Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 91
HANDBOLTI Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls Sverris Björns- sonar. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni en Kjartan hafnaði því að ræða málið við Fréttablaðið og sendi þess í stað frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu. „Í apríl 2005 setti stjórn hand- knattleiksdeildar Fram sér háleit þriggja ára afreksmarkmið sem voru kynnt leikmönnum félagsins. Fram hefur unnið að framgangi markmiðanna eftir fremsta megni. Hluti af markmiðasetningu hand- knattleiksdeildar Fram lýtur að þátttöku í evrópukeppnum en þátt- taka í slíkum keppnum er kostnað- arsöm fyrir lítil félög. Þann 19. apríl sl. tjáði Sverrir Björnsson for- manni handknattleiksdeildar Fram að eitt stærsta félagslið heims, Gummersbach, hefði áhuga á starfskröftum hans og að hann hefði hug á að ganga til liðs við félagið. Nokkrum dögum síðar var stjórnarmönnum Fram tilkynnt að tveggja ára samningur á milli Sverris og Gummersbach væri frá- genginn. Þann 13. maí hittu stjórn- armenn Alfreð Gíslason á fundi og var niðurstaða þess fundar að félög- in ræddu sín í milli félagaskipti Sverris. Þann 18. maí sl. barst handknattleiksdeild Fram loks til- boð í umræddan leikmann frá Gummersbach. Tilboði Gummers- bach var hafnað þann 24. maí sl. þar sem það þótti ekki viðunandi. Á komandi leiktíð tekur Fram þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti í sögu félagsins og gæti þar m.a. mætt liði Gummersbach sem einnig hefur unnið sér þátttökurétt í keppninni. Það samræmist ekki markmiðum Fram að láta keppi- nauta félagsins taka til sín bestu leikmenn Fram gegn vægu gjaldi sem þeir ákveða einhliða. Stjórn handknattleiksdeildar Fram fagn- ar áhuga erlendra stórliða á leik- mönnum félagsins. Sé um samn- ingsbundna leikmenn að ræða gera reglur ráð fyrir að félögin nái sam- komulagi sín í milli áður en samið er við leikmanninn. Hvað varðar Sverri Björnsson er handknatt- leiksdeild Fram tilbúin til frekari viðræðna við Gummersbach. Það skal tekið fram að fleiri lið í Evrópu hafa sýnt Sverri áhuga. Fram telur að hagsmunum hlutaðeigandi aðila sé ekki vel borgið með því að reka málið í æsifréttastíl í fjölmiðlum. Stjórn handknattleiksdeildar Fram.“ Handknattleiksdeild Fram sendir frá sér yfirlýsingu vegna Sverris Björnssonar: Látum ekki keppinautana fá leikmenn KJARTAN RAGNARSSON Formaður hand- knattleiksdeildar Fram er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana. FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Buddy Farah hjá Keflavík verður ekki orðinn leikfær á nýjan leik fyrr en eftir um tvær vikur. Hann tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn Vík- ingi í 2. umferð og þurfti að yfir- gefa völlinn í hálfleik. Næsti leik- ur liðsins er annað kvöld þegar það tekur á móti KR en sóknar- maðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson, sem gekk til liðs við Keflavík frá Þrótti í vetur, verður einnig fjarri góðu gamni í þeim leik. Þórarinn hefur ekki spilað með Keflavík í tveimur síðustu leikj- um liðsins í Landsbankadeildinni vegna meiðsla en Kristján Guð- mundsson, þjálfari liðsins, segir að búist sé við því að hann fari að æfa aftur með liðinu í næstu viku. „Það er alltaf virkilega gaman að mæta KR og mikil stemning sem fylgir því,“ sagði Kristján sem var farinn að hlakka til leiks- ins á morgun. - egm Meiðsli hjá Keflavík: Þórarinn ekki með gegn KR SÁTTUR VIÐ HÓPINN Kristján Guðmunds- son segist ekki ætla að bæta við sig leikmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR LAUGARDAGUR 27. maí 2006 71 NBA „Þeir komu til Detroit með það að augamiði að stela einum sigri, og það tókst hjá þeim. Það sama gildir hjá okkur núna, við ætlum okkur til Miami til að ná í að minnsta kosti einn sigur,“ sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit, eftir 92-88 sigur sinna manna í fyrrinótt. Detroit náði þar með að jafna metið í einvíginu en Miami vann fyrsta leikinn nokkuð óvænt. Það var einungis fyrir klaufa- skap heimamanna að þeir hleyptu Heat nálægt sér undir lok leiksins eftir að hafa náð öruggri forystu. Góður lokasprettur dugði Miami þó ekki til og liðið tapaði leiknum, 92-88. „Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja for- skotið. Það getur verið stórhættu- legt,“ sagði Flip Saunders, þjálf- ari Detroit. „Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mín- útu í næsta leik,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin. - hþh Úrslitin í NBA: Detroit Pistons jafnaði metin GAMLA KEMPAN Gary Payton sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Aganefnd knattspyrnu- sambands Íslands hefur ákveðið að sekta Grindavík um 20 þúsund krónur vegna óláta stuðningsmanna félagsins í leik gegn Fylki í Árbæn- um sem fram fór þann 19. maí sl. Þá sektaði aganefndin KR um 15 þúsund krónur vegna fram- komu stuðningsmanna félagsins, en þeir kveiktu á blysum í miðjum leik sem er stranglega bannað. Aganefnd KSÍ: Sektar tvö félög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.