Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 27.05.2006, Qupperneq 44
[ ]Kettir eru skemmtileg gæludýr. Subbuskapurinn sem fylgir hárlosun þeirra er ekki jafn skemmtilegur. Fæði þeirra hefur mikið að segja og getur haft gríðarleg áhrif á hversu mikið af hári fellur til. Gosbrunnar og litlar tjarnir setja oft fallegan svip á garð- inn. Mörgum garðeigendum þykir niðurinn úr gosbrunnin- um fullkomna stemninguna á kyrrlátum sumardegi. Nokkur fyrirtæki sérhæfa sig í gos- brunnum og tjörnum í görðum hjá fólki. Meðal þeirra er fyrirtækið Gosbrunnar.is sem selur allt sem þarf til þess að láta draum um tjörn og gosbrunn verða að veru- leika. Svavar Björgvinson hjá Gosbrunnar.is segir fyrirtækið sérhæfa sig í öllu sem tengist vatnsrennsli í víðustu mynd. ,,Hvort sem það eru gosbrunnar, tjarnir eða bara allt sem tengist vatnsrennsli þá sérhæfum við okkur í því,“ segir Svavar. Það er ekki flókin framkvæmd að koma lítilli og einfaldri tjörn fyrir í garðinum og kostnaðurinn þarf heldur ekki að vera hár. ,,Lítil tjörn með dælu kostar 15.000 krón- ur og er dúkurinn um fjórir fer- metrar á stærð þegar að búið að breiða úr honum.“ Fyrirtækið býður fólki upp á að taka myndir af garðinum og setja svo saman tölvumynd sem sýnir hvernig garðurinn myndi líta út með tilkomu gosbrunnsins. ,,Þá getur fólk séð nokkrar útfærslur af tjörnunum þannig að þetta er mjög sniðugt,“ útskýrir Svavar. Svavar segir að vilji fólk ein- faldar lausnir þá geti það hæglega komið tjörninni fyrir á einni kvöld- stund í garðinum hjá sér. ,,Við erum líka í samstarfi við lærða skrúðgarðyrkjumenn og aðra fag- menn sem geta hannað umhverfið og komið tjörninni fallega fyrir.“ Margir vilja gefa tjörnunum enn meiri sjarma með því að hafa gullfiska í þeim og segir Svavar að gullfiskarnir geti lifað góðu lífi í tjörnunum fyrir utan harðasta veturinn. ,,Gullfiskarnir eru það harðgerðir að þeir geta alveg lifað þarna, aðrir skrautfiskar eins og Coy-fiskar geta hins vegar ekki lifað utandyra.“ Margir garðeigendur hafa haft efasemdir um tjarnir þar sem þær geta verið hættulegar litlum börnum. ,,Tjarnirnar eru oftast ekki meira en 40 cm á dýpt en sniðug öryggisútfærsla er að strengja net yfir tjörnina á 15 cm dýpi þannig börn geti ekki farið sér að voða,“ segir Svavar að lokum. valgeir@frettabladid.is Flott er að koma litlum gosbrunni fyrir í steinum. Gosbrunnar í garðinn Upplýstur gosbrunnur er fallegur allan ársins hring. Gosbrunnar geta verið af ýmsum toga. Vatn setur mjög skemmtilegan blæ á garðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.