Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 18
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.547 +2,43% Fjöldi viðskipta: 321 Velta: 7.076 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,00 +1,07% ... Alfesca 3,80 +3,54%... Atorka 5,60 +1,82% ... Bakkavör 48,50 +2,11% ... Dagsbrún 5,56 -0,00% ... FL Group 18,90 +1,07% ... Flaga 3,98 +0,00% ... Glitnir 16,90 +1,81% ... Kaupþing banki 754,00 +1,89% ... Landsbankinn 21,50 +3,87% ... Marel 69,30 -1,42% ... Mosaic Fashions 16,90 +4,32% ... Straumur-Burðarás 16,50 +5,10% ... Össur 110,00 +4,76% MESTA HÆKKUN Avion +5,83% Straumur-Burðarás +5,10% Össur +4,76% MESTA LÆKKUN Marel -1,42% Danska fasteignafélagið Sjælsø Gruppen, sem að hluta er í eigu Íslendinga, hefur samþykkt að kaupa Ikast Byggeindustri (IBI). Sjælsø greiðir 800 milljónir danskra króna, eða tæpa 10 millj- arða íslenskra króna, fyrir IBI. Með kaupunum er Sjælsø sagt fylgja eftir stefnu sem mótuð var með aðkomu íslenskra fjárfesta. Samson Properties, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, á í félagi við Straum-Burðarás Fjár- festingabanka og fleiri Íslendinga helmingshlut í eignarhaldsfélaginu SG Nord AG. Hinn helminginn á danska fyrir- tækið Rönje Holdings. SG Nord AG er síðan stærsti einstaki hlut- hafinn í Sjælsø Gruppen með ríf- lega 25 prósenta eignarhlut. - óká Sjælsø kaupir IBI HB Grandi skilaði 1.337 milljóna króna tapi á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 763 milljóna króna hagnað árið áður. Tapið skýrist einkum af gríðarlegum viðsnúningi fjármagnsliða sem voru neikvæðir um tvo milljarða króna en félagið er skuldsett í erlendri mynt og hafði gengisfall krónunnar og verðbætur lána mikil áhrif. Að mati greiningar Glitnis er ljóst að félagið verður gert upp með talsverðu tapi á árinu miðað við óbreytta stöðu krónunnar þrátt fyrir bætt ytri rekstrarskil- yrði. Sölutekjur námu 3.675 millj- ónum króna og hækkuðu um tíu prósent þrátt fyrir að afli á loðnu- vertíð hafi minnkað verulega á milli ára. Glitnir bendir á að hátt afurðaverð skýri tekjuvöxt auk þess sem hátt hlutfall loðnuafla fór til manneldis. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) nam tæpum 760 milljónum króna, um 20,7 prósentum af veltu, en var 852 milljónir, um 22,8 prósent af veltu, á sama tíma í fyrra. Heildareignir félagsins voru 30,5 milljarðar í lok fjórðungsins. Eigið fé stóð í 9,1 milljarði og lækkaði eiginfjárhlutfall úr 35,2 prósentum í 29,8 prósent. - eþa Grandi tapar vegna falls krónu ENGEY FLAGGSKIP HB GRANDA Gengisfall krónunnar hafði veruleg áhrif á afkomu Granda á fyrsta ársfjórðungi. Hampiðjan tapaði tæpum 59 milljónum króna (630 þúsund evrum) á fyrsta ársfjórðungi og skýrist afkoman af hlutdeild félagsins í tapi HB Granda en einnig voru fjármagnsliðir nei- kvæðir. Stjórnendur Hampiðjunnar segja að reksturinn hafi verið ívið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 158 milljónir króna og hækkaði um 8,5 prósent milli ára. Útlit er fyrir að erfiðleikar verði á þeim veiðarfæramörkuð- um sem Hampiðjan starfar á en sjávarútvegur á undir högg að sækja á Írlandi, Nýfundnalandi og í Danmörku. - eþa Hampiðjan tapar MARKAÐSPUNKTAR... Markaðir réttu úr kútnum í gær eftir lækkunarhrinu síðustu vikna. Af norræn- um mörkuðum hækkaði mest sænska markaðsvísitalan OMX, um 4,2 prósent. Norska markaðsvísitalan OBX kom næst og hækkaði um 4,0 prósent. Eignaverðsvísitala Greiningardeildar Kaupþings lækkaði um 1,2 prósent að raunvirði í apríl. Vísitalan vegur saman verð á fasteignum, hlutabréfum og skuldabréfum. Bankinn telur að lækkun á eignaverði verði til að dragi úr vexti einkaneyslu. Fitch Ratings hafa varað ítölsku ríkis- stjórnina við því að 75 prósenta líkur séu á að lánshæfismat landsins verði lækkað á næstu þremur til fimm mán- uðum, að því er fram kom á Bloomberg í gær. Danska umræðan léttist Umræðan um fjárfestingar Íslendinga í Danmörku virðist aðeins vera að fá á sig annan svip. Danir fylgdust í forundran með fjárfestingargleði Íslendinga og töldu hana mikinn leyndardóm. Skýringarnar voru gjarnan peningaþvottur á rússagulli eða geigvænleg útlán íslensku bankanna til fjárfesta sem sennilega kynnu fótum sínum ekki forráð. Umræðan nú er í meira jafnvægi og í gær mætti Már Másson viðskiptafulltrúi í morgunþátt TV2 ásamt ritstjóra Börsen, Leif Beck Fallesen. Danski ritstjórinn útskýrði hvaðan peningarnir kæmu. „Þeir koma af alþjóða fjármálamarkaði eins og peningar danskra fyrirtækja,“ sagði hann. Eitt af því sem dregið var fram í þessari umræðu var að Íslendingar vinna mun meira en Danir eða sem nemur sex vikum lengur að meðaltali á ári. Allt undir „kontról“ Þeir sem kvarta yfir vaxtaokri og óðaverðbólgu ættu að bara líta til Simbabve. Stýrivextir seðlabankans í Simbabwe hafa verið hækkaðir um 50 punkta og standa nú í 850 prósentum. Verðbólgan í síðasta mánuði mældist 1.043 prósent en stjórnvöld prenta gífurlegt magn af peningum til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Kennir Robert Mugabe útlendingum um þróun mála. Seðlabankastjór- inn Gideon Gono vonast til að ná verð- bólgunni niður og biður alþýðu manna að örvænta ekki, því verðbólgan sé langt frá því að vera jafn slæm og í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Gono verður gjarnan fótaskortur á tungunni. „Hver sem ræðst inn á bændabýli er ekki að vinna að hagsmunum þjóðarinnar frá okkar bæjardyr- um séð. Það er glæpsamlegt og viðkomandi ætti að vera á bak við lás og slá fram yfir uppskeruna.“ Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.