Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 86
66 27. maí 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ������ �� ��������������������������������� ����������������������������������� ��������� ������ ������������� ��� ����������������������������������������� E IN N , T V E IR O G Þ R ÍR 2 66 .0 23 > Góður árangur Heiðars Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason endaði í fjórða til sjötta sæti á móti í sænsku mótaröðinni í golfi í gær. Heiðar lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari vallarins og var samtals á einu höggi undir pari. Heiðar var í efsta sæti á mótinu á þremur höggum undir pari fyrir síðasta keppnisdag. Fyrir mótið var hann í fimmtánda sæti á styrk- leikalista mótaraðarinnar en hefur nú styrkt stöðu sína þar. Hjörtur semur við Fram Hinn örvhenti Hafnfirðingur, Hjörtur Hinriksson, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Fram í handknattleik. Hjörtur hefur leik- ið með FH alla sína hundstíð en hefur nú ákveðið að söðla um og ganga í raðir Fram líkt og fleiri leikmenn. HANDBOLTI Ísland mætir Makedón- íu í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á Evrópumóti kvenna- landsliða í Svíþjóð í desember síðar á árinu. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16.15 en frítt verður inn á leikinn í boði VR. Síð- ari leikurinn fer svo fram viku síðar, í Makedóníu. „Landslið Makedóníu er byggt upp á liði sem heitir Kometal sem er á meðal allra sterkustu liða í heimi. Þær eru stórar og búa yfir miklum líkamlegum styrk, sem við verðum að hafa til að vinna á móti þeim. Þá eru þær með örv- henta skyttu frá Kongó sem er geysiöflug og styrkir liðið mjög mikið,“ sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari sem er nýkom- inn heim úr æfingaferð í Hollandi með stelpunum, en þær sóttu ekki gull í greipar Niðurlanda að þessu sinni. „Ferðin til Hollands var virki- lega góð. Við höfum alltaf reynt að spila við þessar sterku þjóðir, það styrkir bara okkar lið. Við töpuð- um reyndar nokkuð stórt þarna úti, en hefðum vel getað haldið þeim nær okkur. Þetta er bara munurinn á liði í 5. sæti styrk- leikalistans og okkur,“ sagði Stef- án en Ísland er númer 23 á listan- um og Makedónía númer 18. „Það er ljóst að við erum litla liðið í þessari viðureign. Make- dónía hefur verið að taka þátt í öllum stórmótum en við höfum verið að bæta okkur og eru að sýna framfarir. Það er allt hægt í íþróttunum. Ég er alltaf bjart- sýnn, annars væri maður ekki að standa í þessu, ég hef mikla trú á þessu verkefni,“ sagði Stefán, sem hefur kortlagt leikinn í þaula. „Við ætlum að spila mjög hrað- an leik og nýta þann mikla hraða sem liðið okkar hefur yfir að ráða. Það er lykilatriði hjá okkur og við þurfum að treysta á að spila góða vörn og fá hraðaupphlaupin í gang.Stemningin í hópnum er mjög góð og það hlakka allar til að takast á við verkefnið, samheldn- in í liðinu er mjög mikil. Það er engin pressa á okkur þar sem lið Makedóníu á að vera sterkara en okkar,“ sagði Stefán. Ljóst er að mikill ókostur er að spila seinni leikinn á útivelli, sér- staklega þar sem hann er ekki sá auðveldasti. „Það er mikill ókost- ur að spila síðari leikinn í Make- dóníu. Þetta er talinn vera erfið- asti útivöllur í heimi og Makedónía fékk bann fyrir tveim- ur árum vegna óláta meðal áhorf- enda og aðstæðna inni í höllinni. Þetta er einn alræmdasti völlur í Evrópu,“ sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari og hvatti síðan alla til að mæta í Höllina á morg- un. hjalti@frettabladid.is Ætlum að spila hraðan handbolta Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir stöllum sínum frá Makedóníu í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á EM í Svíþjóð á sunnudag. Stefán Arnarson landsliðsþjálfari er hvergi banginn fyrir leikina tvo. Í ELDLÍNUNNI Anna Úrsula Guðmundsdóttir og félagar í kvennalandsliðinu verða í eldlínunni á sunnudag gegn Makedóníu. HANDBOLTI HSÍ og VR hafa gert með sér þriggja ára samstarfs- samning um lyfta grettistaki hvað íslenska kvennalandsliðið varðar. „Við eigum karlalið í heims- klassa, af hverju ættum við ekki að eiga kvennalið í sama klassa?“ spurði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í gær. Skammtímamarkmiðið er að vinna leikina gegn Makedóníu og komast á EM, en langtímamark- mið að vinna sér reglulega sæti á stórmótum og festa Ísland í sessi á topp tíu styrkleikalistanum. „Það er stórkostlegt að VR skuli taka þátt í þessu. Þegar ég byrjaði með landsliðið vildi enginn spila við okkur en það hefur margt vatn runnið til sjávar síðan. Með hjálp VR er hægt að taka enn stærra skref í rétta átt. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta,“ sagði Stefán Arnarson landsliðs- þjálfari. - hþh HSÍ gerir samning við VR: Frábært fyrir kvennaboltann FJÖR Á FUNDI Það var létt stemning á Loftleiðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Danski framherjinn Bo Henriksen er líklega ökklabrot- inn, sem þýðir að hann spilar ekki mikið með ÍBV í sumar. Henriksen stökk upp í skallabolta og lenti illa á ökklanum í 3-0 tapleiknum gegn Valsmönnum á fimmtudaginn og var samstundis farið með hann á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. „Við fáum niðurstöður líklega ekki fyrr en á morgun [í dag] en það er mjög líklegt að hann sé brotinn. Það er gríðarlegt áfall fyrir okkur. Hann er fenginn til okkar til að skora mörkin og vera lykilmaður fyrir okkur í sumar, ég fer ekkert í grafgötur með það. Við verðum bara að horfa fram á veginn og leysa þau mál,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, við Fréttablaðið í gær og ætti niðurstaða því að liggja fyrir í dag. ÍBV er þegar búið að fá til sín annan danskan framherja, Ulrich Dröst, sem kemur frá Greve í heimalandi sínu. „Hann kemur frá Danmörku og þekkir Bo reyndar ágætlega. Hann á að vera góður leikmaður og hefur skorað mjög mikið í dönsku deildunum, ég held að hann sé nánast með mark í öðrum hverjum leik í deild- unum í Danmörku,“ sagði Guð- laugur um Dröst. „Við ætluðum alltaf að bæta við okkur sóknar- manni, til að auka breidd og sam- keppni.“ ÍBV byrjaði Íslandsmótið vel, vann fyrsta leikinn gegn Keflavík á heimavelli, 2-1, en tapaði svo 4-1 fyrir Breiðablik og 3-0 fyrir Val. „Fyrsti leikurinn var fínn hjá okkur en síðan hefur hallað undan fæti. Við höfum verið að gera of mörg einstaklingsmistök, bæði gegn Blikum og Val. Gegn þeim vorum við undir eftir fyrri hálf- leikinn, ætluðum að taka seinni hálfleikinn með trompi en erum komnir 2-0 undir eftir eina mín- útu. Það hefur verið smá klaufa- skapur hjá okkur,“ sagði þjálfar- inn. - hþh Bo Henriksen líklega ökklabrotinn: Þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur GUÐLAUGUR Segir það vera mikið áfall fyrir ÍBV að missa Henriksen. Maður kemur þó í manns stað og verður forvitnilegt að sjá hvernig Dröst plummar sig hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FÓTBOLTI Arnar Gunnlaugsson verður ekki með ÍA gegn Vals- mönnum í fjórðu umferð Lands- bankadeildar karla á mánudaginn. Arnar haltraði af velli í fyrri hálf- leik í 3-0 tapi Skagamanna gegn Íslandsmeisturum FH á þriðju- daginn en Arnar hefur þegar skor- að tvö mörk í deildinni. „Það tóku sig upp einhver nárameiðsli. Ég er aumur í þessu og verð ekki með í leiknum gegn Val, enda stutt í hann. Vonandi tekur þetta bara fljótt yfir og ég verði orðinn góður eftir viku til tíu daga,“ sagði Arnar en Skagaliðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu til þessa, fyrir Grindavík, KR og FH. - hþh Arnar Gunnlaugsson: Frá í viku vegna meiðsla TVÖ MÖRK Arnar hefur skorað tvö mörk í deildinni til þessa. Hér fagnar hann öðru þeirra, gegn KR á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðjón Þórðarson er hættur sem knatt- spyrnustjóri Notts County en hann stýrði liðinu aðeins í eitt ár. „Ég tjáði stjórninni það að ég teldi best að leiðir myndi skilja. Það er margt sem liggur þar að baki. Það hafa smám saman orðið breytingar á félaginu og það sést alveg hvað er í gangi, eigandi félagsins er ekki að leggja peninga í þetta. Ef þú ætlar þér eitthvað verður þú að hafa einhvern pening á milli handanna,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Guðjón er þegar byrjaður að spyrjast fyrir um nýja vinnu og þær fréttir að hann sé laus allra mála berast nú sem eldur um sinu á Englandi. „Ég á alltaf einhverja kosti í stöðunni, það er alltaf von einhvers staðar. Ég vil bara fá almennilegan fótboltaklúbb, það er ekkert flóknara en það. Ég vil helst vera áfram á Englandi, ég er farinn að þekkja þetta vel hérna en það kemur allt til greina hjá mér og ég útiloka ekki neitt. Það eina sem þú veist í fótbolta, er að þú veist ekki neitt,“ sagði Guðjón sem ætlar þó ekki að taka við liði á Íslandi, í bili að minnsta kosti. „Ég held að það væri fínt að skoða það þá í haust þegar sumarið er búið, ég hef ekki áhuga á því að koma heim og stíga inn í starfið þar núna, ég vil alls ekki skapa neinn óróa þó svo að ég sé á lausu,“ sagðu Guð- jón sem sá nokkra leiki í Lands- bankadeildinni um daginn og er væntanlegur til Íslands þar sem hann mun væntanlega skella sér á völlinn. Guðjón segir að hann yfirgefi herbúðir Notts County alls ekki sáttur. „Nei, ég fer ekki sáttur. Ég hefði viljað klára það sem ég ætlaði mér að gera sem var að koma liðinu upp, það eru ákveðin vonbrigði þegar maður nær ekki þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Guðjón Þórðarson. KNATTSPYRNUSTJÓRINN GUÐJÓN ÞÓRÐARSON: ER ÞEGAR BYRJAÐUR AÐ LEITA AÐ NÝRRI VINNU Hef ekki áhuga á því að koma heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.