Morgunblaðið - 06.11.2005, Page 35

Morgunblaðið - 06.11.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 35 FRÉTTIR Afburða árangur í rekstri Markmiðum náð með aðferðum árangursstjórnunar Fyrirlesarar: How to improve your business Ejner Jacobsen, Center for Ledelse Post Danmark - A journey towards Excellence Ole Schmidt Pedersen, Post Danmark Erindi dönsku fyrirlesarana fara fram á ensku. Stjórnunaraðferðir - Brot af því besta Ragnheiður Halldórsdóttir, Marel Fundarstjóri er Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Á.T.V.R. Ráðstefna á vegum Stjórnvísi á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 8:30 - 11:50. Kl. 8:30 afhending ráðstefnugagna Kl. 8:45 fundarstjóri býður gesti velkomna Verð kr. 7.500,- fyrir félagsmenn, kr. 14.000,- fyrir aðra. skráning á www.stjornvisi.is Afhending Íslensku gæðaverðlaunanna í Háteig á Grand Hótel Reykjavík kl.12:00. Léttur hádegisverður verður borinn fram að athöfn lokinni. A u g lý sin g a sto fa G u ð rú n a r Ö n n u  INGA Bergmann Árnadóttir, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, varði doktorsritgerð sína Dental health and related lifestyle factors in Iceland teenagers. Vörnin fór fram 15. október sl. Andmæl- endur voru dr. Hafsteinn Eggerts- son, aðstoðar- prófessor við Indiana Univers- ity School of Dentistry Oral Health Research Institute Indiana- polis USA, og dr. Laufey Stein- grímsdóttir, sviðsstjóri rann- sókna- og þróunarsviðs við Lýð- heilsustöð Íslands. Prófessor Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti tann- læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Ís- lands. Meginmarkmið doktorsverkefn- isins var að safna saman gögnum til þess að meta tíðni tannátu og gler- ungseyðingar hjá íslenskum ung- lingum á aldrinum fjórtán ára til tví- tugs á þrettán ára tímabili, frá árunum 1987 til 2000. Ennfremur að kanna lífsstíl unglinga, tengja hann við tannheilsu þeirra og tengja tann- heilsuna við forvarnir íslenskra tannlækna og við forvarnir nor- rænna tannlækna. Á þessum árum hefur mikil breyt- ing orðið á tannheilsu unglinga. Í byrjun var tannátutíðni íslenskra unglinga mun hærri en á Norður- löndunum en lækkaði hratt á fyrri hluta þess tíma sem um er fjallað í þessari ritgerð, þannig að seinni hluta tímabilsins var hún litlu hærri en í nágrannalöndunum. Þar að auki hafa greiningaraðferðir þróast, þannig að í byrjun tímabilsins var tannáta yfirleitt greind á lokastigi sem opin tannskemmd sem þurfti fyllinga við. Þetta breyttist þannig að algengara varð að greina skemmdir meðan þær voru enn byrjandi úrkalkanir sem mögulegt var að stöðva með fyrirbyggjandi að- ferðum. Þrátt fyrir lækkandi tannátutíðni var meðalaukning á árunum 1994 til 2000 á skemmdum tannflötum ung- linga meiri en einn flötur á ári á aldr- inum fjórtán ára til tvítugs. Tíðni glerungseyðingar hefur aftur á móti aukist meðal unglinga. Glerungseyð- ing greindist ekki árið 1987, en árið 1995 greindist fimmti hver fimmtán ára unglingur í Reykjavík með byrj- andi glerungseyðingu. Þetta tengd- ist einna helst vaxandi gosdrykkja- neyslu, einkum meðal pilta. Lífsstíll unglinga, sér í lagi mataræði þeirra og tannhirða, reyndist áhættusamur hvað varðar tannheilsu þeirra. Lífs- stíl unglingsáranna, þegar fjöldi heilbrigðra tanna er mestur, fylgir áhætta og unglingar huga lítið að því að tryggja tannheilsu til framtíðar. Á því viðkvæma aldursskeiði er brýnt að leggja áherslu á forvarnir og að styðja unglinga í að rækta og bera ábyrgð á tannheilsu sinni. Leiðbeinandi var dr. Peter Holbrook, prófessor við tannlækna- deild Háskóla Íslands, og í doktors- nefnd voru dr. Helga Ágústsdóttir, yfirtannlæknir í heilbrigðisráðu- neytinu, og dr. Sigurður Rúnar Sæ- mundsson, barnatannlæknir og lekt- or við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Inga B. Árnadóttir er fædd í Reykjavík 17. janúar 1955. Foreldar hennar voru Árni B. Oddsson og Kristín Gísladóttir. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Prófi í tannlækning- um frá Tannlæknaháskólanum í Ár- ósum 1976. Framhaldsnám við Uni- versity of North Carolina at Chapel Hill, School of Public Health, með MPH árið 1995. Sérfræðingur í sam- félagstannlækningum 2002. Dósent og kennslustjóri við tannlæknadeild. Formaður tannverndarráðs og situr í landsnefnd um lýðheilsu. Börn Ingu eru Huldar Örn og Birta Dögg. Doktor í tannlækn- ingum SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands og Húsasmiðjan/Blómaval undirrit- uðu nýlega samning sem kveður á um stórsókn í sölu og framleiðslu á íslenskum jólatrjám en sala á jóla- trjám er ein helsta tekjuöflunarleið skógræktarfélaganna í landinu. Skógræktarfélagið mun tryggja Húsasmiðjunni/Blómavali ákveðið magn jólatrjáa en hlutfall ís- lenskra trjáa er einungis um 20% af seldum trjám í landinu og hefur verið að dragast saman undanfarin ár. Samkomulagið er til 12 ára, en við góð skilyrði tekur það um 10 ár fyrir trjáplöntu að ná jólatrjá- stærð. Samningurinn gerir skóg- ræktarfélögunum kleift að ráðast í umfangsmikla ræktun jólatrjáa. Fyrir hvert selt jólatré geta skóg- ræktarfélögin gróðursett 40–50 ný tré, segir í fréttatilkynningu. Á meðfylgjandi mynd eru Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, að undirrita samninginn við opnun nýrrar verslunar Blómavals í Skútuvogi. Viðstödd voru frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, og Kristinn Einarsson, framkvæmda- stjóri Blómavals. Morgunblaðið/Golli Semja um framleiðslu og sölu á íslenskum jólatrjám Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.