir, víða að úr Þýskalandi, vilja njóta kunnáttu þeirrar og list- fengis sem Íris Sveinsdóttir hefur upp á að bjóða á stofu sinni. „Þessi stofa hér er ný en a.m.k. 95% allra minna kúnna sem komu til mín á gamla staðinn hér í Mainz hafa fylgt mér hingað á nýju stofuna,“ segir Íris. Hún er með eindæmum glæsileg kona með mikla útgeislun og sjálfs- öryggi hennar slíkt að ég trúi því á samri stundu að hún geti betur en aðrir séð á örskotsstund hvaða hár- greiðsla fari hverjum og einum best. En því er ekki að heilsa að ég njóti þess, ég á annað erindi við Írisi, hún ætlar að segja mér frá lífi sínu og starfi, einkum ferli sínum sem hár- greiðslukona í Þýskalandi, en þar hef- ur hún náð miklum frama sem slík, tekið þátt í mörgum sýningum og keppt á hágreiðslumótum – hún hlaut t.d. titilinn landsmeistari í herrahár- greiðslu í Rheinland Pfalz. Hún býður mér kaffisopa í litlu her- bergi baka til og við yfirgefum glæsi- lega hágreiðslustofuna. „Ekki aðeins gömlu kúnnarnir hafa fylgt mér heldur koma mjög margir nýir í hverjum mánuði,“ segir Íris og ýtir til mín kaffibolla. „Þetta er betri staður, lægri leiga og pabbi og kær- astinn minn hafa sett allt í stand hér upp á það besta,“ bætir hún við. Fyrri hárgreiðslustofu sína hefur Íris eftirlátið írönskum eiginmanni sínum sem hún er nýlega skilin við. „Hann sá áður um bókhaldið en nú geri ég það sjálf og hef miklu betri yf- irsýn yfir reksturinn. Þetta gengur allt upp,“ segir hún. Íris er ekki aðeins með stofuna sína, hún starfar einnig fyrir stórfyr- irtækið Paul Mitchell. „Þótt ég segi sjálf frá þá er ég hæst launuð af þeim hágreiðslumeisturum sem það fyrirtæki er með í sinni þjón- ustu,“ segir hún. „Segja má að þeir hafi enga aðra konu í sínu liði sem þeir geta sent þangað sem þeir senda mig,“ bætir hún við. Ein þekktasta uppgreiðslukonan Íris byrjaði feril sinn sem hár- greiðslumanneskja á stofunni hjá föð- ur sínum og sérhæfði sig lengi vel í herraklippingum en nú hefur hún auk þess sérhæft sig í uppgreiðslum kvenna. „Líklega er ég ein þekktasta „upp- greiðsluhárgreiðslukonan“ í Þýska- landi,“ segir hún og bætir hæversk- lega við að sumar konur komi langa leið til þess að láta hana setja upp á sér hárið þegar mikið liggi við, en uppgreitt hár er vinsæl greiðsla í Þýskalandi. „Hér er mikið dansað og ungar sem eldri konur koma og láta greiða upp á sér hárið af slíku tilefni, einnig nánast allar konur sem gifta sig. Á hverju ári er ég með stóra brúðkaupsgreiðslu- sýningu.“ Sjálf er Íris með nokkuð sítt hár sem fellur frjálslega. „Nú er það „sígaunalúkkið“ sem gildir, láta hárið falla frjálslega og náttúrulega og þær eru heppnar sem hafa liðað hár, hinar fá sér perm- anent, krullur eru að verða mjög vin- sælar og það er að koma miklu meiri lyfting í hárið, túberingar í upp- greiðslum eru í tísku núna,“ segir hún. Lærði hárskurð hjá föður sínum Einnig eru í tísku að sögn Írisar snið og hárgreiðsla frá því um 1930, þröngt mitti og aðsniðin föt. „Það er hvort tveggja í tísku, sem er mjög gott, rúnnaðar tær á skóm og ávalar líkamslínur eru það sem gildir núna,“ segir Íris og hlær. Sjálf segist hún hafa bætt á sig kíló- um. „Ég var áður með hinn illræmda sjúkdóm búlimíu en hún hvarf þegar ég skildi við manninn minn, þá fann ég ekki lengur þörf hjá mér til að kasta upp mat. Líklega hef ég verið í mótmælasvelti. Konur eru mjúkar og eiga að vera það, þótt ég geti ekki neitað að mjög grannar konur eru flottar á sviði, t.d. sem fatamódel. Búlimía er hræðileg- ur sjúkdómur sem á m.a. rætur í aug- lýsingum. Á einni síðu eru myndir af grindhoruðum stúlkum en á síðunni á móti eru myndir af lostætum mat og súkkulaði, þetta á ekki saman og sum- ar stúlkur leysa þetta með því að borða og kasta svo upp. Það geta allar konur litið vel út og eiga að reyna að gera það, slíkt skiptir miklu máli fyrir sálarheill viðkomandi.“ Að mæltum þessum skörulegu orð- um forvitnast blaðamaður um bak- grunn þessarar listfengu hárgreiðslu- konu. „Ég er af vestfirsku kyni en fædd- ist í Reykjavík á fæðingarheimilinu 8. janúar 1966, dóttir hjónanna Sigrún- ar Aradóttur og Sveins Ásgeirs Árna- sonar. „Ari Guðjónsson afi minn var rakari, fyrst á Akranesi en síðar lengi á Njálsgötunni og hjá honum lærði faðir minn rakaraiðnina. Ég á eina eldri systur sem lærði hárgreiðslu líka en fór svo síðar í háskólann og er nú að ljúka prófi í þjóðfræði. Við ólumst upp á Nesveginum og í Skerjafirði, ég fór í Hagaskólann og þar fékk ég leiklistarbakteríuna. Ég var eins og villingur í útliti á unglingsárunum, tileinkaði mér pönk- aralegt útlit, en var innra með mér ósköp pen. Pabbi leyfði mér að leika lausum hala hvað útlitið snerti, setti í mig bláar og rauðar strípur en for- eldrar mínir gerðu kröfur til þess að ég hagaði mér vel, ég hef aldrei próf- að eiturlyf af neinu tagi og er stolt af því. Krakkarnir héldu að ég væri mik- il pæja en ég var „pappírstígrisdýr“,“ segir Íris og hlær dátt. „Ég segi stundum við foreldra sem koma á stofuna til mín með börn sín og vilja stjórna útliti þeirra að það borgi sig að leyfa þeim að fá útrás í villtri hárgreiðslu og fatnaði, en brýna fyrir þeim gott framferði. Það dugar oft að gefa börnum og unglingum lausan tauminn hvað útlitið varðar. Mamma og pabbi gáfu mér þetta sjálfræði og það dugði mér, unglings- árin mín voru afskaplega skemmtileg. Leiklistarreynsla nýtist vel Strax í barnaskóla náði leiklistar- bakterían tökum á mér og í Haga- skóla var ég í frábærri klíku þar sem leiklist var í öndvegi, í henni voru m.a. leikararnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Felix Bergsson. Við vorum lengst af í leiklist hjá Guðjóni Pedersen. Við stofnuðum leikfélagið: „Veit mamma hvað ég vil?“ Einn leikstjóri sem leikstýrði verki hjá okkur gekk frá leiklistaráhuga mínum. Hann til- kynnti mér fyrst að ég hefði fengið að- alhlutverkið í viðkomandi verki en lét það svo í hendur annarrar stúlku en gerði mig að aðstoðarleikstjóra með öllum þeim reddingum sem því fylgdu. Þetta varð til þess að ég hætti snögglega við leiklistina og var ég þó á þessum tíma í leiklistarskóla Helga Skúlasonar, sem var frábært. En þeim tíma sem ég eyddi í leik- listina var ekki á glæ kastað, sú reynsla hefur nýst mér vel í sambandi við sýningar og keppnir sem ég hef tekið þátt í á vettvangi hárgreiðslunn- ar. Ég lærði að verða rakari hjá föður mínum. Hann var þá aftur farinn að klippa eftir að hafa verið fisksali um tíma, meðan bítlatískan var að ganga yfir. Báðir foreldrar mínir eru duglegt fólk sem hefur jafnan í hverju tilviki gert það sem gera þurfti. Þau eru mín helsta fyrirmynd í lífinu. Pabbi er enn að klippa, hann klippir afskaplega vel og fylgist líka vel með því sem er að gerast í sambandi við hans fag. Námið hjá honum gekk vel. Pabbi skammaði mig aldrei en ég vissi vel ef honum mislíkaði. Hann er góður kennari af því að hann lét mig aldrei hafa á tilfinningunni að ég hefði gert eitthvað rangt, hann sagði mér bara að hægt væri að gera hlutina ennþá betur. Fyrsta daginn á stofunni hjá hon- um komu tveir ungir menn, pabbi fór að klippa annan en ég horfði með at- hygli á til að læra betur handtökin, þótt ég hefði auðvitað frá barnæsku horft á pabba klippa. Allt í einu segir ungi maðurinn sem situr: „Hva! Ætl- ar þú ekki að klippa mig?“ Mér brá svo að ég fékk eitthvað í hálsinn og gat engu svarað. Pabbi horfði á mig og sagði: „Ætlar þú ekki að klippa manninn Íris?“ Þá áttaði ég mig, sagði manninum að gera svo vel og byrjaði svo að klippa – mjög hægt. Þegar pabbi var búinn að klippa félaga hans tók hann við af mér og þannig var mér eigin- lega „hrint“ út í „djúpu laugina“. Ég klippti eingöngu karlmenn þangað til ég kom hingað til Þýska- lands. Tildrögin að því að ég fór hing- að voru þau að ég kynntist Torfa Geirmundssyni á hárgreiðslusýningu, en hann var mjög mikið í félagsmál- um hárskera á þeim tíma. Ég var ung og hafði mjög gaman af að taka þátt í hárgreiðslusýningum og pabbi leyfði mér að láta hugarflugið ráða og jók mér þannig sjálfstraust. Lærði hjá landsliðsþjálfara Þýskalands í hárgreiðslu Á þessum tíma voru Íslendingar mjög duglegir að fara út í keppnir og ég fylgdist vel með, m.a. því sem ís- lenska landsliðið í hárgreiðslu var að gera. Ég fékk einu sinni að vera með þar sem íslenska landsliðið var að æfa og kynntist þá Tino Konstantino og bræðrum hans, en þeir voru heims- meistarar þá í hárskurði og bjuggu í Englandi. Tino kenndi íslenska lands- liðinu og pabbi heyrði hann segja bak- sviðs um mig að þessi „stelpa væri andskoti góð“. Þessi orð ýttu við mér. Ég ákvað að ég yrði að komast út til að læra meira. Í Evrópu er svo mikið um keppnir. Ég hafði sambönd í Nor- egi og ætlaði fyrst að nota þau en þýskur vinur pabba sem var hárskeri á Íslandi kvaðst þekkja Sigi Eben- hoch, þjálfara þýska landsliðsins í hárgreiðslu, hann hafði komið einu sinni til Íslands og haldið námskeið. Hann bauðst til að tala við hann fyrir mig og ég hélt nú að ég vildi það. Hann hringdi svo til Sigi. Það endaði með því að ég fór út með frænda mín- um sem er flugmaður og var að fara út með fjölskylduna. Ég fór til Mainz til að starfa á veg- um Sigi Ebenhoch, en þetta var ekki eins og ég hélt, Sigi hafði ekki mikinn tíma fyrir mig og vinnan var mikil. Ég talaði ekki þýsku þegar ég fór út en gat bjargað mér á ensku og svo lærði ég þýskuna ótrúlega fljótt, ég byrjaði á að læra það nauðsynlegasta til þess að vita hvað viðskiptavinirnir vildu, svo fóru að koma hjá mér litlar sögur. Ég var tvítug þegar þetta var og kynntist fljótlega tíu árum eldri írönskum manni sem síðar varð eig- inmaður minn, okkar kynni hjálpuðu mér líka hvað þýskukunnáttuna snerti. Þessi maður var við verkfræði- nám en hafði unnið sem módel fyrir Sigi. Kynni okkar urðu til að ég ákvað að vera svolítið lengur en ég ætlaði í upphafi. Sigi Ebenhoch rak stóra stofu þar sem unnu um 30 manns, – nú er þetta orðið öðruvísi, stofurnar eru minni, mest eru nú tíu manns starfandi á sömu stofu. Tískan verður til úti á götu Í Mainz í Þýskalandi starfar íslensk hárgreiðslukona við afar góðan orðstír. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Írisi Sveinsdóttur sem rekur stofu við Schill- er Platz. Íris sagði henni frá ýmsum hárgreiðslukeppn- um og -sýningum og hvernig það er að vera nýskilin við íranskan eiginmann eftir 18 ára samband. Íris Sveinsdóttir hárgreiðslukona og módel hennar á hárgreiðslusýningu hjá stórfyrirtækinu Paul Mitchell. Hárgreiðslustofa Írisar við Schiller Platz í Mains í Þýsklandi. Íris mitt í hópi fjögurra starfsstúlkna á hárgreiðslustofu hennar. Flugeldauppgreiðslan fræga eftir Írisi Sveinsdóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.