Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 60

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 60
Brynhildur Þórarins- dóttir rithöfundur er stundum spurð hvort hún ætli ekki að skrifa bækur fyrir fullorðna. Hún svarar jafnan neitandi en bætir við að fullorðnir geti haft gaman af bókunum hennar, alveg eins og börnin. Brynhildur hefur skrifað tvær skáldsögur og endur- sagt tvær Íslendinga- sögur og fleiri verk eru í smíðum. Björn Þór Sigbjörnsson spjallaði við hana yfir kaffi og heilhveitihorni. Það er setið við fá borð á Bláu könnunni í Hafnarstrætinu á Akureyri þennan miðvikudags- morguninn. Við tyllum okkur við glugga og fylgjumst með fólki ganga inn í bókabúðina á móti. Við vitum ekki hvað það hefur með sér út í pokunum en hver veit nema Akureyringa langi til að eiga bók eftir nýjan bæjarlistamann sinn. Það er að segja ef þeir eiga hana ekki fyrir. Það er stutt síðan Brynhildur flutti til Akureyrar. Hún kom þangað eftir tveggja ára dvöl í Albany, höfuðborg New York-ríkis í Bandaríkjunum, en hafði áður búið alla sína tíð í Reykjavík. Síð- ustu árin í miðborginni. „Ég bjóst aldrei við að flytja frá Reykjavík og allra síst að ég myndi flytja til Akureyrar,“ segir hún og hlær. En svona geta mál æxlast og það var fyrst og fremst vegna þess að maður hennar, Þóroddur Bjarna- son, fékk prófessorsstöðu við Háskólann á Akureyri að þau fluttu í bæinn. „En ég sé ekki eftir þessu,“ segir hún og það má auð- veldlega greina í augunum að hún segir satt. „Það var í raun ekkert erfitt að koma hingað frá Albany en hefði kannski orðið öðruvísi að koma beint frá Reykjavík. Munurinn á Akureyri og Albany er ekki jafn mikill og fólk gæti ímyndað sér. Þessar amerísku borgir eru mikl- ar úthverfaborgir og í hverfinu sem við bjuggum í voru lítil hús með görðum og hver hugsaði um sig. Þetta var í raun svolítil Akur- eyri.“ Brynhildur segir miklu meira um að vera í menningarlífinu á Akureyri heldur en nokkurn tíma í Albany. Og að auki sé gott að vera komin í bæ með gangstéttum en þeim var ekki fyrir að fara ytra. Brynhildur og Þóroddur eiga saman dótturina Þorbjörgu sem er á öðru ári og finnst, eins og börn- um almennt, gott að ferðast um í vagninum sínum. „Það er engin göngumenning þarna úti. Það voru ekki einu sinni gangstéttar. Börn- in fóru í skólabíl í skólann þó það væri ekki nema tíu mínútna gang- ur og það var engin leið að labba út í búð þó hún væri nálægt.“ Þetta er öðruvísi á Akureyri þar sem hægt er að ganga með barnavagn- inn upp og niður brekkurnar og út og suður eftir firðinum – á sumrin. Úr varð barnabók Brynhildur hafði lengst af starfs- ævinni unnið við fjölmiðlun. Fyrst á blaði Alþýðusambandsins, þá á Bylgjunni og loks á Tímariti Máls og menningar. Árið 1997 sigraði hún í smásagnasamkeppni Sam- taka móðurmálskennara en fimm ár liðu þar til fyrsta bókin hennar kom út. Reyndar dugði henni ekki að senda frá sér eina bók það haustið heldur tvær, Lúsastríðið og Njálu, og sama var uppi á ten- ingnum 2004 þegar Leyndardóm- ur ljónsins og Egla komu út, en fyrir þá fyrrnefndu hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin. „Haustið núna verður svolítið sér- stakt því það kemur bara út ein bók eftir mig,“ segir Brynhildur brosandi en þá er von á Laxdælu. En hvers vegna byrjaði hún að skrifa fyrir börn? „Ég ákvað það ekkert sérstaklega heldur gerðist það bara. Ég settist niður og byrj- aði að skrifa og úr varð barna- bók.“ Öðru máli gegnir um Íslend- ingasögurnar sem hún hefur endursagt fyrir börn með teikn- ingum Margrétar Laxness. Það verk var meðvitað. „Litli bróðir minn var mjög upptekinn af því að vera Arthúr konungur og aðrar erlendar hetjur í leikjum og mig langaði að athuga hvort hægt væri að kynna íslensku hetjurnar fyrir börnum og gera þær spennandi.“ Það hefur gengið eftir og Bryn- hildur segist vita um fjölda polla sem leika Njál og þá garpa alla í frímínútum, berjast sem Otkell og Skammkell eða bregða sér í líki Egils. Og stelpurnar eru vitaskuld hrifnar af Hallgerði. Þó Brynhildur hafi snemma hneigst til bóka las hún sína fyrstu Íslendingasögu í níunda bekk grunnskóla líkt og kveðið var á um í aðalnámsskrá. „Ég eins og flestir krakkar bar mig ekki eftir þessum sögum sem barn og unglingur og var ekkert að færa til stóla heima og teygja mig eftir leðurbindun- um í efstu hillunum.“ Eins og áður sagði eru Njála og Egla þegar komnar út og von er á Laxdælu með haustinu. Íslend- ingasögurnar hlaupa á tugum þegar allt er talið en Brynhildur reiknar ekki með að endursegja þær allar. „Ég held að ég taki ekki nema þessar stærstu. Hugmyndin var líka bara að koma krökkunum á bragðið.“ Hún segist reyndar spennt fyrir að endursegja annars konar bókmenntir. „Það er til svo margt frá þessum tíma sem gaman væri að vinna með eins og til dæmis riddarasögur og alls konar ævin- týri sem eru á við bestu fantasíur. Þar eru drekar og risar og alls konar skeppnur og meira að segja menn sem verða 300 ára,“ segir Brynhildur en getur þess að enn sé allt óráðið í þessum efnum. Bæjarlistamaðurinn Nú á vordögum ákvað menningar- málanefnd Akureyrarbæjar að gera Brynhildi að bæjarlistamanni Akureyrar. Henni finnst mikið til þess koma, er bæði glöð og stolt. Nafnbótinni fylgja ritlaun í hálft ár og þann tíma ætlar hún að nýta til að skrifa þriðju skáldsöguna sína. „Þetta breytir öllu fyrir mig. Barnabókahöfundar fá, eins og aðrir rithöfundar, hlutfall af heild- söluverði bóka og það er ekki nokkur leið að lifa af því að skrifa fyrir börn.“ Ástæðan er sú að barnabækur eru að jafnaði helm- ingi ódýrari en hefðbundnar skáld- sögur. Brynhildur hefur því sinnt skriftunum meðfram kennslu við kennaradeild Háskólans á Akur- eyri en horfir fram á bjarta tíma. „Það er ótrúlegt tækifæri að fá að sitja í hálft ár og skrifa.“ Og fyrir vikið er viðbúið að hún bindist enn sterkari böndum við Akureyri og Akureyringa. Henni er jú talsverður sómi sýndur. „Jú, jú, það gerir það. Maður hleypur ekkert svo auðveldlega í burtu, enda stendur það svo sem ekki til,“ segir Brynhildur, sem öfugt við að skrifa skýrslu til menning- armálanefndar að starfstímanum loknum ætlar að fara í skólana á Akureyri og ræða við börnin um bækur. Þannig borgar hún fyrir sig. Það er hins vegar tvennt ólíkt að skrifa skáldsögu og endursegja Íslendingasögurnar. Brynhildur segir hið síðarnefnda hálfgerð fræðistörf, mikil forvinna fylgi og lesa þurfi margvíslegt sem tengist sögunum. Að sama skapi fylgir því heilmikil ábyrgð að endur- segja sjálfar Íslendingasögurnar. „Ég var dauðstressuð þegar Njála kom út og hafði áhyggjur af að menn risu upp og klóruðu úr mér augun. Það kom mér því þægilega á óvart þegar margir lýstu ánægju með að þetta hefði verið gert og að brú milli krakkanna og sagnanna hafi verið smíðuð.“ Nafnlausi höfundurinn Laxdæla kemur út í haust en upp- haflega var ráðgert að hún kæmi út á síðasta ári. Brynhildur bjóst við að geta klárað bókina meðan hún var í fæðingarorlofi en það fór á annan veg. „Þetta er mitt fyrsta barn og ég gerði mér ekki grein fyrir að maður vinnur ekki mikið meðfram uppeldisstörfun- um fyrstu sex mánuðina. Bókin endaði því á að vera unnin með- fram kennslunni í vetur.“ Það hjálpaði að Brynhildur kenndi námskeið um málsögu og fornbók- menntir á vorönn og það hélt henni við efnið. Að auki fékk hún inn- blástur frá nemendum sínum. Það var svo heldur ekki til að spilla fyrir að eyfirsku landnemarnir Helgi magri og Þórunn hyrna koma fyrir í Laxdælu en merkjum þeirra er haldið hátt á lofti á Akur- eyri og götur eru nefndar eftir báðum. Meira að segja vinnur Brynhildur við Þórunnarstrætið. Það er auðheyrt á Brynhildi að henni líkar lífið á Akureyri vel. Störfin tvö; skriftirnar og kennsl- an, fara vel saman auk þess sem menningarlíf bæjarins er ríkt. Það er því margt við að vera. „Ég er duglegri að sækja menningarvið- burði hér en fyrir sunnan, við eigum ársmiða í leikhúsið, mynd- listarsýningar hefjast svo að segja um hverja helgi og svo eru tón- leikar og margt fleira. Þetta strandar eiginlega bara á barna- pössun og viss galli að stórfjöl- skyldan er fyrir sunnan.“ Og innan um alla þessa menn- ingu unir Þorbjörg litla hag sínum vel en hún mun að mestu verja sumrinu í sundi og á róló, ef að líkum lætur. „Hún er afskaplega mikill garpur og getur bæði verið stjórnsöm og skaphörð eins og sagt er um Hallgerði,“ segir Bryn- hildur um dóttur sína og bætir við að hún verði að gæta þess að temja hana. Sjálf er hún ekki viss um hverri úr Íslendingasögunum hún líkist. „Það er svo mikil dramatík í þessu öllu saman. Maður gæti sagst vera Guðrún Ósvífursdóttir en því fylgja fjögur hjónabönd sem öll enda illa,“ segir hún hlær. „Ætli ég sé ekki bara hinn nafnlausi höf- undur sem situr í nunnuklaustri og skrifar.“ ■ 27. maí 2006 LAUGARDAGUR40 NAFNLAUSI HÖFUNDURINN Brynhildur á erfitt með að samsama sig einhverri persónu Íslendingasagnanna og segist helst vera hinn nafnlausi höfundur sem situr í nunnuklaustri og skrifar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Reykjavík - Albany - Akureyri BROSIR FRAMAN Í HEIMINN Brynhildur Þórarinsdóttir kann vel við sig á Akur- eyri þar sem hún leggur nú lokahönd á endursögn Laxdælu. Í haust sest hún niður til að skrifa þriðju skáldsöguna sína og þá á launum frá Akureyrarbæ enda nýorðin bæjarlistamaður Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS „Ég var dauðstressuð þegar Njála kom út og hafði áhyggjur af að menn risu upp og klóruðu úr mér augun.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.