Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 88

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 88
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR68 LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Grétar Sigfinnur Sigurðsson Arnar Jón Sigurgeirsson Davíð RúnarssonGarðar Gunnlaugsson Eyjólfur Héðinsson Kristján Finnbogason (2) Guðmundur Sævarsson (2) Bjarni Guðjónsson Tommy Nielsen Viktor Bjarki Arnarsson (2) Sinisa Valdimar Kekic (2) 4-4-2 ������������� ������������������� ���������������������������������� ��������������������������������������� � ��������������������������� ��������������������������������� ����������� � ������������� �������������������������� ������������������������������� ��������������� � ������������������������������� ������������ FÓTBOLTI „Ísinn er brotinn. Við vorum óheppnir í fyrstu tveimur leikjunum, áttum að vinna Kefla- vík og gegn Fylki var spurningin bara hvort liðið næði að skora á undan. Það var því ljúft að fá fyrstu stigin,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður Vík- ings, sem átti stórleik á fimmtudag þegar liðið vann Breiðablik á fimmtudaginn. Viktor gerði varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt allan leikinn, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á glæsilegan hátt. „Það gekk mjög vel gegn Blik- unum en það borgar sig að komast strax niður á jörðina því næsti leikur er strax á sunnudaginn í Vestmannaeyjum. Það má reikna með því að leikmenn ÍBV mæti kolbrjálaðir í þann leik líkt og við gerðum í leiknum við Breiðablik enda hafa þeir tapað tveimur síð- ustu leikjum. Þeir hafa líka sterk- an heimavöll en það gekk vel hjá mér þar í fyrra og ég náði að skora eitt í 3-0 sigri Fylkis. Öll fjölskylda mín býr í Vestmannaeyjum og það væri ekki leiðinlegt að skora aftur fyrir framan hana,“ segir Viktor. „Ég er í fínu líkamlegu formi og mér hefur gengið vel. Það er mikil samheldni og góður mórall í liðinu, við erum mikið saman og samheldnin innan félagsins er mikil. Berserkirnir styðja vel við bakið á okkur og við höfum reynt að vera í mikilli nálægð við þá. Við buðum þeim í gleð- skap og svo höfum við verið að hitta þá í Víkinni í vetur og horft með þeim á Meistaradeildina. Þetta hefur allt saman mikið að segja,“ Meðan Víkingur var í 1. deild- inni í fyrra var Viktor lánaður til Fylkis þar sem hann lék vel. Fylk- ismenn reyndu að halda Viktori sem sjálfur lýsti því yfir að hann vildi vera áfram í Árbænum. „Það gerði mér mjög gott að spila með Fylki í fyrra. Það gekk ekki að óskum með Víkingi 2004 en hjá Láka fékk ég mikið sjálfs- traust og spilaði ágætlega. Ég vissi þó að ég myndi geta gert miklu betur og ég hef náð mér vel á strik í fyrstu þremur leikjum sumarsins, vona að það haldi bara áfram,“ segir Viktor sem stefnir á að komast út í atvinnumennskuna eftir sumarið. „Ég stefni á að reyna að kom- ast eitthvert út í haust og setti mér það mark- mið eftir tímabilið með Fylki í fyrra. Ég ætla að reyna að gera mitt besta hjá Víkingi og reyna mitt besta til að hjálpa liðinu að halda sér uppi og vona að einhver lið erlendis sýni mér áhuga,“ segir Viktor. Honum líður vel í Víkinni og tekur undir að aðstæðurnar séu orðnar frábærar hjá félaginu. „Það vantar gervigras á svæðið til að við fáum meiri fótbolta yfir vetrartímann, við vorum mikið í hlaupum í vetur. Ef við fáum gervigras þá verður svæðið okkar eitt það flottasta á landinu. Við höfum flottan aðalvöll með glæsi- legri stúku og þar er ekki leiðin- legt að spila.“ elvar@frettabladid.is Mikil samheldni einkennir Víking Viktor Bjarki Arnarsson er leikmaður þriðju umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann átti magnaðan leik fyrir Víking þegar liðið vann Breiðablik 4-1, skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Í HAM Viktor Bjarki reyndist Blikum óþægur ljár í þúfu á fimmtudaginn. Hér reynir Hjörvar Hafliðason, markvörður Breiðabliks, að stöðva hann. FRÉTTBLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Versta martröð Englend- inga er að rætast en eftir mynda- töku kom í ljós að Wayne Rooney getur líklega ekki spilað með enska landsliðinu á HM í sumar. Rooney braut bein í fætinum á sér undir lok aprílmánaðar og hefur gert allt sem í sínu valdi stendur til að spila á mótinu. Nýjustu myndatökur segja að Rooney megi ekki byrja að æfa aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjár vikur, þann 14. júní. Það er því ljóst að Rooney miss- ir í það minnsta af riðlakeppninni með Englendingum, en hvort hann fari til Þýskalands yfirhöfuð er ákvörðun sem Sven Göran-Eriks- son þarf að taka. Ef hann getur byrjað að æfa 14. maí, hefur hann tíu daga fyrir 16 liða úrslit keppn- innar, að því gefnu að England komist upp úr riðlinum. Læknalið Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í gær en hennar hefur verið beðið með mikilli óþreyju. Rooney hefur átt gott tímabil með United og eru HM-vonir Englendinga nú að fara fyrir bí, enda einn allra mikilvæg- asti leikmaður liðsins. „Wayne hefur lagt gríðarlega hart að sér. Við munum halda áfram að styðja Wayne í barátt- unni um að komast á Heimsmeist- aramótið en augljóslega verður hann að vera í góðu standi, and- lega og líkamlega. Sérfræðingarn- ir hafa staðfest það sem við héld- um og við erum nokkuð ánægðir með bata hans,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United. Um sex vikur tekur að jafna sig af meiðslunum, en þann 14. júní verða vikurnar einmitt orðnar sex. Ferguson hefur statt og stöðugt tönnlast á því að Rooney eigi alls ekki að fara á HM, nema hann sé í fullkomnu lagi. Þannig hefur hann sett mikla pressu á Eriksson, sem er líklegur til að freistast til að taka Rooney með til Þýskalands, með það fyrir augum að nota hann í riðlakeppninni. Englendingar hafa frest til 9. júní til að tilkynna hvort einhverj- ar breytingar verði á leikmanna- hópnum, og líklegt er að ákvörð- unin um það hvort Rooney fari með til Þýskalands eða ekki, verði ekki tekin fyrr en þá. - hþh Enska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir HM í sumar: Wayne Rooney líklega ekki með á HM ÓHEPPINN Rooney hélt að hann yrði orðinn nægilega góður fyrir HM en svo er ekki. Hann gengur enn um með spelku á hægri fæti. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Rafael Benítez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, hefur tekið af allan vafa um að Luis Gar- cia sé á förum frá félaginu. Garcia hefur leikið mjög vel með Liver- pool en hann var sagður hafa heimþrá og var sterklega orðaður við lið á Spáni. „Ég er mjög ánægður með Luis og ég veit að hann er ánægður hjá Liverpool. Hann er mjög mikil- vægur leikmaður fyrir okkur og fólk sem segir að hann sé ósáttur veit ekki sínu viti,“ sagði Benítez um landa sinn. Fernando Morientes yfirgaf Liverpool í vikunni og vangavelt- ur um nýjan framherja sem tekur hans stað hafa vaxið hratt. Miklar líkur eru taldar á því að Hollend- ingurinn Dirk Kuyt gangi í raðir enska liðsins, en báðir aðilar hafa lýst yfir hrifningu sinni hvor á öðrum. - hþh Rafael Benítez: Luis Garcia ekki á förum GARCIA Fagnar ávallt á táknrænan hátt þegar hann skorar, eitthvað sem hann mun líklega gera í Englandi á næsta tímabili. NORDICPHOTOS/AFP FORMÚLA-1 Heimsmeistarinn Fern- ando Alonso telur að sitthvað óvænt gæti gerst í Formúlu-1 keppni helgarinnar sem fram fer í Mónakó. Það verður mikið í húfi í tímatökunni í dag þar sem lykilat- riði er að ná góðum stað á ráspól þar sem gríðarlega erfitt er að taka framúr í brautinni. „Brautin í Mónakó býður alltaf upp á eitthvað óvænt, við sáum það til dæmis á síðasta ári þegar Williams náði öðru og þriðja sæti. Það eru án efa mörg lið sem geta gert toppliðunum skráveifu um helgina,“ sagði Alonso. „Maður þarf að vera mjög þol- inmóður í brautinni, hún er mjög stutt og menn eru ávallt þétt upp við hvern annan,“ sagði Spánverj- inn. - hþh Fernando Alonso: Margt óvænt getur gerst ALONSO Sést hér í hægri beygju á æfingu í Mónakó í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Víkingar hafa bætt við sig sóknarmanni en Rodney Perry hefur fengið félagaskipti í liðið. Perry er 25 ára smár en knár leik- maður frá Bandaríkjunum en hann lék með Haukum úr Hafnar- firði í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði eitt mark í þeim fimmtán leikjum sem hann spil- aði. Hann hefur æft með Víking- um í mánuð og var ákveðið að gera við hann eins mánaðar samning til að byrja með. Englendingurinn Keith Thom- as er farinn aftur heim í Stoke og þar með losnaði pláss fyrir sókn- armann í herbúðum Víkings. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikj- um sínum í Landsbankadeildinni vann liðið öruggan 4-1 sigur í nýliðaslag gegn Breiðablik á fimmtudag. - egm Úr Hafnarfirði í Fossvoginn: Rodney Perry til Víkings

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.