Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ F ordómar virðast alltaf hafa fylgt skapandi listum og höfundar hafa orðið að sæta því að vera ekki fæddir á réttum stað, ekki gengið í rétta skóla með réttum mönnum, eða bara orð- ið útundan eins og gengur. Í mynd- list eru réttar boðleiðir ekki síður nauðsynlegar en hæfileikar; maður á að vera hluti af heild eða grúppu, sem á sér hliðstæðu úti í löndum, og endilega að fara nú ekki að reyna við eitthvað sérstætt. Vissast er að elta bara strauminn. Segja má að hálf öld sé liðin síð- an ég fór að fylgjast með sýning- um. Einmitt þá var mikil gerjun á ferðinni; nýjabrumið sótt til Par- ísar fremur en til Kaupmannahafn- ar eins og áður hafði verið. Hvort tveggja voru viðurkenndir staðir til að leita sér menntunar, en England og Þýzkaland og önnur Evrópulönd voru síður inni í myndinni, ef svo mætti segja. Fordómarnir voru fyrir hendi þá ekki síður en nú. Þó leyfðist Kjarval að hafa viðkomu í Englandi og Frakklandi, en hann stefndi svo í hina öruggu höfn, Hina konunglegu akademíu í Kaup- mannahöfn. Finnur Jónsson nam í Þýzkalandi á árunum eftir 1920 og málaði fyrstur Íslendinga algerlega óhlutbundnar myndir. Viðurkenn- ing á því lét þó lengi á sér standa og þetta tiltæki var litið hornauga vegna þess að það var Parísarskól- inn sem menn áttu að mæna á. Ennþá verri útkomu hlaut Kristján Magnússon, sem sigldi til náms í Bandaríkjunum; ágætur málari, en það heyrði ég fullyrt fyrir margt löngu að honum hafi verið haldið úti í kuldanum af þessari ástæðu. Hlutverk Listasafns Íslands Listasafn Íslands var að vísu til en almenningur hafði litla hug- mynd um safnið þangað til það fékk inni á efri hæðinni í Þjóð- minjasafnshúsinu, sem var gjöf þjóðarinar til sjálfrar sín við lýð- veldistökuna 1944. Þar voru rúm- góðir sýningarsalir; safnið varð hluti af lífinu og listinni og verð- ugur viðkomustaður í sunnudags- bíltúrum. Þar að auki var Bogasal- ur Þjóðminjasafnsins leigður út fyrir einkasýningar og var hann mjög eftirsóttur og aðsókn að sýn- ingum þar og víðar var með ólík- indum. Fyrsta áratuginn í Þjóðminja- safnshúsinu var safnið þannig upp sett að það gaf ágæta mynd af þeim listamönnum sem áhugamenn um myndlist vissu að voru í úrvals- flokki. Eftir byltingu módernismans um áratug síðar fór þess að verða vart að safnið gæfi ekki lengur mark- tæka mynd af því sem listamenn þjóðarinnar voru að fást við, heldur blasti við að þröngur hópur, sem vann samkvæmt tízku og hug- myndafræði Parísarskólans, var svo kirfilega í náðinni að endalaust voru keyptar myndir til safnsins eftir sömu menn, en öðrum þá út- skúfað. Þá hófst sú brenglun og óheillaþróun sem síðan hefur hald- ið áfram, bæði í Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur, en þessi söfn eru að segja má burðarsúl- urnar á safnasviðinu. Miðað við húsakost Listasafns Íslands eins og hann er nú, má segja að safninu sé gert ókleift vegna þrengsla að sinna því hlut- verki sínu að landsmenn og erlend- ir gestir geti fengið heildstæða hugmynd, eða þverskurð af ís- lenzkri myndlist, segjum frá alda- mótunum 1900 til samtímans. Þeg- ar þar við bætist að safnið telur það einnig hlutverk sitt að efna til sérsýninga ýmiss konar, verður að rýma þessa fáu sali vegna þeirra, og þeir gestir sem eru svo óheppn- ir að vera á ferðinni á sama tíma, sjá þá hvergi safn eða sýningu sem gefur hugmynd um heildina. Yfir því hefur margoft verið kvartað. Það ætti að geta verið áhugavert að safnið efni til yfirlitssýninga á einstökum tímabilum þar sem byggt er á myndlist í eigu safnsins. Þann 25. september lauk til að mynda sýningu á vegum safnsins, sem raunar var haldin á Kjarvals- stöðum og bar yfirskriftina: „Lista- safn Íslands – Úrval verka frá 20. öld“. Þar fór gott tækifæri í hundana og það er vegna þess að ég er undrandi á þeirri fram- kvæmd að þessar línur eru settar á blað. „Einsýni, geðþótti og valdbeiting“ Safnstjórinn á Listasafni Íslands hefur sjálfur sagt, meðal annars í Morgunblaðsgrein, að með sýning- um eins og þeirri er hér um ræðir, sé verið að skrifa listasöguna. Ef það er rétt er vel hægt að komast að þeirri niðurstöðu að sýningin á Kjarvalsstöðum sé afar misheppn- uð tilraun til þess og betra heima setið en af stað farið. Ég var satt að segja alveg gátt- aður. Síðar kom gleðilega á óvart að lesa myndlistargagnrýni Þóru Þórsdóttur í Morgunblaðinu; les- endur orðnir því vanastir að gagn- rýni segi ekki neitt; þar sé ýjað að hinu og þessu og farið í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut. En Þóra kemur beina leið að kjarna málsins með fyr- irsögninni: „Mótun listasögunnar, einsýni, geðþótti og valdbeiting“. Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. sept. sl. og ég hvet áhugafók til að lesa hana, ef hún hefur farið framhjá einhverjum. Ég tek ofan fyrir Þóru fyrir að þora að láta þessa rödd heyrast og Morgun- blaðið fær prik fyrir birtinguna. Ekki er rými hér til að rekja að- finnslur Þóru, en ein er sú að „þessi einhæfa, einsýna og úrelta listsöguskoðun er notuð á þessa fyrstu stóru sýningar íslenskrar myndlistar sem spannar alla tutt- ugustu öldina.“ Til þess að geta dregið fram þá listamenn sem safnstjóranum eru þóknanlegir hefur hann skipt efn- inu upp í kafla sem bera í sýning- arskrá heiti eins og „Náttúran og Þjóðsagan“, „Manneskjan – litur – tjáning“ og „Um form og náttúru“. Þóru lízt illa á það, en jafnvel undir þessum yfirskriftum hefði verið hægt að halda boðlega sýningu á úvali verka frá 20. öld. Mergurinn málsins er sá að hér eru einvörðungu verk úr eigu Listasafns Íslands og kemst þá upp um strákinn Tuma. Safninu hefur nefnilega láðst í marga áratugi að eignast ýmis prýðileg verk eftir menntaða og góða listamenn. Til dæmis má nefna það, að af ein- hverjum ástæðum virðist safnið ekki hafa eignast verk eftir Krist- ínu Jónsdóttur. Hún er hunsuð á þessari sýningu, segir Þóra Þórs- dóttir, og var þó fyrst íslenzkra myndlistarmanna til að mála myndir af vinnandi alþýðu. Þóra telur að verk Kristínar séu nú hæst metin af list þessa tíma, en safnið á eingöngu verk af þessu tagi eftir karla úr röðum listamanna. Enginn getur svarað því nú hvers vegna safnið leiddi hjá sér að eignast myndir eftir hana og ekki veit ég hvort einhverjar list-pólitískar ástæður kunna að liggja að baki, en svo vill til að Kristín var eiginkona ritstjóra Morgunblaðsins. Ekki hefur heldur þótt vera ástæða til að hafa á sýningunni verk eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson, sem vann samklippumyndir á und- an flestum íslenzkum listamönnum. Það sem ekki kom á óvart er styrkur nokkurra þjóðkunnra mál- ara á fyrstu áratugum aldarinnar. Þegar á heildina er litið finnst mér koma enn einu sinni í ljós, að Jó- hannes Kjarval er risinn, sem gnæfir yfir allt og alla, en list Ás- gríms býr líka yfir einhvers konar töframætti og stórmyndir Schev- ings eru ekki bara stórar í fermetr- um. Í þeim eigum við list á heims- mælikvarða. Af því sem þarna var sýnt frá síðari hluta aldarinnar þótti mér gott að sjá verk eftir Jón Gunnar Árnason, og „Eyðimerk- urstormur“ Errós er að sönnu átakamikið verk . Orka eftir Karl Kvaran frá 1979 er líka magnað ab- straktmálverk og mundi alls staðar setja svip á sitt umhverfi. Margt annað er vægast sagt í slappara lagi. Af einhverjum ástæðum vant- ar myndverk Kristjáns Guðmunds- sonar, þar sem hænsnaskítur er á straubretti, en þess er getið í sýn- ingarskrá að þar sé um lykilverk að ræða. Það sem ekki er til vekur mesta athygli Undarleg hlýtur sú sýning að teljast á úrvali verka ríkislista- safns, sem spannar heila öld, þegar það vekur jafnvel mesta athygli sem ekki er á sýningunni. Þar vantar með öllu einn snjallasta SJÓNARHÓLAR OG SJÓNARMIÐ 5 Landslið aldarinnar á Kjarvalsstöðum Sumir safnstjórar telja sig vera að skrifa listasögu handa framtíðinni með vali verka á sýningu eins og þá sem nýlokið er á Kjarvalsstöðum með „úr- vali“ verka frá 20. öld. Gísli Sigurðsson leit á sýn- inguna og gefur lítið fyrir listasöguna eins og hún er saman sett þar og lýsir sig sammála gagnrýni Þóru Þórsdóttur í Morgunblaðinu. Hann íhugar einnig hvers vegna sumir lærðir og góðir málarar hafa verið sniðgengnir og myndlist tengd íslenzk- um menningararfi einskis metin. Jóhannes Kjarval. Íslandslag, 1949–1959. Af málurum síðustu aldar ber Kjarval hæst og Íslandsflug er eitt af snilld- arverkum hans. Það var að sjálfsögðu á sýningu á úrvali verka frá 20. öld, sem hér um ræðir. „Þjasi“, eitt af eddumálverkum Baltasars frá 2003, 10x130, encaustic á léreft. Dæmi um magnaða myndlist sem tengist menningararfinum, en Baltasar er í hópi úrvalsmálara, sem ekki komust í landsliðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.