Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 58
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR20 VISSIR ÞÚ... ...að sá sem lengst hefur farið í hjólastól er Kanadamaðurinn Rick Hansen? Rick lamaðist árið 1973 í umferðaslysi. Árið 1985 lagði hann af stað frá Vancouver og á tveimur árum lagði hann að baki 40.075 km í 34 löndum í fjórum heimsálfum. ...að lengsta ferðalag á hjólabretti fór Bandaríkjamaðurinn Jack Smith árið 1976 og aftur árið 1984? Leiðin lá milli borganna Lebanon í Oregon, og Williamsburg í Virginíu. Ferðin var í allt 4.830 km. ...að lengsta ökuferðin sem farin hefur verið er enn í gangi? Nú þegar hafa svissneksu hjónin Emil og Liliana Schmid lagt að baki 587.000 km á Toyota Landcruiser- jeppa sínum og heimsótt 150 lönd. Þau eru enn að. ...að indversku hjónin Saloo og Neene Choudhury eiga met í hröðustu hnattferð á bíl? Þau lögðu af stað frá Delhí á Indlandi 9. september 1989 á Hindustan Contessa classic-bíl og 69 dögum, 19 klukkustundum og 5 mínútum síðar voru þau komin aftur heim. ...að sú sem fljótust hefur verið kringum jörðina ein á báti er Ellen MacArthur frá Bretlandi? Á 71 og hálfum degi kláraði hún ferðina en hvergi á leiðinni hafði hún viðkomu á þurru landi. ...að á 657 dögum sigldi Jon Sanders einsamall þrjá hringi í kringum jörðina í einni lotu? Tveir hringir voru réttsælis um jörðina en til tilbreytingar var sá þriðji farinn rangsælis. ...að sá sem oftast hefur farið hring- inn í kringum jörðina er rússneski geimfarinn Sergei Avdeyev? Hann hefur farið 11.968 hringi í kringum jörðina en hann er jafnframt sá sem lengst allra manna og kvenna hefur verið í geimnum. F í t o n / S Í A F I 0 1 5 8 7 2 „Draumahelgin mín er hér á landi enda er ég nýkomin heim frá útlöndum og vil því eyða helgi hér heima,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikkona. „Á föstudegi myndi ég vilja byrja daginn á því að fara á góða leiksýningu og eftir hana myndi ég vilja borða uppáhalds- matinn minn sem er sushi. Það myndi ég vilja gera í góðra vina hópi og eiga skemmtilegar rökræður yfir góðu víni. Það myndi ég kalla gott föstudagskvöld,“ segir Þórdís. „Á laugardegi myndi ég svo vilja heimsækja tengdafjölskylduna mína upp í Borgarfjörð þar sem hægt er að fara á hestbak. Það er hreinn fjársjóður að geta gengið að slíku og þar að auki væri hægt að enda daginn í heita pottinum. Í kvöld- matinn myndi ég vilja fá íslenskt lamb úr sveitinni með íslenskum kartöflum, hvað varðar mat gerist það ekki mikið betra. Á sunnudeginum myndi ég vilja sofa út, alveg syndsamlega lengi,“ segir Þórdís og hlær. „Helst myndi ég svo vilja vera í afslöppun með kærastanum mínum og eyða deginum í að knúsa hann. Frekari plön eru eiginlega ekki þörf því ég á aldrei leiðinlega stund með mínum manni. Við erum svo glöð með hvort annað og við finnum okkur alltaf eitthvað til dundurs.“ DRAUMAHELGI Hestar og heitur pottur ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR BACHMANN LEIKKONA SEGIR DRAUMHELGINA SÍNA VERA Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Magnolia (1999). Mynd af blóm- inu má finna í hverri stofu sem sést í myndinni. Paul Thomas Anderson, leikstjóri myndarinnar fór sérstak- lega í heimsókn til Tom Cruise, meðan sá síðarnefndi var að vinna við Eyes Wide Shut, til þess að bjóða honum starfið. Cruise fékk tilnefningu til óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. 2. Rain Man (1988). Dustin Hoff- man vildi fá Bill Murray til þess að leika Charlie, hlutverkið sem Cruise síðan fékk. Persónan átti einnig að vera 56 ára. Sala á Ray Ban- sólgleraugum jókst um 15% eftir frumsýningu myndarinnar. Eina myndin sem hefur verið valin besta myndin á óskarnum og einnig unnið Gullbjörninn í Berlín. 3. Minority Report (2002). Bæði Yorick van Wageningen og Matt Dillon komu til greina í aðalhlut- verkið auk Cruise. Myndin átti reyndar upprunalega að vera fram- hald Total Recall frá 1990 og átti Arnold Schwarzenegger að leika hlutverk Cruise. 4. A Few Good Men (1992). Orðið sir (herra) er að meðaltali sagt á 50 sekúndna fresti í myndinni. Ást- arsena milli Cruise og Demi Moore átti að taka upp fyrir myndina en handritið kallaði ekki beint á það. 5. Top Gun (1986). Matthew Mod- ine átti upprunalega að leika hlut- verk Cruise. Til er handrit fyrir Top Gun 2. Framleiðendur myndarinnar fengu mikla hjálp frá bandaríska hernum en herinn lítur á myndina sem eina bestu auglýsingu sem hann hefur nokkurn tíma fengið. TOPP 5: TOM CRUISE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.