Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 4
4 27. maí 2006 LAUGARDAGUR SAMNINGUR Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri og Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, undirrituðu á fimmtudag samning um 223 milljón króna kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í nýrri 60 rýma hjúkrunarálmu á lóð Hrafn- istu í Reykjavík. Með samningn- um fær borgin rétt til að ákvarða hverjir nýta 18 af hjúkrunarrým- unum. Ríkisvaldið hefur áður samið við Hrafnistu um sömu kostnaðarþátttöku. Álman er tæpir 4.000 fermetr- ar á tveimur hæðum og starfs- menn hennar eru rúmlega 60. - sh Reykjavíkurborg: Veitir Hrafnistu 223 milljónir ÍRAK, AP Nouri al-Maliki, hinn nýi forsætisráðherra Íraks, fullyrti á miðvikudag að íraskar öryggis- sveitir yrðu færar um að tryggja öryggi í landinu innan hálfs ann- ars árs. Hann tók þó fram að enn sem komið væri skorti þessar sveitir meiri mannafla, þjálfun og tækjabúnað. Þetta sagði al-Maliki í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér eftir að hafa rætt við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Á mánudag sagði al- Maliki að öryggissveitir Íraks myndu taka að sér öryggismál í nokkrum héröðum landsins strax í næsta mánuði. - gb Forsætisráðherra Íraks: Öryggi tryggt á næsta ári FOGH RASMUSSEN OG AL-MALIKI Ráðherr- arnir hittust í Bagdad á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segj- ast 78,5 prósent Reykvíkinga hafa fengið nægar upplýsingar um stefnumál þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði í Reykjavík til að gera upp hug sinn fyrir borgar- stjórnarkosningarnar sem fram fara í dag. 17,5 prósent segjast ekki hafa nægar upplýsingar, 3,4 prósent eru óviss hvort þau hafi nægar upp- lýsingar og 0,6 prósent neituðu að svara spurningunni. Ef einungis er tekið tillit til þeirra 96 prósenta sem tóku afstöðu til spurningarinnar segjast 81,8 pró- sent hafa nægar upplýsingar, en 18,2 prósent telja sig ekki vita nóg um stefnumál flokkanna til að gera upp hug sinn í dag. Ekki var spurt hvaðan svarendur hefðu fengið upplýsingar sínar, eða hvort þeir hefðu leitað sérstaklega eftir þeim. Kosningastjórar framboðanna eru sammála um að þeir hafi notað þær leiðir sem mögulegar eru til að koma sínum stefnumálum á fram- færi til kjósenda. Einungis Frjáls- lyndi flokkurinn sagðist ekki hafa notað sjónvarpsauglýsingar, utan skjáauglýsinga, og bar við fjár- skorti. Jón Kr. Snæhólm, aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, segir aðaláherslur Sjálfstæðisflokksins hafa verið að frambjóðendur hitti fólk og komi skilaboðum þannig áleiðis, með vinnustaðafundum og með því að vera á fjölförnum stöð- um. Stefnumálin hafi svo verið ítrekuð með auglýsingum. Sæunn Stefánsdóttir, sem situr í kosningastjórn Framsóknarflokks, segir flokkinn hafa háð nútímalega kosningabaráttu, þar sem allir miðlar hafi verið notaðir og að ekki sé hægt að segja að einhver ein aðferð sé betri en önnur til að koma stefnumálunum áleiðis. „Okkur hefur tekist að vera sýnileg í umræðunni og leitt hana að ein- hverju leyti,“ segir Sæunn. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir að auk hefðbundinna leiða séu viðtöl við frambjóðendur í fjöl- miðlum mjög dýrmæt leið til að koma stefnu flokkanna á framfæri. Það sem virki best sé að vera trú- verðugur og raunsær í málflutn- ingi. Elías Jón Guðjónsson, kosninga- stjóri Vinstri grænna, er ekki sam- mála Margréti og segir flokkinn ekki hafa verið nógu ánægðan með umræðuþætti, þar sem fjölmiðla- fólkið stjórni umræðunni og gefi því frambjóðendum ekki næg tæki- færi til að tjá sig um þau málefni sem þeir vilja leggja áherslu á. Hann segir að best virki að vera á fjölförnum stöðum og ræða við fólk. Hann viðurkennir að það sé sein- virkasta aðferðin, en segir hana áhrifaríkasta. Magnús Orri Schram, kosninga- stjóri Samfylkingarinnar, segir að ein nýbreytni hafi virkað mjög vel fyrir flokkinn. „Við leigðum tvo strætisvagna og í stað þess að bjóða upp á kaffi á kosningamiðstöðinni, höfum við farið með kaffi út til fólksins. Þá er auðveldara fyrir fólk að koma til okkar og spjalla, því það er ákveðin yfirlýsing að labba inn á kosningamiðstöð.“ Hringt var í 800 Reykvíkinga, jafnmarga karla og konur, 25. maí. Spurt var; Telur þú þig hafa fengið nægar eða ónógar upplýsingar um stefnumál þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði í Reykjavík til að gera upp hug þinn fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar á laugardag? 96 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Kjósendur telja sig nægilega upplýsta Mikill meirihluti Reykvíkinga telur sig vita nægjanlega mikið um stefnumál stjórnmálaflokkanna í Reykjavík til að velja á milli þeirra fyrir kjördag í dag. Reykjavík 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Skoðanakönnun Fréttablaðsins 25. maí 2006 Telur þú þig hafa fengið nægar eða ónógar upplýsingar um stefnumál þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði í Reykjavík til að gera upp hug þinn fyrir sveitarstjórnarkosnin- garnar á laugardag? Óákveðin(n) 3,4% Svara ekki 3,4% Nægar 78,5% Ónógar 17,5% LÍKAMSÁRÁS Alvarleg líkamsárás var framin um hádegi á fimmtudag á Akureyri þar sem klippt var framan af fingri manns með garð- klippum. Árásarmennirnir voru þrír menn á þrítugsaldri sem eru þekktir úr fíkniefnaheiminum og fyrir ofbeldi. Alls urðu þrír fyrir árásum af hálfu mannanna, einn missti framan af fingri eins og áður sagði, annar er talinn hafa nefbrotnað en ekki er vitað um þann þriðja. Sá sem missti framan af fingri var á fimmtugsaldri en hinir tveir á svip- uðum aldri og árásarmennirnir. Að sögn Björn Jósefs Arnviðarsonar, sýslumanns á Akureyri, voru árás- irnar gerðar í heimahúsi á Akur- eyri og vitni voru að atburðunum. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum til 6. júní en dómari hefur tekið sér frest þangað til í dag til þess að taka ákvörðun um það. Mennirnir voru í mjög annar- legu ástandi þegar þeir voru hand- teknir svo ekki var unnt að hefja yfirheyrslur fyrr en í gærdag. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins sem missti fingurinn. - gþg Þrír menn eru í haldi lögreglu eftir alvarlega líkamsárás á Akureyri á fimmtudag: Klipptu framan af fingri LÖGREGLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Árásar- mennirnir eru nú í haldi lögreglu en dómur um gæsluvarðhald verður kveðinn upp á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KOSNINGAR Margir kjörkassarnir sem notast er við í Reykjavík geyma langa sögu. Við suma þeirra hefur verið notast í allt að sextíu ár og þá jafnt í borgarstjórnar-, alþingis- og forsetakosningum. Skipt er um kassa þegar þurfa þykir en oft líða nokkur ár á milli kosninga og þeir því lítið notaðir. 79 kjördeildir eru í Reykjavík og verður skipt um kassa í öllum í dag, utan Kjalarness þar sem ekki þykir ástæða til þess. Verða því notaðir 157 kjörkassar við kosning- arnar í borg- inni. - bþs Kjörkassarnir í Reykjavík: Sumir allt að sextíu ára GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 26.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,41 72,75 Sterlingspund 135,47 136,13 Evra 92,71 93,23 Dönsk króna 12,429 12,501 Norsk króna 11,855 11,925 Sænsk króna 9,952 10,01 Japanskt jen 0,6463 0,6501 SDR 107.86 108,5 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,2582 Margrét Sverris- dóttir Elías Jón Guð- jónsson Magnús Orri Schram Jón Kristinn Snæhólm Sæunn Stefáns- dóttir SNJÓFLÓÐ Lítið snjóflóð féll á Siglu- firði í gærdag og stöðvaðist á nýjum varnargarði ofan við bæinn. Ekki urðu nein slys á fólki og sam- kvæmt upplýsingum frá sýslu- manni og formanni bæjarráðs var aldrei nokkur hætta á ferðum. Hlýtt hefur verið í bænum og sólskin og líklegt er að sólbráð hafi valdið flóðinu. „Þetta var bara svona það sem við köllum spýju,“ sagði Ólafur Kárason, formaður bæjarráðs. „Það eru svona spýjur hérna úti um allan fjörð.“ - sh Lítið snjóflóð féll á Siglufirði: Sólbráð setti snjóflóð af stað Nýr flugrekstrarstjóri Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flug- rekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggis- deildar Flugmálastjórnar og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. LANDHELGISGÆSLAN SAMGÖNGUR Hálendisvegir á land- inu eru allir lokaðir vegfarendum enn sem komið er. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki gert ráð fyrir að þeir verði opnaðir fyrr en um miðjan júní- mánuð. Ástand hálendisveganna er nokkuð svipað því sem verið hefur undanfarin ár á þessum árstíma en nýafstaðið kuldakast mun að líkindum seinka opnun þeirra í einhvern tíma. - aöe Afleiðingar kuldakastsins: Hálendisvegir enn lokaðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.