Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 72

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 72
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR52 Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? 2 sæti Spennan er sjálfsagt óvíða meiri en í herbúðum Fram- sóknarflokksins enda mikið í húfi þessar kosningar. Þeir sem leggja leið sína í Þjóðleikhúskjallarann upp úr klukk- an 22 ættu að minnsta kosti að komast í tæri við raf- magnað andrúmsloftið og gæti því lyktað með trylltum fagnaðarlátum ef lánið leikur við Björn Inga og félaga. Er nokkur staður meira viðeigandi til að halda kosninga- vöku í Reykjavík en Hótel Borg? Það finnst Ólafi F. Magnússyni og frjálslyndum félögum hans að minnsta kosti ekki og bjóða kjósendum á kosningavöku í hjarta borgarinnar upp úr klukkan 22. Sjálfstæðisflokkurinn FramsóknarflokkurinnSamfylkingin Vinstri græn Þegar kjörstöðum er lokað klukkan 22 tekur við spennandi bið eftir úrslit- um kosninganna og flokkarnir tryggja vitaskuld sér og sínum athvarf til að fylgjast með framvindunni. Fréttablað- ið kannaði hvert má fara í leit að raf- Hvar verða partíin? Stundum er sagt að listamenn hneigist alla jafna til vinstri. Hvort sem það er rétt eða ekki höfðu Vinstri græn uppi á þremur tónlistarmönnum innan sinna raða sem mynda VG-tríóið og ætla að halda uppi fjörinu á kosningavöku flokksins í Tónlistarhúsinu Ými í Skógar- hlíð. Þeim til halds og trausts verður hljómsveitin Bar- duka en risastórir sjónvarpsskjáir verða á svæðinu til að tryggja að úrslit kosninga fari ekki framhjá neinum. Húsið er opnað klukkan 21 og allir eru velkomnir. Frjálslyndi flokkurinn AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykja- vík, lofar rífandi stuði á „Sigurhátíð“ á Hótel Íslandi í kvöld. Reykjavíkurlistinn hélt sínar kosningavökur alla jafna á Broadway og þekkja eiga margir Samfylkingar- menn því góðar minningar þaðan og vona vitaskuld að ein slík bætist við í kvöld. Plötusnúður þeytir skífum og sér til þess að hægt verður að dansa og tjútta fram á nótt. Húsið opnar klukkan 21 og allir eru velkomnir. Sjálfstæðismenn hugsa sér gott til glóðarinnar enda hefur flokknum gengið vel í skoðanakönnunum. Þeir ætla að hitt- ast á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut klukkan 22 og fylgjast með talningu atkvæða. Jón Kristinn Snæhólm, kosninga- stjóri flokksins í Reykjavík, er vígreifur og lofar því að fjörið verði á sínum stað þar sem menn ætli að fagna ærlega sigri. „Þetta er aðeins spurning um hvort við fáum sjö eða átta menn. Hvort sem er þá er það sigur fyrir okkur,“ segir Jón Kristinn og býður alla velkomna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.