Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐANSkólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Hamravík 28 - Eign í sérflokki Opið hús í dag frá kl. 15-17 Stórglæsileg 124,3 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í fallegu fjölbhúsi með sérinngangi. Íbúðin skiptist í forstofu, 3 góð herb. m/skápum og fallegu útsýni. Stór stofa og opið fallegt eldhús. Suðursvalir. Þvottah. í íbúð. Hlynur „rustica“ parket og flísar á gólfum. Fallegar samstæðar sérsm. innr. úr kirsuberjaviði. Göngustígur í skóla og leikskóla. Verð 26,7 millj. Guðbjörg tekur á móti gestum milli kl. 15 og 17. Íbúðin er á 3. hæð til hægri. Kristnibraut 75 - Útsýni Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsileg og nýleg 4ra herbergja ca 125 fm íbúð á 2. hæð í mjög fal- legu, litlu fjölbýlishúsi. Innan íbúðar er m.a. sjónvarpshol og björt stofa og borðstofa með útg. út á stórar suður- og vestursvalir sem liggja í L. Fallegar Flísar og parket á gólfum. Baðherbergi með baðkari og sturtu- klefa. Mjög fallegt útsýni er til norðurs. Verð 26,9 millj. Jón Óskar býður gesti velkomna í dag að skoða frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum. Bjalla merkt 3-01. Fannborg 5 - Laus - Mikið útsýni Opið hús í dag frá kl. 14-16 Rúmgóð 3ja herb. 83 fm íbúð á 3. hæð (efstu). Íbúðin skiptist í flísal. anddyri með skáp, 2 rúmg. herbergi með skápum, hol, opið eldhús, bjarta borðstofu og stofu m/parketi. Baðherb. nýl. endurgert, flísalagt m/sturtuklefa og tengi f. þvottavél. Stórar sólríkar svalir með fjallasýn til suðurs. Stór bílageymsla er undir planinu. Frábær staðsetning, stutt í Gjábakka, strætó, MK, skóla, heilsugæslu, félagsstarf og verslanir. Íbúðin er laus! Gott brunabótamat! Verð 16,9 millj. Þórey og Gunnar taka á móti gestum milli kl. 14 og 16 í dag. Bjalla merkt „Gunnar“. Safamýri 36 - Útsýni - Falleg blokk Opið hús í dag frá kl. 14-16 Mjög góð ca 94 fm 3ja herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) í góðu og nýlega viðgerðu fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Fallegt parket á gólfum. Eldhús með ca 8 ára innréttingu og baðherbergi með flísum og glugga. Björt stofa með útgangi út á vestursvalir með fallegu útsýni. Hjónaher- bergi einnig með útgangi út á svalir til austurs. Verð 18,9 millj. Kjartan býður gesti velkomna í dag að skoða frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum. Bjalla merkt 4.H.H. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30 Sími 588 4477 Valhöll fasteignasala kynnir 3 stórglæsilegar 130-145 fm sérhæðir á frábærum stað innst í lokuðum botnlanga. Húsið er allt nýstandsett að utan og málað. Lóðin er öll nýstandsett og tryrfð sem og stéttar og bílastæði, allt nýhellulagt. Að innan eru íbúðirnar allar nýstandsettar á glæsilegan hátt. Rafmagn og rafmagnslagnir og ofnar og ofnalagnir allar nýjar. Allar innréttingar og hurðir eru nýjar og mjög glæsilegar úr eik. Gólfefni eru ný og eru parket/kanadískur hlynur. Vönduð ný tæki í eldhúsi sem og á baði. Allar innréttingar og skápar eru frá Innex. Eignir í sérflokki. Tveir 25 fm nýir bílskúrar. Til afhendingar strax. Sölumenn sýna eignina. Safamýri – glæsilegar sérhæðir Fjögur ný raðhús á einni hæð við Tjaldhóla á Selfossi. Um er að ræða 162 fm endahús og 156 miðjuhús með innbyggðum bílskúr sem skiptast í forstofu, hol/stofu, opið eld- hús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottaherbergi. Húsin eru timburhús, klædd að utan og afhendast fullbúin með vönduðum innréttingum. Baðherbergi afhendist flísalagt. Eikarparket og flísar á gólfum. Halógenlýsing í loftum. Eikarhurðir. Verð: Endahús 25,9 millj., miðjuhús 24,9 millj. Til afhendingar strax. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Tjaldhólar - Selfossi. Fjögur ný raðhús. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR nokkru birtist í Morgun- blaðinu grein eftir tvo unga menn, undir yfirskriftinni „Vatnsmýrin og innanlandsflugið“. Fyrir neðan myndirnar af þeim er prentað með stóru letri: „Við viljum að innanlandsflugið fari til Keflavík- ur og höfnum hugmyndum líkt og þeim að færa flugvöllinn á Löngusker í Skerjafirði.“ Rökin sem þeir færa fyrir þessu eru fyrst og fremst þessi: Ungir jafnaðarmenn í Reykjavíkur, ung- liðahreyfing Samfylkingarinnar, sendu fyrir nokkru frá sér ályktun vegna umræðunnar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og áréttuðu fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri hið fyrsta. Voru þeir þá ekki að lýsa afstöðu sinni til þessa máls, eða vantaði kannski fullyrðinguna sem þeir slá fram í lok greinarinnar, en þar stendur orðrétt: „Á seinustu árum hefur innanlandsflugið dregist hratt saman og áfangastöðum hefur auk þess fækkað.“ Þessu er einmitt öfugt farið. Ég talaði einmitt við fulltrúa Flug- félagsins snemma á þessu ári og spurði hann hvort svo væri. Hann sagði mér að farþegum hefði fjölg- að ár frá ári og mest árið 2004. Þá hefði farþegafjöldi aukist mest. Á leiðinni Reykjavík/Akureyri hefði farþegafjöldinn verið um 140 þús- und og hann hefði líka aukist mik- ið á leiðinni Reykjavík/Egilsstaðir, eða verið um 110 þúsund. Auk þess hefði farþegafjöldi á aðrar flughafnir, svo sem á Vestmanna- eyjar, Ísafjörð, Hornafjörð og fleiri staði aukist nokkuð, og verið alls yfir 100 þúsund farþegar. Þá hefðu smærri flugrekstraraðilar flutt talsvert á smærri staði. Alls hefði Flugfélag Íslands flutt yfir 350 þúsund farþega innanlands á síðasta ári. Svo tala og skrifa flestir þannig um Reykjavík- urflugvöll eins og hann komi landsbyggðarfólkinu ekkert við, þó hann sé langþýðingarmesta sam- göngumannvirkið á Íslandi, a.m.k. fyrir landsbyggðina. Það væri rothögg fyrir lands- byggðarfólkið ef völlurinn yrði færður til Keflavíkur. Þá myndu landsmenn, sem lengst búa frá Reykjavík, neyðast til að aka held- ur á bílum sínum til Reykjavíkur, þegar menn ættu nauðsynleg er- indi í höfuðstaðinn. Þá mundi álagið á vegunum stórlega aukast og er þó nóg fyrir. Ekki fyrir löngu síðan var haft eftir borgarstjóranum í Reykjavík og samgöngumálaráðherra eftir fund þeirra, að ekki stæði til að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni næstu 10 ár, en hugsanlega breyta flugbrautunum eitthvað. En nú hefur Steinunn Valdís snúið blaðinu rækilega við. Nú styttist í borgarstjórnar- kosningarnar og því hefjast öll þessi skrif og tal um að færa inn- anlandsflugið til Keflavíkur. Ef kosið yrði um hvort færa ætti völl- inn frá Reykjavík til Keflavíkur hlýtur landsbyggðafólk að krefjast þess að fá að greiða atkvæði um það, ekkert síður en Reykvík- ingar, því það snertir ekki síður fólkið á landsbyggðinni og sér- staklega þá sem lengst búa frá Reykjavík. Ég hef lesið margar greinar í dagblöðunum um þessi mál. Sumir hafa bent á hvað mikil nauðsyn það sé að hafa tvo stóra flugvelli á suðvesturhorni landsins til þess að geta notað þá í neyðartilfellum, til dæmis ef snögglega yrði ófært veður á öðrum hvorum staðnum, stórfelldir jarðskjálftar kæmu með litlum fyrirvara, eða ef stórfelld loftárás yrði gerð á annan hvorn flugvöllinn. Svo eru ýmisr sér- fræðingar sem spá því að ef lofts- lag hér á landi fari ört hlýnandi, jöklarnir bráðni miklu örar en verið hefur í mörg ár þá muni yf- irborð sjávar af þeim orsökum hækka verulega. Þá mætti búast við að sjór gengi á landi í hvass- viðri og stórstraumi. Það er betra að búa sig undir það versta, þó vonandi komi aldrei til þess. Það eru til tveir stórir flugvellir á þessu svæði og mér finnst fásinna að leggja annan völlinn niður þó að einhverjir geti grætt á því. Og telja má víst að flugumferðin aukist hér á landi á komandi árum eins og í nágranna- löndum okkar. SIGURÐUR LÁRUSSON frá Gilsá. Hafa skal það sem sannara reynist Frá Sigurði Lárussyni Sigurður Lárusson Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.