Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 10
10 27. maí 2006 LAUGARDAGUR VINNUMARKAÐUR Félögum innan Starfsgreinasambands Íslands hefur fækkað vegna sameiningar stéttarfélaga. Í byrjun júní verður svo enn frekari sameining þegar Verkalýðsfélag Öxarfjarðar og Verkalýðsfélag Húsavíkur sam- einast í Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis. Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hval- firði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal hafa ákveðið að samein- ast í Verkalýðsfélag Vesturlands. Þá hefur Afl á Austurlandi, Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðar og Vökull á Höfn sameinast á Austurlandi og verkalýðsfélög á Vestfjörðum í Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fréttirnar séu glimrandi gleðilegar. Einingarnar styrkist til að geta tekist á við aukna upplýsinga- skyldu og aukin réttindi félagsmanna. Búist er við áfram- haldandi þróun í þessa átt. Góður skriður er á sam- einingarmálum á Eyjafjarðar- svæðinu. „Þar er jákvæð og góð þróun í gangi þó að viðræður séu enn á frumstigi,“ segir hann. Sameining hefur einnig átt sér stað hjá lífeyrissjóðum stéttarfé- laga. Þannig samþykktu Vest- lendingar nýlega að sameinast Lífeyrissjóði Suðurlands. - ghs Getur verið að þú sért með ofnæmi? Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Við hlustum! Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. RÚSSLAND, AP Rússneskur dómari sagði í gær að sá eini eftirlifandi af þeim sem réðust á rússneskan barnaskóla árið 2004 ætti dauða- refsingu skilda, en dæmdi hann síðan í ævilangt fangelsi því dauðarefsing er bönnuð í Rúss- landi. Tsjetsjeninn Nur-Pashi Kulay- ev var fundinn sekur um að taka gísla, að bera ábyrgð á dauða 331 manns og að hafa valdið skemmd- um fyrir 34 milljónir rúblna (93 milljónir íslenskra króna). Dóm- arinn sagði Kulayev hafa sprengt sprengju sem særði bæði gísla og hermenn ríkisins sem sendir höfðu verið á vettvang, og að lát sextán gísla sem árásarmennirnir tóku af lífi fyrsta dag umsátursins væru að hluta til Kulayev að kenna. Kulayev var einnig fundinn sekur um að skjóta börn og aðra gísla sem reyndu að sleppa út úr skólanum á þriðja degi árásarinn- ar, sem er jafnframt dagurinn þegar flestir létust. Kulayev sjálfur hefur viður- kennt að hafa tekið þátt í árásinni, en segist ekki hafa drepið neinn. Í réttarhöldunum kröfðust sak- sóknarar dauðarefsingar, en Rúss- ar hættu þeim refsingum þegar þeir gengu í Evrópuráðið fyrir áratug. Jafnframt höfðu margir aðstandendur hinna 330 sem fór- ust í árásinni krafist þess að Kul- ayev yrði tekinn af lífi fyrir aðild sína. Þegar dómarinn las upp dóm- inn fleygðu svartklæddar mæður nokkurra fórnarlambanna sér æpandi á glerbúrið sem Kulayev hefur setið í meðan á réttarhöld- unum hefur staðið og áttu lög- regluþjónar fullt í fangi með að hafa hömlur á þeim.smk@frettabladid. Dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir árás Eini eftirlifandi árásarmaðurinn á barnaskólann Beslan í Rússlandi árið 2004 var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. 331 fórst í árásinni, margir þeirra börn. LÍFSTÍÐARFANGELSI Nur-Pashi Kulayev var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátttöku í árás á Beslan barnaskólann í Rússlandi árið 2004. Hann sat í þessu glerbúri meðan á réttarhöldunum stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KRISTJÁN GUNNARSSON Fjölmargar sameiningar hafa átt sér stað innan Starfsgreinasam- bandsins upp á síð- kastið. „Jákvæð og góð þróun,“ segir Kristján Gunnarsson formaður. Verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins fækkar úr 29 í 24: Von á frekari sameiningum ATKVÆÐAGREIÐSLA Samhliða sveit- arstjórnarkosningunum í dag verða greidd atkvæði um nýtt nafn á sjö sameinuðum sveitarfé- lögum í landinu og stendur valið yfirleitt milli fjögurra eða fimm nafna. Niðurstaðan er ekki bind- andi nema áður hafi verið ákveðið að svo skyldi verða. Í sameinuðu sveitarfélagi Skil- mannahrepps, Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Innri-Akraneshrepps og Leirár- og Melahrepps verða greidd atkvæði um nöfnin Hafnar- byggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarðarbyggð og Hvalfjarð- arsveit. Í sameinuðu sveitar- félagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps gefst kjósendum kostur á að velja á milli fjögurra nafna. Þessi nöfn eru Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýr- arbyggð og Sveitar- félagið Borgarfjörð- ur. Kjósendum í sam- einuðu sveitarfélagi Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps gefst kostur á að greiða atkvæði um nöfnin Stranda- hreppur, Strandabyggð og Sveit- arfélagið Strandir. Í sameinuðu sveitarfélagi Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafs- fjarðarbæjar gefst kjósendum kostur á að velja á milli fjögurra nafna: Fjallabyggð, Hnjúkabyggð, Tröllaskagabyggð eða Ægisbyggð. Í Húsavíkurbæ, Keldunes- hreppi, Öxarfjarðarhreppi og Raufarhafnarhreppi greiða kjós- endur atkvæði um Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð eða Norður- þing. Í sameinuðu sveitarfélagi Þórs- hafnarhrepps og Skeggjastaða- hrepps greiðir fólk atkvæði um fjögur nöfn: Gunnólfsbyggð, Hafnarbyggð, Langanesbyggð og Langaneshreppur. Í sameinuðu sveitarfélagi Gaul- verjabæjarhrepps, Hraungerðis- hrepps og Villingaholtshrepps gefst kostur á fjórum nöfnum: Flóabyggð, Flóahreppur, Flóa- mannahreppur og Flóasveit. - ghs Skoðanakannanir samhliða sveitarstjórnarkosningum: Kosið um nöfn á sjö sveitarfélögum ATKVÆÐAGREIÐSLA UM NAFN Íbúar í sjö nýsameinuðum sveitarfélögum víðs vegar um landið greiða atkvæði um nafn á sameinað sveitarfélag í dag. DÓMSMÁL Vátryggingafélag Íslands var á mánudag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu um 1,2 milljónir króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir árið 1995. Konan lenti þá í umferðarslysi á gatnamótum Glerárgötu og Höfðahlíðar á Akur- eyri. VÍS mat örörku konunnar 35 prósent á sínum tíma þrátt fyrir að dómskvaddir matsmenn hafi talið örorkuna 45 prósent og greiddi henni fimm milljónir króna í bætur í samræmi við það. Dómurinn taldi sannað að VÍS hefði vanmetið örorkuna og ætti að greiða henni milljón til viðbótar. - sh Héraðsdómur Reykjavíkur: VÍS greiði konu milljón króna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.