Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 94

Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 94
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR74 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ Nýr humar, grillpinnar sigin grásleppa, sólþurrkaður saltfiskur www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Fyrir hornið… Hljómsveitin Singapore Sling með Henrik Björns- son fremstan í flokki er á tónleikaferðalagi um Bretland með Brian Jonestown Massacre um þessar mundir. Leik- og söngkonan Patsy Kensit var gestur á tónleikum sveitarinnar í London á miðvikudagskvöld og tókst með lagni að komast baksviðs að þeim loknum þar sem hún reyndi að gera sér dælt við forvígismenn Singapore Sling. Kensit er sjálfsagt ein frægasta grúppía heims en hún giftist Liam Gallagher, Oasisbróður, eftir að frægðarsól hennar tók að hníga. Því hjónabandi lauk með látum á sínum tíma en hún hefur greinilega ekki gefið tónlistarmenn upp á bátinn. Kensit hefði einhvern tíma þótt aufúsugestur enda þótti hún mikil bomba þegar hún sængaði hjá Mel Gibson í Lethal Weapon 2 árið 1989. Sjarminn virðist þó eitthvað hafa fölnað með árunum þar sem Singaporemenn sýndu henni engan áhuga og sendu hana með skottið milli lappanna með orðunum „sama og þegið“. FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarþátturinn Hlaupanótan stóð fyrir vorhátíð á miðvikudagskvöldið þar sem boðið var upp á fjölbreytt tveggja tíma tónlistar- prógramm sem sent var beint út á RÚV. Rúsínan í pylsuenda þáttarins var hljómsveitin Flís en margir tónleikagesta komu gagngert til þess að hlusta á sveitina sem er hvað þekktust fyrir að hafa gefið út hugljúfan disk með lögum Hauks Mortens. Þegar sveitin var kynnt á svið byrjaði Davíð Þór á því að skella bjórdósum ofan í píanóið og svo tóku hljómsveitarmeðlimir við að stilla hljóðfæri sín af miklum móð. Þegar sveitin virtist enn vera að stilla hljóðfærin fimm mínútum seinna var farið að renna tvær grímur á tónleika- gesti sem smátt og smátt áttuðu sig á því að stillingarnar voru í raun fyrirfram ákveðið tónverk. Fannst mörgum þessi nýi Flístónn afar hressandi og skemmti- legur meðan aðrir hristu hausinn og hefðu frekar viljað fá Hauks Morteins- lögin frá þeim piltum. LÁRÉTT 2 eyja 6 í röð 8 efni 9 þunnur vökvi 11 til dæmis 12 tala óskýrt 14 hroki 16 skóli 17 snúningshraði 18 skörp brún 20 komast 21 ætt- göfgi. LÓÐRÉTT 1 mylsna 3 bor 4 bætiefni 5 á móti 7 at 10 samstæða 13 starfs- grein 15 fituskán 16 besti árang- ur 19 tveir eins. LAUSN: LÁRÉTT: 2 java, 6 áb, 8 lín, 9 lap, 11 td, 12 drafa, 14 dramb, 16 ma, 17 gír, 18 egg, 20 ná, 21 tign. LÓÐRÉTT: 1 sáld, 3 al, 4 vítamín, 5 and, 7 bardagi, 10 par, 13 fag, 15 brák, 16 met, 19 Í dag stendur hópurinn Íslands- vinir fyrir miklilli dagskrá sem vekja á athygli á íslenskri nátt- úru, stóriðjuframkvæmdum og einhæfu atvinnulífi. Dagskráin hefst með göngu frá Hlemmi klukkan 13 og endar gangan á Austurvelli þar sem haldinn verð- ur útifundur með fjölbreyttri dag- skrá. Meðal þeirra sem fram koma á útifundinum eru hljóm- sveitirnar Hjálmar og Flís og tón- listarmennirnir KK, Benni Hemm Hemm og Bogomil Font. Að sögn aðstandenda uppákomunnar verð- ur þátttakendum göngunnar boðið að skrifa undir áskorun til stjórn- valda um að vernda menningararf Íslendinga, íslenska náttúru, efna- hagslegt sjálfstæði, frumkvæði og sköpunarkraft. Sýnt verður fræðslumyndband um áhrif stór- iðju á landið og upplýsingabæk- lingum verður dreift. Nánari upp- lýsingar má fá á heimasíðunni www.islandsvinir.org Sungið og gengið fyrir Ísland SPILA Á AUSTURVELLI Hjálmar er ein þeirra hljómsveita sem spila á Austurvelli í dag og vekja þar með athygli á náttúrugersemum landsins og efnahagslegu sjálfstæði. Víðar buxur. Hægt og sígandi munu niðurþröngu gallabux- urnar týnast í tískunni og víðu buxurnar koma sterkar inn. Flottast er ef mittið er hátt. Sushi take away. Almennilegur skyndibitamat- ur. Farðu í Sushismiðjuna við smábátahöfnina og kjamsaðu á þessu góðgæti. Cheap Monday. Loksins eru þessar ofursvölu galla- buxur komnar til landsins og fást í Kronkron. G-strengir. Hættu að láta eins og þér finnist þægilegt að ganga með band á milli rasskinnanna. Farðu í ömmubuxur og lifðu þægilegu lífi. Geitungar. Þeir eru glataðir og orðið á götunni er að kuldakastið hafi eyðilagt stofn þeirra örlítið. Mikið væri það nú dásamlegt. VIP partý. Það er einfaldlega ekkert kúl að halda eitthvað tryllt „high profile“ partý og bjóða svo bara einhverj- um nokkrum útvöldum. 1 Jónas Örn Helgason 2 Kenneth Lay og Jeffrey Skilling 3 Valencia [ VEISTU SVARIÐ ] HRÓSIÐ ....fær Jónas Örn Helgasson fyrir glæstan sigur í Meistaranum. „Maður hefur bara tíma til að hugsa um einn dag í einu og það er aldrei að vita hvað morgundagur- inn ber í skauti sér,“ segir Alma Guðmundsdóttir söngkona í vin- sælustu stúlknasveit landsins, Nylon. Sveitin hefur verið að gera það gott undanfarið í Bretlandi og 19. maí síðastliðinn kláruðu þær hljómleikaferðalag með stráka- sveitinni vinsælu Westlife. Þar komu þær fram í öllum helstu tónleikahöllum í Bretlandi og fengu frábærar viðtökur. „Þetta var alveg ótrúleg reynsla og höfum við aldrei spilað fyrir svona mikið af fólki áður. Strákarnir í hljóm- sveitinni voru mjög almennilegir og sjóaðir í þessum bransa enda búnir að vera lengi að. Það var líka fyndið að sjá að aldur tónleika- gesta var allt frá 5 ára upp í sjö- tugt,“ segir Alma. Eftir ferðalagið með Westlife fengu stelpurnar aðeins tveggja daga frí áður en þær slógust í för með bresku stúlknasveitinni Girls Aloud. „ Það er alveg æðislegt að fá að spila með þeim og þetta er allt öðruvísi en með Westlife. Við erum að spila á hverjum degi í 10 daga og það er miklu meiri stemning á tón- leikunum. Fólk er að dansa og syngja með lögum. Ótrúlega gaman og við hlökkum til hverra tónleika.“ Mikil keyrsla hefur verið á stelp- unum en þær fóru út rétt eftir ára- mót til þess að taka upp plötu á ensku og mun smáskífa þeirra koma út í Bretlandi 27. júní. Það er lagið „Losing a friend“ sem er farið í spilun hér á landi og mun hafa toppað vinsældarlista. „Við erum svakalega ánægðar með viðtökurn- ar og erum núna á fullu að kynna lagið hér úti. Það er erfitt að kom- ast að hjá breskum útvarpsstöðv- um enda mikil samkeppni en lagið er komið í spilun og það hjálpar okkur náttúrulega mjög að hafa spilað með Westlife og erum núna með Girls Aloud en þær eru fárán- lega vinsælar hérna, alltaf á síðum slúðurblaðanna.“ Tvær af meðlim- um sveitarinnar eiga fræga kær- asta en Nadine er að slá sér upp með garðyrkjumanninum sæta úr sjónvarpsþættinum „Aðþrengdar eiginkonur“, leikaranum Jesse Metcalfe, og Cheryl Tweedy er unnusta fótboltakappans Ashley Cole sem spilar með Arsenal.“ Við erum búnar að hitta stelpurnar og eru þær mjög hressar og almenni- legar. Það vottar ekki fyrir stjörnu- stælum hjá þeim og þær eru jarð- bundnar. Við bíðum spenntar eftir að hitta þessa frægu kappa en það er ekkert víst að við hittum þá, ef svo er þá verðum við með mynda- vélarnar á lofti,“ segir Alma og hlær. Stelpurnar eiga allar kærasta og eru þeir búnir að að koma í heimsókn en stelpurnar hafa lítinn tíma þessa stundina. Þær eru á fullu alla daga en vonast þó til þess að komast til Íslands í byrjun júní en þá lýkur ferðalagi þeirra með Girls Aloud. Annars munu stelp- urnar vera í Bretlandi í allt sumar að kynna smáskífuna með því að fara í sjónvarps- og útvarpsviðtöl. „Þetta er spennandi og alveg ómetanleg reynsla fyrir okkur allar,“ segir Alma að lokum. alfrun@frettabladid.is NYLON: MIKIL KEYRSLA Í BRETLANDI Umvafðar breskum stjörnum NYLON FLOKKURINN ERU AÐ GERA ÞAÐ GOTT Í BRETLANDI Halda tónleika á hverjum degi með bresku stúlknasveitinni Girls Aloud en þær eru mjög vinsælar þar á landi og daglegir gestir á síðum þarlendra slúðurblaða. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNATAN GRÉTARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.