Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 62
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR42 Í árslok 1935 fóru bif- reiðarstjórar í Reykja- vík og á Akureyri í allsherjarverkfall til að mótmæla sérstökum bensínskatti sem stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, eða „stjórn hinna vinnandi stétta“ eins og stjórnin var ávallt kölluð, fékk samþykktan á Alþingi. Verkfallið var túlkað af stjórnvöldum sem tilraun til að kollvarpa samþykkt- um Alþingis með valdboði og líktu stjórnarþingmenn framgöngu þeirra við landráð. Svo alvarlegt töldu stjórnvöld ástandið að lög- reglan fékk úrskurð dómsvaldsins til að hlera nokkur símanúmar eins og Hermann Jónasson for- sætisráðherra upplýsti nokkrum mánuðum síðar. Svavar Hávarðs- son leit sjötíu ár aftur í tímann og skoðaði viðbrögð samfélagsins við því þegar stjórnvöld urðu uppvís að símhlerunum í fyrsta sinn. Hvort verkfallið hafi gefið til- efni til svo sterkra viðbragða stjórnvalda er álitamál en ástæðan var ef til vill sú að verkfallsmenn gengu nokkuð hart fram. Þeir heimiluðu aðeins umferð sjúkra- bíla, lögreglubíla og líkvagna en hindruðu alla aðra umferð og það með valdi ef með þurfti. Sagan segir að einn verkfallsvörðurinn hafi opnað líkkistu til að fullvissa sig um að farþeginn væri örugg- lega liðinn en ekki lífs. Svo alvar- legum augum litu stjórnvöld deil- una að hermt var að ásamt símhlerunum hafi stjórnvöld sent hraðboða um Reykjavík til að kalla saman ríkislögregluna, sem var lítt notað valdatæki á fjórða áratugn- um. Þó voru dæmi um að stjórn- völd hafi viljað hafa hana til taks í átökum við andstæðinga sína. Ekki kom til þess að stjórnvöld þyrftu á ríkislögreglunni að halda, verkfall- inu lauk þá um áramótin. Stutt var þó í að skærist í odda að nýju en nú út af öðru óskyldu máli. Bíll með þykku teppi Símhleranir stjórnvalda í bíl- stjóraverkfallinu komu fram í dagsljósið í tengslum við annað símhlerunarmál snemma árs 1936. Enn áttu bílstjórar í Reykjavík í hlut. Lögreglan þóttist vita að Bæjarbílstöðin seldi áfengi á svörtum markaði og að salan færi þannig fram að brennivínsþyrstir Reykvíkingar hringdu á stöðina og báðu um að fá flösku senda heim til sín. Þetta var þyrnir í auga Agnars Kofoed-Hansen lög- reglustjóra sem gekk á fund Guð- mundar Hlíðberg landsímastjóra og fór fram á að settur yrði upp búnaður til að hlusta á brennivíns- pantanirnar svo mögulegt væri að uppræta þennan ófögnuð sem honum fannst brennivínsmiðlun Bæjarbílastövarinnar vera. Þegar lokið var við að ganga frá formsatriðum var hlerunarbúnað- ur settur upp og tveir lögregluþjón- ar ásamt tveimur símamönnum sáu um hleranirnar. Þær skiluðu fljót- lega árangri og lögreglan lærði að flöskukaupin fóru fram með sér- stöku dulmáli. Að fá „bíl með þykku teppi“, er dæmi um slíkt en hver og einn hafði örugglega sína eigin aðferð. Þegar yfir lauk voru fjórir bílstjórar fundnir sekir og dæmdir til að greiða sekt. Valtýr Stefáns- son, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði um málið grein undir fyr- irsögninni „Var þetta leyndarmál?“ Hann hefur mál sitt á því að segja að hvert mannsbarn í Reykjavík hafi heyrt getið um „ömmu“, kon- una sem talin hafi verið stórtæk- asti leynivínsali bæjarins. „Til hennar hafa bæjarbúar sótt áfengi á öllum tímum sólarhringsins. Þar hefir verið úrval víntegunda og afgreiðsla greið.“ Valtýr heldur svo áfram með því að segja að aðalsala „ömmu“ sé rekin af syni hennar en gamla konan sé flutt upp á Þórs- götu. Augljóst er að ólögleg vínsala hafði viðgengist lengi fyrst hún gekk í erfðir. Ósvífni ríkisvaldsins Hleranir stjórnvalda í bílstjóra- verkfallinu í desember og hleranir til að uppræta ólöglega brennivíns- sölu áttu ekki að verða opinberar. Það stóð aldrei til að þær yrðu lýðn- um kunnugar. En athæfið kvisaðist út og sjálfstæðismenn kröfðust þess á Alþingi að þessi gjörningur stjórnarinnar, sem þeir kölluðu ósvífni, yrði ræddur. Ólafur Thors, sem þá var orðinn formaður Sjálf- stæðisflokksins, krafðist þess að fá að vita hjá hverjum hafði verið hlustað og að vita „hversu víðtækt þetta hneykslismál er“. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu heldur ekki við orðin tóm heldur lögðu fram þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar og vís- uðu í stjórnarskrána máli sínu til rökstuðnings. Í umræðum á þinginu hélt Her- mann Jónasson því fram að sam- kvæmt lögum (símalögunum frá 1905) mættu stjórnvöld gera hús- leitir, rannsaka bréf og loftskeyti og því hlyti það sama að gilda um símtöl. Hann sagði að ef símtöl væru notuð til að brjóta lög, þá væri lögreglunni ekki aðeins leyfi- legt heldur skylt að hlusta á símann því ekkert tæki mætti nota til að brjóta lög. Í ræðum sínum upplýsti hann um símhleranir í bílstjóra- verkfallinu þegar hann spurði þing- heim hvort það hafi ekki verið lög- brot að stöðva alla umferð með valdi. Þetta var sem olía á eldinn og Ólafur Thors fullyrti að forsætis- ráðherrann hefði staðið fyrir sím- hlerunum þessum persónulega. „Ég slæ því föstu að hlustað hafi verið á númer saklausra manna vegna hræðslu hans í bílstjóraverk- fallinu, að gera ætti byltingu.“ Og þá hlutu þetta að hafa verið pólit- ískar njósnir frekar en illnauðsyn- legar varnaraðgerðir lögreglunnar. Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks líktu símhlerunum lögreglunnar við „innbrot að næturþeli“. Sjálfstæðismönnum varð ekki að þeirri ósk sinni að rannsóknar- nefnd yrði sett á fót til að rannsaka símahleranir stjórnvalda. Þegar dæmt var í málum „sprúttsalanna“ tók Hæstiréttur ekki afstöðu til þess að hvort hleranirnar stæðust lög og komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði verið rekið „víta- laust“. Málstaður ríkisstjórnar og lögreglu fékk því stuðning Hæsta- réttar með þessari niðurstöðu um rekstur málsins. Gagnrýni samfé- lagsins stóð þó eftir og þar fór í far- arbroddi ungur lagaprófessor, sem síðar varð forsætis- og dómsmála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson að nafni. Að fela sig inni í skáp Bjarni setti gagnrýni sína á sím- hleranirnar fram í fjórum ítarleg- um greinum í Morgunblaðinu í apríl og maí 1936. Titill fyrstu greinar hans má kalla niðurstðu heildar röksemdarfærslu hans eða það er „engin heimild í lögum fyrir símahlerunum“. Hann full- yrti að „hvernig sem að er farið, verður niðurstaðan því ætíð sú, að þessi aðferð til að koma upp afbrotum, er alls-endis ófær. Til þess, að hún verði farin þarf að svifta borgarana frumskilyrðum fyrir heilbrigðu rjettarfari.“ Á öðrum stað í skrifum sínum gagn- rýnir hann rök stjórnarinnar fyrir símhlerunum eða þar sem talað var um af ef húsleit væri leyfileg þá væri hlerun það líka. Hann líkti því við að fara inn í híbýli manns með húsleitarheimild að nætur- lagi og fela sig inni í skáp svo að hægt væri að koma upp um væntanleg afbrot heimilismanna. Árið 1941 voru sett fjarskipta- lög þar sem skýrt var kveðið á um rétt stjórnvalda til að hlera síma þegar mikið lægi við. Það vekur athygli að Ólafur Thors var þá orðinn atvinnumálaráðherra og lögin féllu undir verksvið hans. Hann sem aðrir þingmenn virtust hafa gleymt umræðunni fáum árum fyrr því lögin voru sam- þykkt án minnstu athugasemda. Heimildir: Morgunblaðið 1936, Alþingistíðindi 1936-1941, Hæstaréttardómar 1937 Á STÖÐINNI Altalað var að „miðstöðvar- stelpurnar“ í Landsímahúsinu, sem tengdu símnotendur saman, hlustuðu á símtöl fólks. Það var mjög auðvelt að komast inn á símtöl ef vilji var fyrir hendi. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1 Fyrsta símhlerunarmál Íslandssögunnar FRÁ REYKJAVÍK Séð út Hafnar- stræti í átt að Aðalstræti um 1930. Á þessum tíma voru að hefjast miklir átakatímar vegna kreppunnar. Þetta kom vel fram í stjórnmálum fjórða áratugarins og var baráttan oft harðvítug. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.