Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 78
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR58 menning@frettabladid.is ! Kl. 14.00Jónas Kristjánsson flytur fyrir- lestur í Þjóðminjasafni Íslands um leiðangur Þorfinns Karlsefnis til Vínlands hins góða. Ekki missa af... Íslandsvinagöngu í nafni íslenskrar menningar og náttúru í dag. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13.00 og endað á Austurvelli þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Danssýningum á vegum Trans Dance Europe í Borgarleikhús- inu. Spennandi verk frá Belgíu og Danmörku í kvöld og pólskar ástríður á morgun. Óvenjulegum 15:15 tónleikum í Norræna húsinu á sunnudag- inn. Nærandi tónlist fyrir sálina, þar sem með fögrum tónum verða flutt glettnisleg ljóð og rómantískar kvöldlokkur. Hláturinn lengir lífið og léttir geðið en nú í vor hefur staðið yfir heljarinnar hláturtíð í Borgarleikhús- inu. Þeir sem enn hafa ekki séð sér fært að skella upp úr eða leggja það ekki almennt í vana sinn að hlæja hafa tækifæri til þess að kynna sér tækni hláturjóga á námskeiði sem haldið verður í leikhúsinu annað kvöld. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason hláturjógakennarar hafa um nokkurt skeið kynnt þessa aðferð hérlendis en hún var upphaflega þróuð af Dr. Madan Kataria, indverskum lækni sem rannsakað hefur jákvæðar afleiðingar hláturs. Aðferðin byggist í grunninn á því að sameina hlátur og jógaöndun og þeirri trú að allir geti hlegið án þess að hafa frábært skopskyn eða stöðugt grín í kringum sig. Líkaminn gerir ekki greinar- mun á alvöru innilegum hlátri og hlátri sem komið er af stað með skemmtilegum æfingum sem þátttakendur prófa á námskeiðinu en mikilvægt er allir hlæja með en ekki hver að öðrum. Ásta og Kristján hafa ferðast víða um land og haldið námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir en þau standa einnig fyrir „Hláturkæti- klúbbnum“ sem heldur reglulega opna hlátur- jógatíma í húsnæði verslunarinnar Maður lifandi í Borgartúni í Reykjavík. Námskeiðið fer fram í Borgarleikhúsinu kl. 20 annað kvöld. ÁSTA VALDIMARSDÓTTIR HLÁTURJÓGAKENNARI Hlegið dátt á Hláturtíð Skagaleikflokkurinn skreppur í bæinn um helgina og sýnir nýj- asta leikrit Kristjáns Kristjáns- sonar, Hlutskipti, í Bæjarleikhús- inu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 19. Leikstjóri sýningarinnar er Inga Bjarnason. Gagnrýnendur hafa lokið lofsorði á sýninguna og hlaut hún nýlega sérstaka viðurkenn- ingu Þjóðleikhússins í vali á áhugaleiksýningu ársins. Í umsögn Þjóðleikhússins kom fram að um væri að ræða afar metnaðarfullt fjölskyldudrama þar sem athyglis- verð úrvinnsla í handriti hefði gefið leikhópi og leikstjóra tæki- færi til að skapa eftirminnilega sögu á sviðinu. Kristján Kristjánsson hefur áður skrifað verkin Alltaf má fá annað skip og Lifðu - yfir dauðans haf fyrir leikflokkinn. - khh Dramatískt Hlutskipti SKAGALEIKFLOKKURINN SÝNIR HLUTSKIPTI Sýning í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í kvöld. Í dag opnar sýning á mál- verkum Braga Ásgeirs- sonar í Galleríi Fold en listamaðurinn fagnar 75 ára afmæli á morgun. Bragi Ásgeirsson er um margt brautryðjandi í íslenskri mynd- list, sem listamaður, kennari og gagnrýnandi hefur hann mótað viðtökur landsmanna á nútímalist og lagt sitt af mörkum til þess að efla skilning kynslóðanna á mikil- vægi listarinnar. Rúmlega fimm ár eru liðin frá síðustu einkasýn- ingu Braga en rúm fimmtíu frá þeirri fyrstu sem hann hélt í Lista- mannaskálanum við Kirkjustræti. Á sýningunni í Galleríi Fold eru tæplega fimmtíu verk sem Bragi hefur málað á undanförnum fimm árum. „Það eru líka örfáar eldri myndir sem hafa ekki verið sýnd- ar áður en falla inn í sýninguna, inn í heildina.“ Hann kveðst ekki hafa neina yfirskrift eða megin- þráð til hliðsjónar heldur fylgja jafnan eigin þræði, listin spretti af hans eigin frumkvæði þegar áhrifin úr umhverfinu, landslag- inu, veðráttunni og skapgerð hvers dags komi saman. Bragi segist reyna að koma á vinnustofuna sína á hverjum degi og áréttar að listamenn eigi ekki marga frídaga. „Auðvitað á ég mér önnur áhugamál en það er erfitt að telja þau öll upp. Myndlistin er hverfipunktur í mínu lífi og hefur alltaf verið, það snýst allt í kring- um hana,“ segir hann og kveðst því skiljanlega hafa mikinn áhuga á ferðalögum og listsýningum. Verk Braga þykja kröftug og tilfinningarík en þau hafa alla tíð einkennst af djarfri litameðferð, fáguðum línum og sterkri mynd- byggingu. Á síðari árum hafa verk hans orðið einfaldari og kyrrari en um leið sterk og grípandi. Verk Braga eru í eigu allra helstu lista- safna landsins og á mörgum erlendum söfnum. Verk hans eru enn fremur í eigu fjölmargra stofnana og fyrirtækja sem og í einkasöfnum víða um heim. Bragi hefur starfað sem list- gagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil og fylgist með listalífi hér- lendis og erlendis af miklum áhuga og elju. Hann segir að það sé þó örðugara nú til dags þar sem sýningarstöðum hérlendis hafi fjölgað mjög og sýningarhaldið sé dreifðara. „Þetta er svo mikill glundroði, svo mörg lítil gallerí sem vakna og deyja eins og fiðr- ildi, eins og dægurflugur. Fólk er að sýna verk í heimahúsum og það er ekki nokkur leið að fylgjast með þessu öllu. Þetta fælir fólk frá, það eru til að mynda fáar stórar samsýningar.“ „Núna er málverkið ofan á en menn verða að passa sig að ein- angrast ekki. Það er ekki verið að rífa niður hugmyndafræðilega list en þegar hún er ofan á er sífellt verið að rífa niður málverkið, tala illa um það. Það er ekki rétta pólit- íkin. Þetta getur þrifist hvert fyrir sig og saman. Þessi svonefnda nútímalist í dag er rangnefni. Þetta ætti að heita fjöltækni, það er svo margt í henni, leiklist, ljóð- list og allt mögulegt. Myndlistin kemur inn á klassísku miðlana, málverkið, teikninguna, högg- myndir og grafík. Þetta þarf að aðskilja.“ Bragi hefur einnig sitthvað að segja um þá sjónarspilsáráttu sem brýst fram í myndlistinni. „Það er svo mikið show og flipp. Fólkið sem er að gera þetta hefur voða gaman af en fáir aðrir,“ segir hann. Í því tilliti eru tengslin milli listamannsins og áhorfand- ans rofin því listamanninum er sama um áhorfandann en áherslan færist á sjónarspilið. „Myndlistin er enginn hasar heldur grafalvar- legt atriði sem gerir miklar kröfur,“ segir hann sposkur. „Nám í myndlist gerir ekki minni kröfur en nám í læknisfræði, þess vegna gengur maður ekki syngjandi í gegnum þann skóla.“ Sýningin er haldin að frum- kvæði Gallerís Foldar og sjálfur hafði Bragi ekki í hyggju að fagna afmælinu sérstaklega. „Ég er ekkert að fela mínar myndir en ekki heldur að þrýsta þeim fram,“ útskýrir hann og kveðst hafa ætlað sér að vera staddur erlendis þegar tímamótin rynnu upp en þurft að breyta þeirri til- högun. Hvað framhaldið varðar segist hann einfaldlega ætla að halda áfram að lifa. Sýningin opnar kl. 15 í dag og stendur til 11. júní. - khh „Myndlistin er enginn hasar“ BRAGI ÁSGEIRSSON MYNDLISTARMAÐUR „Myndlistin er hverfipunktur í mínu lífi og hefur alltaf verið, það snýst allt í kringum hana.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.