Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frá Kaliforníu fór Sigríðurtil Texas þar sem húnfékk vinnu sem fastráðinnleikari við Dallas TheaterCenter. Þegar hún kom til Texas fannst henni hún vera komin til annars lands og íbúarnir komu henni hér um bil eins fyrir sjónir og þeim er lýst í kúreka- myndunum. Ég fór auðvitað beina leið, tók bara strætó, til The Dallas Theater Center. Þetta var ný bygging þá, vígð 1959, og glæsileg í alla staði enda þekktur og rómaður arkitekt sem teiknaði hana, Frank Lloyd Wright. Þetta var síðasta bygg- ingin og raunar eina leikhúsið sem hann teiknaði enda þótt hann væri mikill leikhúsáhugamaður. Leik- húsið er mjög vel staðsett á skógi- vaxinni hæð í borginni. Ég fékk viðtal við leikhússtjór- ann, dr. Paul Baker. Hann sagði mér þá að hann hefði verið á Ís- landi á stríðsárunum. Og þar byrj- aði hann í rauninni sinn leikhús- feril, þótt ótrúlegt kunni að virðast, á Keflavíkurflugvelli. En um þetta upphaf að leikhúsferli hans, sem varð langur og glæsi- legur, er skrifað í sérstöku heið- ursriti: The Paul Baker Theater: A Photo History. Leikhússtjóri á Keflavíkurflugvelli Þetta byrjaði í seinni heimsstyrj- öldinni og kom allt til af því að prófessor Baker var þá „Special Services Entertainment Officer“ á Íslandi. Leikhús hans á þessu frostkalda landi var aflóga her- mannabraggi með sviði í öðrum endanum og smáskenk í hinum endanum þar sem hægt var að fá snarl og drykki. Leikhúsið hét Herskola theater. „Þarna var nóg af karlmönnum sem voru tilbúnir að taka þátt í sýningum og margir af þeim voru reglulega efnilegir,“ rifjar Baker upp í fyrrnefndu riti. „En okkur vantaði nokkuð sem við gátum alls ekki falsað – stúlkur.“ Svo Baker sendi bænaskjal sem þurfti að fara í gegnum allt herstjórnarkerfið. Bóninni var ekki bara játað sisona heldur leiddi hún til þess að skipu- lagt var „The Civilian Actress Technican Corps“. Strákarnir á vellinum fóru strax að kalla þær „cats“. Þetta var nokkurs konar borgaralegur herflokkur leik- kvenna, sem starfaði og kom fram á vegum „Special Services“ banda- ríska hersins. – Í leikhúsi Paul Bakers, Herskola theater, komu þær meðal annars fram í söng- leiknum Can Can. Það fer ekki mikið fyrir þessari leiklistarstarfsemi á Vellinum í ís- lenskri leiklistarsögu, en þarna hóf þessi ágæti leikhúsmaður feril sinn. Þegar ég kom til Texas var hann orðinn leikhússtjóri í þessu glæsilega leikhúsi í Dallas. Kannski hefur það ekki spillt fyrir, þegar ég kom þarna bláókunnug og bað um vinnu í leikhúsinu, að ég var frá Íslandi. Það eitt hefði auð- vitað dugað skammt. En ég var með próf og sérstaka viðurkenningu frá virtum banda- rískum skóla þannig að ég var ráð- in þarna og starfaði við þetta ynd- islega leikhús í tvö leikár, fékk þar mörg tækifæri og góða reynslu. Þarna lærði maður öguð vinnu- brögð og að nýta tímann vel. Um hlutverk sín í Dallasleikhús- inu segir Sigríður: Ég fékk mörg skemmtileg hlut- verk þarna, stór og smá. Ég lék til dæmis í söngleiknum Can Can eft- ir Cole Porter. Aðstæður voru dá- lítið aðrar en þegar Paul Baker var að setja þetta upp í braggaleikhús- inu á Vellinum. Ég lék líka stórt hlutverk í skemmtilegri kómedíu, A different Drummer eftir Eugene McKinney. Síðasta verkið sem ég lék í áður en ég flutti heim var A Journey to Jefferson eftir sögu Williams Faulkner. En með það fór leikhúsið í leikferð til Evrópu. Rétt fyrir lokaprófin í leiklist- arskólanum bauðst Sigríði hlutverk í söngleik, sem Daninn Sven Åge Larsen leikstýrði í Þjóðleikhúsinu. Vorið 1958, þegar við vorum að byrja að búa okkur undir loka- prófið, var verið að æfa söngleikinn fræga Kysstu mig Kata eftir Cole Porter í leikhúsinu, stóra sýningu með mörgum leikurum, söngvur- um, hljómsveit, kór og dönsurum. Sven Åge Larsen, danskur leik- húsmaður, var leikstjóri. Hann var búinn að setja upp vinsælar sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu áður, Kátu ekkjuna og Sumar í Týról, og kunni vel til verka. Ég var að æfa lokaverkefnið mitt í skólanum, var Vissi ekki hvað sviðsskrekkur var Bókarkafli | Leikkonan Sigríður Þorvaldsdóttir var ein af burðarásunum í starfi Þjóðleik- hússins um langt skeið. Á hátindi frægðar sinnar fékk hún heilablóðfall og varð í kjölfarið að læra að tala upp á nýtt. Það tókst og ári eftir áfallið var hún aftur komin á svið. Í bók- inni Í gylltum ramma eftir Jón Hjartarson rekur Sigríður æskuminningar sínar, ræðir um leikhúsið, Ameríkudvölina, starfsárin í Þjóðleikhúsinu, hjónabandið og dæturnar þrjár. Ljósmynd: Vignir Fyrsta stóra tækifærið: Bianka í söngleiknum Kysstu mig Kata. Leikhússtjórinn Poul Baker. Leikhússtjóri Dallas Theater Center rak fyrst leikhús á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd Vignir Við útskrift úr Þjóðleikhússkólanum vorið 1958: Einar, Flosi, ég, Kristbjörg, Dóra og Bragi (vantar Ásu Jónsdóttur). Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 www.svipmyndir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.